Vísbending - 22.04.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING
yikurit um viðskipti og efnahagsmál
22. apríl 2016
15 . tölublað
34. árgangur
ISSN 1021-8483
Stjórnendur bera mikla ábyrgð
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
í máli lífeyrissjóðsins Lífsverks
(áður Lífeyrissjóðs verkfræðinga)
gegn VIS og fyrrverandi stjórnarmönnum
og framkvæmdastjóra sjóðsins mun marka
tímamót á Islandi verði hann staðfestur í
Hæstarétti. I málinu er tekist á um mörg
mikilvæg atriði, en athygli hlýtur að vekja
ábyrgð stjórnarmanna og stjórnenda á
athöfnum sínum og sú fjárbyrði sem fylgir
„rangri“ ákvörðun. Stjórnarmenn og fram-
kvæmdastjóri eru dæmdir til að greiða 36
milljónir króna auk dráttarvaxta eða alls yfir
50 milljónir króna.
Að krækja í álagið
Málsatvik eru þau að vorið 2008 keypti
lífeyrissjóðurinn skuldabréf sem byggðist
á stöðu Kaupþings og Glitnis og skulda-
tryggingarálagi á bankana. I fundargerð
fjárfestingarráðs sjóðsins 3. mars 2008
kemur fram að rætt hafi verið um skulda-
bréf íslensku bankanna í erlendri mynt og
mögulegar leiðir við kaup á þeim svo og
möguleika á að „krækja í skuldatryggingará-
lagið sem [væri] enn hærra“.
Þann 4. mars 2008 kynnti afleiðu-
miðlun Landsbanka Islands hf. fram-
kvæmdastjóra, fjármálastjóra og stjórnarfor-
manni þann kost að fjárfesta í skuldabréfi
svissneska bankans UBS sem byggt væri á
skuldatryggingarálagi Glitnis og Kaupþings.
í glærukynningu um fjárfestinguna segir
meðal annars að þar sé um að ræða skulda-
bréf fyrir fjárfesta sem „trúa að skulda-
tryggingarálag eigi ekki eftir að hækka mik-
ið, eru tilbúnir að setja höfuðstólinn að veði
og sækjast eftir mikilli ávöxtun“.
Athygli vekur að stjórnarmenn virðast
hafa óttast þróun á erlendum mörkuðum
því „markmiðið var að draga úr áhættu í
ljósi mikillar óvissu um þróun á mörkuðum
og innleysa hagnað vegna veikingar íslensku
krónunnar.“
Þann 18. mars 2008 var samþykkt að
færa mest allt andvirði af sölu á erlendum
hlutabréfum yfir í íslenskrar krónur. Um
var að ræða um helming af erlendri hluta-
bréfaeign sjóðsins. Fyrir því voru færð þau
rök að innleysa þyrfti gengishagnað, draga
úr áhættu af erlendri hlutabréfaeign og að
ómögulegt væri að gera viðunandi fram-
virka samninga vegna erfiðleika á gjaldeyris-
markaði. Um 3.600 milljónir króna fengust
fyrir erlendu bréfin sem seld voru.
Samkvæmt þessu virðist stjórnin hafa
talið að krónan væri öruggari gjaldmiðill en
erlendar myntir. Niðurstaðan var sú að bréf
það sem Landsbankinn bauð var keypt.
Gróði og 'ap
I dómnum kemur fram að skuldabréfið hafi
boðið upp á hagstæð vaxtrkjör fyrir lífeyris-
sjóðinn eða jafngildi 25,7% nafnvöxtum á
útgáfudegi. Deilt var um það fyrir dómnum
hvort þetta hafi jafngilt „himinháum vöxt-
um“ sem hefðu átt að gera kaupanda ljóst
að áhættan var geysimikil. Greiddar voru
74 milljóna króna vextir af bréfinu eftir
einn ársfjórðung en fjárfestingin nam ein-
um milljarði króna.
