Vísbending


Vísbending - 26.01.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 26.01.2016, Blaðsíða 4
VlSBENDING framh. afbls. 3 Þetta minnir á þá sem „tóku stöðu gegn krónunni" á sínum tíma og voru nánast álitnir föðurlandssvikarar. Þeir reyndust hafa rétt fyrir sér, en eins og margir dómsdagsspámenn eru þeir ekki alvitrir. Hagfræðingurinn Nouriel Rou- bini sagði fyrir um húsnæðiskreppuna og hefur verið nefndur dr. Doom, en er mis- hittinn á kreppur eftir þetta. Hins vegar er frávik eins og það sem sést á mynd 1 greinilegt merki um að eitthvað sé ein- kennilegt. Hækkunin var mjög hröð og engin kjarabót sem réttlætti hækkunina. Fáir höfðu áhuga á að greina tölurnar og sjá í þeim hættumerki. Stjórnvöld, sem hækkuðu lán frá Ibúðalánasjóði, höfðu engan hag af hrakspám og óháðar grein- ingardeildir bankanna hefðu ekki unnið sér inn marga bónuspunkta með því að spá hættuástandi. Hrunið er orðið gamlar fréttir, en enn í dag rýkur húsnæðisverð langt framúr launum sem hækka þó drjúgt. Hvað skýrir þetta? Að hluta til má örugglega benda á „leiðréttinguna“ svonefndu, sem lækkaði húsnæðislán landsmanna í heild um tugi milljarða og jók þar með kaupgetu húseigenda talsvert. Eftirspurn hefur því aukist skyndilega af mannavöldum eins og gerðist í árslok 2004. Framboðið helst ekki í hendur við eftirspurnina. Lítið var byggt á árunum eftir hrun og að undanförnu hefúr mikill kraftur farið í að reisa hótel, en íbúðarhús eru minna spennandi en áður. Athyglisvert er að verð í sérbýli hefúr hækkað mun minna en í fjölbýli, öfúgt við það sem gerðist fyrir hrun. Líklega skýrist það af því að bónusar hálaunamanna hafa verið miklu algengari fyrir hrun en núna. Að því hlýtur að koma að verðmunurinn milli sér- og fjölbýlis verður svo lítill að jafnvægi næst á milli verðhækkana á hús- næði. Því kann núna að vera gott tækifæri fyrir þá sem efni hafa á að kaupa stærri eignir að gera það núna, rétt eins og var fram til ársins 1998. Q ári hverju stendur svissnesk stofn- un, IMD, fyrir könnun með- ■al forstjóra í mörgum löndum um samkeppnishæfni þjóða. I fyrra voru þeir í fyrsta sinn beðnir að meta hvernig hlutabréfamarkaðurinn myndi standa sig á árinu. Þegar svörin eru borin saman við raunveruleikann kemur í ljós að forstjórar hafa engu meira innsæi í hlutabréfamark- aðinn en fólk almennt. Eins og gengur og gerist varmarkaður- inn misjafn. í Danmörku hækkuðu hluta- bréf um 39% meðan þau lækkuðu um 22% í Kölumbíu. Könnunin er tekin í mörgum löndum og þannig gafst tækifæri til þess að finna fylgni milli spárinnar hjá forstjórunum í heild og niðurstöðunnar. Niðurstaðan er sú að forstjórar stóðu sig engu betur eða verr en apar sem hefðu spáð fyrir um markaðinn. Fylgnin milli spár þeirra (sem vel að merkja var gerð á tímabilinu frá febrúar til apríl, þ.e. eftir að árið var byrjað) og niðurstöðunnar var -0,0003. Með öðrum orðum engin. Bjartsýnin ríkjandi Að meðaltali var spáin að markaðir myndu hækka um 9,4% en niðurstaðan var að heimsvísitalan lækkaði um 0,3%. I Bandaríkjunum var spáin um 7% hækk- un meðan raunin varð rúmlega eitt pró- sent. Þar sem hækkunin varð mest hittu menn þó ekki á réttu hækkunina. írar spáðu hækkun upp á 7,5% meðan raun- in varð 30%. Skýrslan með heildarniður- stöðum er ekki komin út þannig að ekki er vitað hvort íslendingar spáðu fyrir um þá miklu hækkun sem varð á hlutabréfúm í fyrra. Það var aðeins í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum þar sem