Vísbending


Vísbending - 26.01.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 26.01.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 26. janúar 2016 3. tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Náttúruspilling manna Spilling er meinsemd í samfélaginu. Fyrir hmn var talið að ísland væri eitt óspilltasta land heimsins, en þegar fjármálakerfi landsins hrundi til grunna fór marga að gruna að maðkur hefði verið í mysunni. Jafhframt vöknuðu vonir um að blaðinu yrði snúið við og Is- lendingar myndu snúa aftur á dyggðanna braut. Svo var þó ekki ef marka má ný- lega niðurstöðu samtakanna Transparancy International, en þar kemur Island út lakar en nágrannarnir á Norðurlöndum og fjöl- miðlar lýsa því yfir að Island sé spilltast í þessum ríkjahópi. Astæða er til þess að staldra við og íhuga hvað veldur. Hvað er spilling? I íslenskri orSabók eru fjórar lýsingar á spill- ingu: Spilling: 1 glötun, eyðilegging, 2 mútuþægni, 3 illir siðir, vont siðferði, sið- leysi, 4 skemmd. Ekki er víst að allir taki undir þessar orðskýringar, né röðina sem þar er sett fram. Líklega myndu flestir setja skýringu 3 í fýrsta sæti. Mútuþægni er auð- vitað spilling, en varla samheiti. Athygl- isvert er að talað er um skemmd og eyði- leggingu, sem er bæði samheiti spillingar og afleiðing spilltrar framkomu. Hallgrím- ur Pétursson talar í Passíusálmunum um náttúruspillingu manna í þeim skilningi að allir geti verið spilltir. Á heimasíðu áðurnefhdra samtaka er eft- irfarandi skilgreining: Spilling er misnotkun á vatdi sem manni er treyst jyrir. Þessi merk- ing fer miklu nær því sem notuð er í daglegu tali en orðabókarskýringin. Athyglisvert er hvernig samtökin skil- greina gegnsæi á sömu síðu: Gegnsœi þýðir að varpa Ijósi á vafasama gjörninga (e. shady deals), að reglum sé ekki fýlgt og annað ólöglegt athæfi sem veikir góða stjómar- hætti, siðferði í viðskiptum og samfélagið almennt. Þarna er lögð áhersla á uppljóstrar- ann, en ekki að gjörningar séu opinberir og að allir hafi sömu aðstöðu. Að nokkm leyti kann þetta að endurspegla tortryggnina sem gegnsýrir mörg samfélög. Markmiðið er að upplýsa það sem gert er rangt í stað þess að gæta þess að menn breyti rétt. Er ísland spillt? Á árum áður voru tengsl stjórnmála mik- il við alla þætti þjóðlífsins. Stjórnmála- menn úthlutuðu sjálfir ýmsum gæðum og þannig var það mikilvægt að vera innund- ir hjá valdamönnum. Bankaráð ríkisbank- anna voru mjög valdamikil og tóku beinar ákvarðanir um útlán. Skortur var á láns- fé og því voru þessi völd mikilvæg. Með þessu móti gátu stjórnmálamenn bæði umbunað sínum vildarvinum og keypt nýtt fýlgi. Sumir töldu það sér til hróss að vera fýrirgreiðslupólitíkusar, sem merkti að þeirra skjólstæðingar fengu betri með- ferð en aðrir. Ef farið er enn lengra aftur má rifja upp þá tíma þegar stjórnmálamenn út- hlutuðu gjaldeyri og leyfi til bifreiðakaupa svo dæmi séu tekin. Þeir sem ekki voru innan kerfisins eða í röngum flokki fengu engin leyfi. Fáir sakna þessara tíma. Spillingu finna menn helst í úthlutun fjármuna, en auðvitað er hægt að sjá hana líka í deilingu annarra gæða. Þegar stjórn- málamenn velja vildarvini í stöður sem þeir úthluta er það líka misbeiting á valdi. Hitt hafa menn líka bent á að ekki eigi að leggja neinum til lasts að eiga stjórn- málamann að vini. Einmitt þess vegna er mikilvægt að fjarlægja stjórnmálamann- inn frá beinum ákvörðunum um stöðu- veitingar. Pólitískar ákvarðanir Þegar horft er um öxl virðist ljóst að spilling hafi verið vanmetin á Islandi í könnunum fýrir hrun. Ef nefna á dæmi um misbeitingu valds stjórnmálamanna kemur salan á rík- isbönkunum upp í hugann, en Geir H. Haarde baðst á sínum tíma afsökunar á þeim gjörningi, sem er óvenjulegt. Bankarnir voru seldir svonefndum kjölfestufjárfestum, en sú aðstaða sem þeim var aflient hafði mikil áhrif á þróun mála fýrir hrun. Decode fékk ríkisábyrgð ffá Alþingi, ábyrgð sem reyndar kom aldrei til ffam- kvæmda, en hún er eitt skýrasta dæmið um misnotkun á löggjafarvaldinu í þágu einstaks fýrirtækis. Vaðlaheiðargöng eru annað dæmi um ríkisábyrgð fýrir einka- aðila, en sú ábyrgð mun falla af fullum þunga á ríkið. Einhver kann að telja að eðli hennar sé annað, því að hún snúi að almenningssamgöngum, en heiðarlegra hefði verið að ríkið kæmi þá beint að fram- kvæmdinni, því að fýrirsjáanlegt var að ábyrgðin yrði virk. framh. á bls. 2 T Spilling er mörgum töm. Hún: J Erfiðleikarnir í Kína hafa : l ^ Húsnæðisverð hefur A Forstjórar vita margt, en I verður ekki upprætt með því • 4 J áhrif á hlutabréfaverð en • y J hækkað en ekki er enn að •{ ^ þeir eru ekki spádómlega að ráðast á einkennin heldur j fleira kemur til. sjá sprengingu eins á árin : vaxnir þegar kemur að undirrótina. 2005-8. : hlutabréfaverði. VfSBENDING • 3.TBL. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.