í skilmálum bréfsins var innköllunar-
heimild við kveikjuatburð (e. Trigger event)
sem miðaði við að heimilt væri að innkalla
skuldabréfið og gera það upp, ef snemm-
búin innköllunarfjárhæð (e. Early Unwind
Amount) færi niður í eða undir 50% af
upphaflegu verði skuldabréfsins. Snemm-
búna innköllunarfjárhæðin var reiknuð
sem upphaflegur höfuðstóll að frádreginni
þeirri fjárhæð sem útgefandinn (UBS)
þyrfti að greiða mögulegum kaupanda
skuldatryggingar fyrir evruverð upphaflegs
höfuðstóls við lokun slíks samnings. Af því
leiddi að það hvort skilmálar skuldabréfsins
um innköllun yrðu virkir réðst af gengis-
þróun krónu og evru og verðþróun skulda-
tryggingasamninga á milli UBS og hugsan-
legs þriðja aðila.
Af þessum kveikjuatburði varð í lok
september 2008 þegar gengi krónunnar
hafði veikst mikið og skuldatryggingar-
álagið hækkað. Þá átti lífeyrissjóðurinn tvo
kosti. Hann gat sætt sig við uppgreiðslu á
láninu og hefði við það tapað 650 milljón-
um. Hins vegar gat hann fjárfest í nýju bréfi
og það varð ofan á.
Keypt var nýtt lánshæfistengt skuldabréf
UBS fyrir 1,6 milljarða króna til viðbót-
ar við fyrri fjárfestinguna (samtals um 2,6
milljarðar króna).
I greinargerð var farið yfir áhættu sem
fylgdi fjárfestingunni og tekið fram að
veðkall færi ekki fram nema Kaupþing og
Glitnir lentu í greiðslufalli, en kæmi sú
staða upp myndi sjóðurinn fá afhent hin
undirliggjandi skuldabréf í bönkunum og
gæti þá innheimt þau sjálfur.
Fram kom að meðlimir fjárfestingarráðs
gerðu sér fúlla grein fyrir því að fjárfestingin
væri á bilinu 8-9% af heildareignum sam-
tryggingardeildar. I fundargerð er tekið
fram að áhætta í bréfinu hafi verið að Glitn-
ir, Kaupþing eða UBS yrði gjaldþrota. Þá
er tekið fram að ríkið hafi yfirtekið Glitni,
sem þýddi í raun að áhætta sjóðsins vegna
Glitnis sé hverfandi. Eftir standi áhætta á
Kaupþingi og UBS. Markmiðið var að selja
bréfið þegar skuldatryggingarálagið lækki
og viðunandi verð fáist.
Bankarnir hrynja
Þegar bönkunum voru skipaðar skilanefnd-
ir í október 2008 innkallaði UBS lánshæfis-
tengdu skuldabréfin. Lífeyrissjóðurinn fékk
á móti afhent undirliggjandi skuldabréf
Kaupþings og Glitnis. Var þar um að ræða
tvö skuldabréf á hendur Kaupþingi annað
að nafnverði 9.200.000 evrur, en hitt að
nafnverði 300.000 evrur og eitt skuldabréf
á hendur Glitni að nafnverði 9.450.000
evrur. Sjálf lánshæfistengdu skuldabréf-
in voru því verðlaus, en lífeyrissjóðurinn
lýsti kröfum á hendur Kaupþingi og vegna
undirliggjandi skuldabréfa á bankana.
í dómnum er þess getið að „í október
2008 var þegar farið að fjalla um mögulegt
tap lífeyrissjóðanna í 38. tbl. tímaritsins
Vísbendingar og var þá þegar orðið ljóst að
stefnandi líkt og aðrir lífeyrissjóðir yrðu fyr-
ir verulegu fjárhagslegu tapi vegna fjármála-
kreppunnar og falls bankanna.“
Leið nú talsvert langur tími. Lífeyrissjóð-
urinn hafði verið með stjórnendatryggingu
hjá VIS fyrir allt að 500 milljónir króna í
hverjum tjónsatburði. I bréfum sjóðsins til
framh. á bls. 2
1 Lengi vel var litið á C\ Samkvæmt nýföllnum : O Verðgildi peninga byggir á j A Bandaríkjamenn eru
istjórnarsetu sem „bitling" dómi héraðsdóms geta : yj því að allir treysti því að á • loksins núna að setja reglur
sem gæfi af sér auðunninn slík aukastörf verið dýrt • bakvið þá séu raunveruleg j sem hvetja til varfærnari
pening. spaug. : verðmæti. bónuskerfa en áður.
VÍSBBNDING • 15.TB1. 2016 1