Vísbending


Vísbending - 11.02.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.02.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING V'ikurit um viðskipti og efnahagsmál 11. febrúar 2016 5. tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Stríð og kreppa Rússar hafa verið í djúpri efna- hagslægð undanfarið ár. Segja má að kreppan þar fylgi verðinu á olíu. Enn þann dag í dag er olía ráðandi í útflutningi og fyrsta ráð Rússa þegar olíu- verðið lækkaði var að fella gengi rúblunn- ar þannig að verðlækkunin hefði lítil áhrif í rúblum talið. Gengisfellingin olli verðbólgu og lífskjör versnuðu þar með. Ymsar kenningar eru um það hvaða áhrif efnahagserfiðleikarnir hafi á hernaðar- stefnu Pútíns, annars vegar að þeir dragi úr hernaðarmætti og hins vegar að ógn- anir hans séu notaðar til þess að draga athygli almennings frá erfiðleikunum. Olía er aðalmálið Árið 2014 var olía 59% af útflutningi Rússa. Næst á eftir henni kom járn og stál með 4% hlutdeild. Af þessu sést að það hefur geysilega mikil áhrif á hagkerfi Rússlands þegar olíuverð sveiflast. Þegar olíuverð var í hæstu hæðum gat Pútín skekið krepptan hnefann framan í um- heiminn, en þegar það hríðlækkar eins og að undanförnu gerist margt í senn. Tekj- ur minnka og þar með kaupmáttur til hernaðar. Kaupgeta almennings minnkar líka með verðbólgu og fólk heldur að sér höndum. Einkaneysla minnkaði um 10% í fyrra. Fjárfestingar hafa líka dregist saman. Sumir hafa gert lítið úr lægðinni og bent á að hún er ekki nærri eins djúp og kreppan eftir fjármálahrunið, en munur- inn er sá að nú er ekki samdráttur í flest- um iðnríkjunum þó að vöxtur sé hægur. Fasteignamarkaðurinn í Moskvu hefur nánast hrunið. Borgin sem var sögð sú 9. dýrasta í heimi er nú í 50 sæti. Á mynd 1 sést hvernig olíuverðið stóð í stað eða jafnvel hækkaði í rúblum talið allt fram á haust. Eftir það virðast Rúss- ar hafa gefist upp á að elta þessar miklu verðlækkanir með gengisfellingum, enda hafði það mikil áhrif á allt efnahagslífið heima fyrir. Fjármálaráðherra Rússlands hefur sagt að olíuverð þurfi að komast upp í 80 dali tunnan til þess að efnahgur- Mynd 1: Verðbreytingar á olíu 2013-2016 í rúblum og dollurum ........Dalir »■■■■■■' Rúblur Heimild: tradingeconomics.com, útreikningar Vísbendingar. Mynd 2: Verðbólga í Rússlandi 2012-2016 inn réttist við á ný. Fáir spá slíkum verð- hækkunum. Áætlun til úrbóta Efnahagsaðgerðirnar vegna Ukraínu- deilunnar taka líka sinn toll. Nú er vandinn orðinn svo mikill að ríkisstjórn- in hefur að sögn Bloomberg íhugað að selja nokkrar ríkiseignir, t.d. banka og flugfélagið Aeroflot. Hugmyndin er að dæla rúmlega 800 milljörðum rúblna (1.300 milljörðum króna) inn í hagkerfið og reyna þannig að hressa það við. Fram- lagið skiptist á milli bílaiðnaðarins, járn- brauta, byggingarframkvæmda og land- framh. á bls. 4 1 Rússland hefur staðið í ^\ Islendingar sukku í ^\ Víða eru vextir lægri en Á Hótelrekendur hafa beitt I hernaðarbrölti. Hvaða áhrif £j skuldafen í hruninu. Á yj verðbólgan. Sums staðar skemmtilegu hugviti til hefur olíuverð á ógnina af þeim? rúmlega sjö árum hefur mikill árangur náðst. eru þeir minni en núll. Þar kostar að leggja inn. þess að bæta sinn rekstur. VÍSBENDING • 5.TBI. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.