Vísbending


Vísbending - 11.02.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 11.02.2016, Blaðsíða 3
dagskipunin. Þessu var fylgt og gömul og góð fyrirtæki fóru á hausinn við fyrsta mót- byr og önnur björguðust aðeins vegna þess að þau höfðu staðið vel fyrir hrun og verið með sterka eiginfjárstöðu. Nú hafa fyrir- tækin smám saman verið að styrkjast með sölu eigna, uppgreiðslu skulda og hagnaði af rekstri. A mynd 3 sést eiginfjárhlutfall nokkurra af 25 stærstu félögum landsins í árslok 2010 og aftur 2014. Hagur allra vænkast og athygli vekur hve mörg þeirra eru nú með eiginfjárhlutfall yfir 40%. Ekki er ástæða til annars en ætla að flest fyrir- tækin hafi áfram styrkst á liðnu ári. Þróun af þessu tagi einskorðast ekki við Island. I Bandaríkjunum hefur hlutfall skulda fyrirtækjanna í S&P 500 vísitölunni af EBIDTA-hagnaði Iækkað um meira en helming frá því fyrir hrun (Mynd 4). Hlut- fallið er nú um 2,1 sem þýðir að ef allur hagnaður fyrir afskriftir færi til greiðslu skulda gætu fyrirtækin borgað þær á tveim- ur árum, sem er auðvitað ekki raunsætt, en fræðilega mögulegt. Skuldirnar hafa líklega ekki hækkað mikið á undanförnum tveimur árum heldur hefur EBIDTA hagn- aður heldur minnkað. Ef tekið er dæmi af íslensku fyrirtæki þá er þetta hlutfall 2,35 hjá Icelandair í árslok 2015. Almenningur er aö ná sér Margir áttu um sárt að binda eftir hrun. Laun lækkuðu, eignir rýrnuðu og lán stökkbreyttust, einkum lán í erlendri mynt. Hagur margra vænkaðist þegar hluti erlendra lána var dæmdur ólöglegur og jafnframt buðu sumir bankar upp á lækk- un höfuðstóls. Ohætt er líka að fullyrða að fólk hafi lagt mikla áherslu á að borga niður lán. Þannig voru skuldir heimila alls minni í krónum talið í árslok 2014 en í árs- lok 2009. Á mynd 5 sést að eiginfjárhlut heimil- anna í heild var lengi vel 60% en rýrnaði mikið eftir hrun og nálgaðist 40% í árslok 2010. Eftir það batnaði staðan á ný og í árslok 2014 var hlutfallið komið upp í 57%. Ef litið er á skuldirnar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hækkuðu þær stöð- ugt frá aldamótum, úr um 70% í 120%. I árslok 2014 var hlutfallið komið niður fyr- ir 100% aftur og ekki ólíklegt að það hafi Iækkað meira á nýliðnu ári. Víða erlendis eru skuldir heimilanna þó minni en hér á landi. f löndum Aust- ur-Evrópu eru þær mun minni, en urðu mjög háar í Bandaríkjunum á árunum fyrir hrun. Eitt getur þó skekkt samanburðinn. Hér á landi hafa bankar verið mun sam- viskusamari að afskrifa skuldir sem ólíklegt er greiddar verði til baka. 55 VíSBENDING V Mynd 3: Eiginfjárhlutfall nokkurra stórra fyrirtækja 2010 og 2014 80 ■ 2014 ■ 2010 Heimild: Frjáls verslun 300 stærstu fyrirtækin. Mynd 4: Hlutfallið skuldir/EBIDTA hjá S&P 500 hlutafélögum 1995-2015 Mynd 5: Eiginfjárhlutfall heimila og skuldir heimila sem hlutfall afVLF 2000-2014 VÍSBENDINC •S.TBt. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.