Vísbending - 21.03.2016, Qupperneq 3
V
Er Island
Hvað segja tölurnar?
Tafla: Útgjöld til samgæða í nokkrum
löndum 2006
Land Almanna- þjónusta Landvamir Allsherjar- regla Samtals
Svíþjóð 7,7 1,7 1,3 10,7
Danmörk 6,0 1,6 1,0 8,6
ísland 4,8 0,1 1,4 6,3
Bretland 4,9 4,9 2,6 10,0
Bandaríkin 4,8 4,8 2,1 11,2
Heimild: OECD.
■
Hannes H.
Gissurarson
prófessor
Stundum hefur verið efast um, að
ísland sé nógu stórt til að vera sjálf-
stætt ríki. Til dæmis gerði danski
rithöfundurinn Georg Brandes 1906 gys
að sjálfstæðistilburðum Islendinga og
breski sagnfræðingurinn Alfred Cobban
skrifaði 1944, að ísland þyrfti skjól af
voldugra ríki. Frambærilegustu röksemd-
irnar fyrir því, að Island sé of lítið, setti
bandaríski hagfræðingurinn Anne Sibert
fram í grein í nettímaritinu Vox 10. ágúst
2009. Sumar þeirra eru prófanlegar.
Dreifist fastur kostnaður á
færri í smáríkjum?
Ein röksemdin er, að talsverður fastur
kostnaður sé af framleiðslu samgæða (en
þau eru gæði, sem erfitt er eða ókleift að
verðleggja á frjálsum markaði, til dæmis
landvarnir og löggæsla), og í fjölmennum
ríkjum dreifist sá kostnaður á marga, svo
að rekstur ríkisins sé þar hagkvæmari. Við
fyrstu sýn virðist eitthvað vera til í þessu.
I íslensku utanríkisþjónustunni starfa til
dæmis um 250 manns, sem er 0,0008%
þjóðarinnar, en í hinni bresku um 14 þús-
und, sem er 0,0002% Breta. Utanríkis-
þjónustan íslenska er með öðrum orðum
fjórum sinnum stærri á mann en hin
breska. Þessi kostnaður er þó óverulegur.
Þótt lítið sé, hefur Island efni á sinni
utanríkisþjónustu.
Kenning Siberts um samgæði í
smáríkjum virðist hafa takmarkað gildi.
Efnahags- og framfarastofnunin í París
safnar tölum um útgjöld til almanna-
þjónustu, sem er lagasetning og fram-
kvæmdastjórn ríkisins, utanríkisþjónusta
og lánasýsla. Hún á líka í fórum sínum
tölur um kostnað af landvörnum og lög-
gæslu í víðasta skilningi. I töflunni má
sjá útgjöld til þessara samgæða árið 2006
(en þær voru væntanlega nýjustu tölur,
sem Sibert gat útvegað sér) sem hlutfall
af vergri landsframleiðslu í fimm löndum.
Þessar tölur eru fróðlegar. Minni ríkin
eyddu miklu minna á mann í hernað en
hin stærri. Smáríki eru oftast friðsamari
en stórveldi, sem leggja út í margvísleg
hernaðarævintýri. Það kostar líka minna
á mann að halda uppi allsherjarreglu í
minni ríkjunum. Ein skýring á því er, að
litlar þjóðir eru oft samleitari en stórar og
því friðsælli. Miklu færri morð á mann
eru til dæmis framin á íslandi en í mörg-
um stærri ríkjum, og tiltölulega færri sitja
í fangelsum. Sú röksemd Siberts virðist
því tvíeggjuð, að smæðin kosti sitt. Verið
getur, að stærðin kosti meira.
Skattlagning og samkeppni
í smáríkjum
Onnur röksemd Siberts er, að smáríki
grípi oft til óhagkvæmra skatta eins og
tolla og vörugjalda, því að fastur kostn-
aður af þeim sé lítill og breytilegur mikill
öfugt við tekjuskatt, sem sé þó hagkvæm-
ari. En þetta gildir að minnsta kosti ekki
um fsland. Árin 2003-4 var tekjuskattur
41,5% skatttekna á íslandi, en 36,5% í
Bretlandi og 43,4% í Bandaríkjunum.
Þriðja röksemd Siberts er, að lítil sem
engin samkeppni í framleiðslu gæða utan
markaðarins (til dæmis milli orkufyrir-
tækja, háskóla og sjúkrahúsa) fái þrifist
með litlum þjóðum. Þetta er ekki fráleitt.
En smáþjóðir geta auðvitað leitað um sér-
hæfð verkefni til stærri þjóða, til dæmis
um flókna læknismeðferð. Álitamál er
líka, hvort háskólar bæti velsæld. Lúxem-
borg og Singapúr eru ekki auðug ríki
vegna háskóla sinna. Og lítil hagkerfi geta
tengst stærri með bættri tækni, til dæmis
í miðlun orku. Þessi röksemd er gild, en
ekki mikilvæg.
„Þetta reddast“
Fjórða röksemd Siberts er, að smáríki séu
viðkvæmari fyrir náttúruhamförum en
stór ríki. Islendingar þekkja það af eigin
raun. Hér hafa orðið eldgos og jarðskjálft-
ar, hafís lokað höfnum, kuldaskeið eytt
gróðri. Þessi röksemd á hins vegar frekar
við um lítil lönd en fámennar þjóðir.
Hollendingar myndu allir gjalda þess, ef
sjór flæddi inn í landið. Eldgos á Islandi
hafa hins vegar sjaldnast áhrif nema í ein-
um landshluta, af því að landið er fremur
stórt.
Fimmta röksemd Siberts er, að hag-
kerfi lítilla þjóða séu óstöðugri en stórra,
auk þess sem óvíst sé, að hagsæld sé þar
meiri. Það er rétt, að sum lítil hagkerfi
eru óstöðug, þar á meðal hið íslenska.
En Hannes Finnsson biskup benti á það
þegar árið 1796, að Islendingar eru til-
tölulega fljótir að ná sér eftir áföll. Þetta á
enn við. Hagkerfið er gagnsætt og sveigj-
anlegt. Þegar Islendingar segja: „Þetta
reddast,“ eru þeir að lýsa veruleika, sem
þeir þekkja.
Opin hagkerfi hagkvæm
Hitt er hæpnara, sem Sibert kastar fram,
að hagsæld sé ekki meiri í litlum hag-
kerfum en stórum. Fimm ríkustu hag-
kerfi heims eru í Sviss, Noregi, Lúxem-
borg, Singapúr og Bandaríkjunum. I
fjórum þessara landa búa smáþjóðir, og
Bandaríkin eru samband fimmtíu ríkja.
Fimm fjölmennustu þjóðir heims búa í
Kína, Indlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu
og Indónesíu. Þessar þjóðir eru allar
fremur fátækar nema Bandaríkjamenn.
Skýringin á því, að litlar þjóðir eru oft-
ast efnaðri en stórar, er, að hagkerfi þeirra
eru opnari. Þær reiða sig frekar á alþjóða-
viðskipti. Þannig njóta þær góðs af þeirri
alþjóðlegu verkaskiptingu, sem Adam
Smith taldi helstu orsök auðlegðar þjóð-
anna. Þessi er eflaust um leið skýringin á
því, að smáríkjum hefur snarfjölgað síð-
ustu sjötíu ár. Árið 1946 voru 76 sjálfstæð
framh. á bls. 4
VÍSBENDING •ll.TBt. 2016 3