forstjórarn- ir spáðu lækkun upp á 6%. Raunin varð lækkun um 17%. Kannski er það nauðsynlegt fyrir for- stjóra að vera bjartsýnir. Ef einhver vill afsaka þá, væri hægt að segja að enginn hefði búist við hruninu í Kína (enda Kína ekki áberandi land þar sem hlutabréfaverð hafði aðeins þrefaldast á ári). Samt virðist þessi könnun sanna það rétt einu sinni að það er erfitt að spá fyrir um markaði, jafnvel sína heimamarkaði. Auðvitað eiga skilvirkir markaðir að vera þannig að allar upplýsingar sem fyrir liggja eru innifaldar í verðinu á hverjum tíma. Þess vegna er það kannski ekki heppni að græða á hlutabréfamarkaðinum, sagan sýnir að hann skilar til lengri tíma betri ávöxtun en annað sparnaðarform, en menn hafa ekki hugmynd um hver þró- unin verður til skamms tíma, jafnvel ekki þeir menn sem mest eiga að vita. Svo nefna menn dæmi um einn og einn sem nær frábæmm árangri yfir mjög langt tímabil, en úrtak með einum manni er ekki marktækt. Ef nógu margir henda krónum mun einhver fá þorskinn tuttugu sinnum í röð, jafnvel þó að hann svindli ekki.Ö Forstjórar og hlutabréf Aórir sálmar Nokkur prósent milli vina Kári Stefansson hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. Annars vegar berst hann gegn sölu áfengis í matvörubúðum og hins vegar vill hann endurreisa heilbrigðiskerfið. Ekki þarf að efast um að honum gangi gott eitt til, þó að forsætisráðherra komi með tilgátu um annað: „Enda má velta fyrir sér um hvað undirskriftasöfnun snýst þar sem fólki býðst að skrifa nafnið sitt undir gríðar- stóra framboðsmynd af Kára Stefánssyni?" Mörgum finnst notkun staðreynda í þessum málum algert aukaatriði. Kári sagði í sjónvarpsþættinum íslandi í dag að um 35% þjóðarinnar leituðu sér ein- hvertíma á ævinni aðstoðar vegna áfengis- sýki og vimaði sérstaklega í samtal sitt við yfirlækni á Vogi. „Þetta eru tölur frá SÁÁ, ég var að tala við Þórarinn Tyrf- ingsson áður en ég kom hingað, þannig að ég trúi honum frekar en þér þegar kemur að tölum um þetta." Kári var þá að ræða frumvarp um afnám einkaréttar ríkisins á sölu áfengis við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem vitnaði í tölur sem Tinna Laufey Ásgeirsdóttir birtir í meist- araritgerð sinni: ,Af núlifandi Islending- um eldri en 15 ára hafa 9,4% af körlum og 4% af konum lagst inn á Vog í áfengis- og vímuefnameðferð." Krafa Kára hljóðar svo „VIÐ UNDIR- RITUÐ KREFJUMST ÞESS AÐ ALÞINGI VERJI ÁRLEGA 11% AF VERGRI LANDSFRAMLEIÐSLU TIL REKSTURS HEILBRIGÐISKERFIS- INS.“ Pawel Barthozek sýndi fram að samanburðartölur sem notaðar væru í inngangi Kára á síðunni mdurreisn.is, væru ekki réttar. Hið opinbera væri kraf- ið um meira fé og ekki horft til heildar- útgjalda. Kári svaraði því að tölurnar væru settar fram sem „markmið, ekki rök“ hvað sem það þýðir. Þegar þetta er skrifað eru liðlega 50 þúsund Islendingar búnir að skrifa undir kröfú Kára, kröfú sem snýst um eina tölu, tölu sem fáir skilja og kannski ekki hann sjálfúr. Áskorunin er ekki um að byggja eigi nýjan spítala, fjölga læknum þar sem þörfin er brýnust, bæta aðstöðu og tækja- búnað eða efla skipulag heilbrigðiskerfis- ins. Það er göfúgt markmið að á Islandi sé gott heilbrigðiskerfi. Slíkur tilgangur þarf ekki á vafasömu meðali að halda. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Utgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki affita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 3. TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.