Vísbending


Vísbending - 14.04.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.04.2016, Blaðsíða 3
Því miður er þessi tækni ekki alveg komin yfir þröskulda einkaleyfasöfnunar, viðurkenningar opinberra eftirlitsstofn- ana og markaðsfærslu inn í fjöldafram- leiðslu. Fáein ár verða enn að líða áður en því marki er náð. Þjóðir heims geta ekki beðið þann tíma. Þannig upplýstu Bretar á Parísarráðstefnunni, að þeir myndu hætta að greiða sérstaklega niður umhverfisvæna orkugjafa aðra en vind- orku af hafi, en snúa sér þess í stað að kjarnorkunni. Þeir munu leggja áherslu á kjarnakljúfa sem geta brennt kjarnaelds- neytinu Þóríum, en einnig úraníum og plútóníum. Þessi tegund kjarnaofna not- ar orkuna í kjarnaeldsneytinu margfalt betur en algengustu núverandi kjarna- ofnar og aðeins þarf að geyma lítinn hluta af úrganginum í um 300 ár. Þessir kjarnaofnar verða einnig mun öruggari og hagkvæmari en nútíma kjarnorkuver. Með þessum biðleik, ef svo má orða það, hefjast þeir ekki aðeins fyrr handa við ráðstafanir gegn mengun lofthjúpsins, heldur leysa þeir um leið stóran hluta vandamálsins með allan þann geislavirka úrgang sem er í geymsl- um þeirra sem stendur. Hann verður einfaldlega notaður sem eldsneyti í hina nýju ofna. Bandaríkjamenn og Kínverjar vinna saman að sömu tækni. Hér skiptir einnig máli að hinn takmarkaði úrgang- ur frá þessum ofnum er ekki nothæfur til vopnagerðar. Viðbrögð stórþjóða vekja athygli Nýlega bárust fréttir frá Washington að Obama forseti íhugi að fresta útgáfu leyfa fyrir nýjum borunum á norðurslóð- um. Gangi þetta eftir, hefur forsetinn skipt um skoðun, en í fyrra gaf hann leyfi fyrir borunum á stórum svæðum meðfram Atlantshafsströndinni. Nokkr- ar vangaveltur hafa verið um undirliggj- andi ástæðu fyrir þessum sinnaskiptum forsetans. Kínverjar hafa fjárfest þjóða mest í orkukostum á borð við vind, sólarorku og nú síðast í umhverfisvænni kjarnorku. Fortune-tímaritið fjallaði um það á fýrri hluta árs 2015 að Bandaríkjamenn væru að aðstoða Kínverja við að smíða nýja tegund umhverfisvænna kjarnaofna sem brenna ættu kjarnaeldsneytinu Þóríum. Komandi forsetakosningar í Banda- ríkjunum geta haft áhrif á þessa þróun. Þannig er því spáð að ef Demókratar sigra í baráttunni um Hvíta húsið, muni sjö ára barátta olíurisanna fýrir því að leggja Keystone-olíuleiðsluna svo gott sem tapast. Verði Repúblikanar ofan á er JISBENDING líklegt að olíuiðnaðurinn sæki enn fastar á en áður að leggja þessa óralöngu leiðslu frá olíusöndunum Alberta-ríkis í Kanada niður til Illinois og Texas þar sem olíu- hreinsistöðvar skortir verkefni. Leiðslan er orðin hlutgerður andstæðingur í bar- áttu þeirra sem vilja þróa kaldan sam- runa til orkuvinnslu inn í framtíðina í samkeppni við olíuiðnaðinn bandaríska. Samstarf Kínverja og Industrial Heat LLC Nýjustu fréttir á þessu sviði bárust nú skömmu fyrir páska þegar tilkynnt var um samkomulag Kínverja og Industrial Heat LLC en það fyrirtæki er með bak- hjarla eins og Cherokee Partners sem er undir stjórn Tom Darden, fjárfestis. Fé- lög undir hans stjórn eru einmitt talin líklegust til þess að hefja fjöldafram- leiðslu á orkuframleiðslutækjum, byggð- um á köldum samruna. Allra augu beinast nú að tilraun Industrial Heat LLC sem hefur undan- farið ár keyrt samrunaofn sem framleið- ir 1 megawatt af hitaorku með köldum samruna. Búist er við því að Industrial Heat LLC gefi út endanlega rannsóknar- pappíra um verkefnið á næstu vikum. Segja má að orkugeirinn bíði í ofvæni eftir niðurstöðum, en þessi samrunaofn