Vísbending - 14.04.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING
Vikurit um viðskipti og efnahagsmal
14. apríl 2016
14 . tölublað
34. árgangur
ISSN 1021-8483
Væntingar og veruleiki
Ein af kenningum hagfræðinnar
gengur út á að mikið samræmi
sé á milli væntinga og veruleika
vegna þess að menn hegði sér í samræmi
við væntingar og framkalli þær þar með.
Segjum til dæmis að spá birtist um að verð
einhverrar vöru hækki á næstunni. Spáin
leiðir til þess að fólk flykkist út og kaupir
vöruna, eftirspurn eykst umfram framboð
og verðið hækkar.
Seðlabankinn birtir á vefsíðu sinni upp-
lýsingar um væntingar markaðsaðila til
verðbólgu og gengis evru tólf og tuttugu
og fjóra mánuði fram í tímann. Þessar spár
voru fyrst birtar frá fyrsta ársfjórðungi árið
2012 og svo ársfjórðungslega. Markaðs-
aðilar eru lífeyrissjóðir, aðrir sjóðir, bankar
og fleiri greinendur alls um 40 talsins. Hér
er miðað við miðgildi spár.
Er spáin góður vegvísir?
A myndum 1 og 2 er spáin borin saman
við raunveruleikann 12 og 24 mánuð-
um síðar. Sannast sagna virðast markaðs-
aðilarnir ekki hafa verið sérlega spámann-
lega vaxnir og ekki er víst að niðurstaðan
hefði verið miklu fjær lagi ef leitað hefði
verið til Sigríðar Klingenberg spákonu eða
völvu Vikunnar.
I fljótu bragði mætti kannski virða
spámönnum til vorkunnar að á þessum
tíma var þjóðin búin að vera í langvarandi
kreppu og mikil óvissa um grunnforsend-
ur. Oljóst var hvenær hægt væri að taka stór
skref til þess að aflétta höftum. Eftir lækk-
un verðbólgu strax í kjölfar hrunsins var
ákveðið að semja um miklar kauphækk-
anir sem ekki var innistæða fyrir og hag-
fræðingur Seðlabankans mæltí hin fleygu
orð: „Hvernig datt ykkur þetta í hug?“
Staðan nú er að sumu leyti svipuð.
Miklar kauphækkanir hafa þrýst á kostnað
fyrirtækja og ætla má að þau leiti nú leiða
til þess að koma þeim áfram út í verðlag.
Innlend verðbólga hefur verið á uppleið,
en vísitala neysluverðs hefur haldist niðri
vegna styrkingar krónunnar og lágs olíu-
verðs. Hið síðarnefnda gátu markaðsaðilar
trauðla séð fyrir. Niðurstaðan er samt sú að
Mynd 1: Veröbólguspár til 12 og 24 mánaða
bornar saman við raunverulega verðbólgu
Mynd 2: Spár um gengi til 12 og 24
mánaða bornar saman við gengi evru
spáin er lakari en ef menn hefðu einfald-
lega spáð óbreyttu ástandi.
Hvert stefnir verðbólgan?
A mynd 1 sést verðbólguspáin. Myndin
sýnir að allt tímabilið hafa markaðsaðilar
verið of svartsýnir, það er þeir hafa spáð
meiri verðbólgu en raunin hefur orðið. Tólf
mánaða spáin hefur verið nær lagi en sú
til tveggja ára, en hvorugar eru sérstaklega
góðar. Spámennirnir telja aldrei að mark-
mið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu
muni nást, en í raun hefur verðbólgan ver-
ið undir því markmiði frá 1. ársfjórðungi
2014.
framh. á bls. 4
1 Seðlabankinn notar spár : ^ íslendingar eru orkubændurj t J Draumurinn um A Lífskjör eru stjórnmála-
J[ markaðsaðila þegar hann :, y miklir, en margt getur j y J áhyggjulaust ævikvöld er "jj mönnum tamt orð. Það
ákveður vexti. Hann ætti að j breyst á skammri stundu í j tálsýn. Verst af öllu er að var áður algengara meðal
hætta því. þeim málum. hafa ekkert fyrir stafni. annarra predikara.
VÍSBENDING • 14. TBL. 2016 1