Vísbending


Vísbending - 26.01.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.01.2016, Blaðsíða 3
ÍSBENDING Milljón prósent lán Mynd 1: Hækkun launa og húsnæðis umfram almennt verðlag 2001-15 fjölbýli • Sérbýli Laun Heimildir: Hagstofa íslands, Þjóðskrá. Mynd 1: Hækkun launa og húsnæðis umfram almennt verðlag 2001-15 130 2011 2012 2013 2014 2015 ...."'"Fjölbyli ......... Sérbýli .........1 Laun Eitt af því sem setur svip sinn á þjóðfélagsumræðuna er hve erfitt er að eignast húsnæði. Vextir eru háir og húsnæðisverð hefúr hækkað um- fram almennt verðlag. Margir eiga enn í erfiðleikum vegna þess að þeir keyptu á árunum 2004-8 þegar íbúðaverð rauk upp í kjölfar þess að bankarnir fóru að veita íbúðarlán. Eftirá að hyggja var bólan undanfari þess sem koma skyldi. Allir fengu lán án þess að gerðar væru miklar kröfur. Hundraðprósent lánin komu á markaðinn haustið 2004. Gjörbreyttur markaður Fréttablaðið lýsti í nóvember 2004 breytingunni sem varð fyrr um haustið: „KB banki reið á vaðið fyrstur þegar hann bauð 4,4 prósent vexti og allt að 80 pró- sent lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Hinir bankarnir voru ekki lengi að svara og fljótlega fóru allir bankarnir að bjóða sömu kjör víðast hvar um landið. Ibúða- lánasjóður hefur svo lækkað vexti sína - nú síðast í 4,15 prósent. Þessu svöruðu bankarnir umsvifalaust og bjóða nú allir 4,15 prósent vexti. Islandsbanki var fýrstur til að bjóða 100 prósent veðsetningarhlutfall - en nú bjóða þetta allir bankarnir. Auk þess hef- ur afbrigðum íbúðalána fjölgað verulega og nú stendur venjulegum einstaklingum til boða mýgrútur ólíkra valkosta. Þetta hefúr óneitanlega í för með sér að það er vandasamara að taka ákvörðun um fjár- mögnun íbúðarhúsnæðis en áður. Á það ber hins vegar að líta að fyrir skemmstu höfðu einstaklingar í raun aðeins einn valkost þegar kom að því að taka stærstu og mikilvægustu lán sem hver einstak- lingur tekur. Flestir eru því sammála því að breytingin á markaðinum sé til mikils góðs. Viðvörunarraddir hafa frá upphafi bent á að þessir auknu möguleikar kunni að verða til þess að fólk taki út stærra lán en það þarf og verji mismuninum í neyslu hvers kyns óþarfa sem hafi vond áhrif á hagkerfið - sé þenslu og verðbólguhvetjandi - og grafi undan fjárhagslegum burðum fólks. Fáar vísbendingar eru til þess að þessar bölsýnisspár séu að rætast.“ Ekki er að efa að greining blaðsins er rétt um að flestir hafi verið sammála um að breytingin hafi verið til góðs. En stundum lýgur almannarómur og svo varð í þetta sinn. Skömmu eftir að þessi Heimildir: Hagstofa ístands, Þjóðskrá. mikla samkeppni um íbúðalánamark- aðinn hófst hækkaði íbúðaverð mikið. Ríkið fylgdi á eftir með því að hækka veðhlutfall almennra lána sjóðsins úr 65 prósentum upp í 90 prósent. Skýrsla Rannsóknarnefndar um sjóðinn telur að þessi ákvörðun hafi endað illa og orðið þjóðinni dýrkeypt. Sjóðurinn tapaði tug- um, ef ekki hundruðum milljarða á þessu ævintýri. Eins og svo oft deila menn um hver upphæðin hafi nákvæmlega verið, en gleyma aðalatriðinu að ekki var viðhöfð hæfileg gætni við útlánin. B andarík j amenn klikkuðu líka Svo vill til að einmitt núna er ágæt bíómynd sýnd á fslandi, The Big Short. Hún fjallar um nokkra einstaklinga sem töldu að húsnæðismarkaðurinn hlyti að hrynja í Bandaríkjunum. Þegar þeir komu til stóru verðbréfafýrirtækjanna var hlegið að þeim. Enginn markaður væri öruggari. Þeim reyndist auðvelt að fá að veðja gegn þessum markaði og voru álitnir kjánar. framh. á bls. 4 VÍSBENDING -3.TBL. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.