hefur þegar gengið í heilt ár án mengun- ar og það hefur verið gefið út að verðið á þessum orkugjafa sé langt fyrir neðan allt sem menn hafa séð hingað til. Industrial Heat LLC hefur þegar lýst vilja sínum til þess að hefja fjölda- framleiðslu á eftirmynd þessa ofns og samkvæmt fréttum frá þeim rignir inn pöntunum. Staðfestar pantanir liggja fyrir að andvirði þriggja milljarða banda- ríkjadala, að því gefnu að rannsóknir og niðurstöður af lokatilraun, sem nú er í gangi, verði með þeim hætti sem vænst er. Gangi þetta eftir, er talið víst að olíu- risar heimsins geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þessa þróun eða í það minnsta að hægja verulega á henni. I því samhengi hefur verið bent á að ekki þurfl mikið fjármagn til þess að varpa skugga efasemda og ótta fólks við það sem það þekkir ekki á eigin skinni. Svo virðist sem forsvarsmenn Industrial Heat LLC hafi áttað sig á þessari hættu að einhverju leyti og þess vegna ákveðið að semja við kfnversk yflrvöld sem mjög gjarnan vilja minnka mengun en árlega látast hundruð landsmanna af völdum kolareyks. Orkuþörf Kínverja vex gríðar- lega á sama tíma og mengunin þar verð- ur sífellt alvarlegri. Kínverjar munu því V ekki láta stjórnast af hagsmunum hinna ríku ólígarka, hvort sem þeir eru vest- rænir eða tilheyra gömlu Austur-Evrópu. Kínverjar hafa með samstarflnu ákveðið að standa í fararbroddi þessarar orku- byltingar og taka fagnandi nýjum ódýr- ari og mengunarlausum orkukosti þegar hann verður tilbúinn. Langtímaáhrif og breytingaskeið Áhrif hinnar nýju tækni á heiminn og orkukerfl hans verða ánægjuleg í fyll- ingu tímans. Menn sjá fyrir sér lokin á notkun jarðefnaeldsneytis, umverfi- svænni farartæki og vélar, einfaldari raforkukerfi án sjónmengandi há- spennumastra, hreinna loft og hreinna land. Með nægri, ódýrri orku verður einnig unnt að breyta eyðimörkum í gróðursæla reiti. En leiðin að þessari fallegu framtíðarmynd verður ekki endi- lega átakalaus. Fjármálafyrirtæki heims eiga miklar eignir og stór veð í orkufyr- irtækjum. Fjármálageirinn, með bank- ana í fararbroddi mun því þrýsta á um að hægt verði gengið um gleðinnar dyr í þessum efnum. Stjórnvöld á hverjum stað munu reyna að hafa stjórn á breytingunum svo ekki þurfi að afskrifa eignir orkugeirans of hratt og núverandi orkukerfi verði ekki látið drabbast niður á skjótan hátt. Almenningur mun hins vegar hvarvetna krefjast breytinga strax og vandséð er hvernig hægt er að rata hinn rétta með- alveg hvað það varðar. Fyrst í stað verður mikil fjárþörf í hinum nýja iðnaði, bæði til rannsókna og fjárfestinga í nýjum framleiðslu- fyrirtækjum. Tæknin verður því seld eins dýrt og samkeppnin við aðra orku leyfir og verð hennar mun vart lækka fyrr en jafnvægi kemst á framboð og eft- irspurn. Fjárfesting í nýjum hefðbundn- um orkumannvirkjum getur því orðið æði áhættusöm í upphafi þess breytinga- skeiðs sem í vændum er. Þjóðir heims þurfa ekki að óttast hinn nýja heim sem rís að loknum þess- um breytingum, en allar þurfa þær, þar á meðal ísland, að vanda sig til að komast klakklaust í gegnum breytingaskeiðið. Orkufyrirtæki í nágrannalöndum okk- ar eins og t.d. Vattenfall í Svíþjóð hafa þegar brugðist við þessari þróun með því að taka upp og tryggja langtíma orkusamninga sína við stórnotendur. Áhugavert að velta fyrir sér hvaða staða kemur upp á íslenskum orkumarkaði, ef svo heldur fram sem horfir, og til hvaða ráðstafana þarf að grípa hér á landi. Q VÍSBENDING • 1 4 . T B L . 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.