Vísbending


Vísbending - 22.04.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 22.04.2016, Blaðsíða 4
jramh. afbls. 3 rykfellur bara ofan í dimmum kjöllur- um. Helsti kosturinn við gullfót var að hann takmarkaði svigrúm til peninga- prentunar sem útilokaði óðaverðbólgu vegna þess að einhver seðlabankastjórinn missti sig við prentvélarnar. Annar kostur og reyndar um leið galli var að gullfótur stuðlaði að fastgengi gjaldmiðla. Gengið fór einfaldlega eftir gullinnihaldi hverrar myntar. Gullfætinum fylgdu hins vegar ekki síður ýmsir aðrir gallar og á endan- um var hann lagður af með öllu. Richard M. Nixon Bandaríkjaforseti á heiðurinn af því að taka síðustu myntina af gullfæti. Hans er þo fremur minnst fyrir annað. Rafræni námugröfturinn á sömuleið- is að korna .i veg fyrir að það sé hægt að búa til órakmarkað magn af tilteknum rafeyri fynr 'ralítið og grafa þannig und- an verðmætí hans. Það er út af fyrir sig skynsamlegr en veitir þó mjög takmark- aða tryggingu fyrir verðgildi rafeyris. Óstööugleiki Ostöðugt verðgildi er einmitt einn helsti Akkilesarhæll rafeyris. Jafnvel þótt hægt sé að stilla framleiðslu á nýjum rafeyri í hóf hefur framboðið og eftirspurnin á markaði reynst afar sveiflukennt og því um leið verðgildi rafeyris. Vandinn hér er m.a. sá að vegna þess hve rafeyrir er lítið notaður eru vörur og þjónusta almennt ekki verðlagðar í rafeyri, langtímasamn- ingar eru ekki gerðir í þessum myntum og launþegar gera t.d. ekki kjarasamn- inga í rafeyri. Á hverjum degi eru þús- undir ef ekki tugþúsundir vara verðlagð- ar í íslenskum krónum og í gildi eru alls konar samningar í krónum. I myntum sem notaðar eru á stærri svæðum á þetta enn frekar við. Þessi staða tryggir ekki verðgildi krónunnar en býr til ákveðna tregðu svo að verðgildi hennar getur mjög ólíklega t.d. breyst um mörg pró- sent á einum degi. A.m.k. ekki ef miðað er við kaupmátt hennar innanlands þar sem hún er almennt notuð. Gengi krón- unnar gagnvart öðrum myntum getur þó breyst svo hratt, jafnvel fallið eða hækkað um nokkur prósent á einum degi. Það sama á við um rafeyri, jafnvel enn frekar. Mynt eins og Bitcoin get- ur sveiflast verulega á stuttum tíma, mælt með gengi hennar gagnvart hefð- bundnum gjaldmiðlum. Þannig eru sveiflur í gengi Bitcoin gagnvart Banda- ríkjadal mun meiri en sveiflur gjaldmiðla þróaðra ríkja gagnvart dalnum. Daglegar sveiflur í gengi Bitcoin gagnvart dollar eru um fimm sinnum meiri en sveiflur Aörir sálmar Á hausinn á sterum í gengi evru, punds eða yens gagnvart dollar. Þetta þýðir í raun að Bitcoin er nánast ónothæfur gjaldmiðill nema sem millistig í greiðslumiðlun sem byrjar og endar í öðrum gjaldmiðlum á örstuttum tíma. Það er mjög óskynsamlegt að gera langtímasamninga í slíkri mynt eða taka stöðu í henni nema sem lið í hreinni spá- kaupmennsku. Þessi óstöðugleiki hamlar mjög vaxtarmöguleikum rafeyris eins og Bitcoin. Seölabankar eiga næsta leik Það er þó ekki þar með sagt að öll nótt sé úti. Það er vel hugsanlegt að annars konar rafeyrir eigi eftir að gegna stóru hlutverki í framtíðinni og nýta flesta kosti þess rafeyris sem nú þekkist. Það er nefnilega ekkert því til fyrirstöðu ið seðlabankar gefi út rafeyri sem byggd ur er á núverandi tilskipunarpeningum og nýti m.a. grunnkeðjutækni til að halda utan um hana. Það gæti gerbreytt greiðslumiðlun um heim allan og gert hana miklu hagkvæmari og öruggari en nú. Rafeyrir seðlabanka kallar ekki á neina sóun vegna námuvinnslu, hann er einfaldlega búinn til með einföldum og nánast kostnaðarlausum aðgerðum. Englandsbanki hefur sýnt þessum málum mikinn áhuga og ætlar að gefa út eigin rafeyri, RSCoin sem byggir á breska pundinu. Kínverski seðlabank- inn hefur viðrað svipaðar hugmyndir. Slíkur rafeyrir er líklega ekki mjög að skapi þeirra sem hafa litið á myntir eins og Bitcoin sem lið í því að sleppa und- an oki og eftirliti ríkisvaldsins en það er annað mál. Það væri kaldhæðni örlag- anna ef frumkvöðlarnir í þróun og notk- un rafeyris hafa á endanum bara rutt brautina fyrir nýjar leiðir til að sýsla með tilskipunarpeninga. Gangi þessar hugmyndir eftir gætu því ekki bara fylgt róttækar breytingar á greiðslumiðlun. Áhrifin gætu líka orðið mikil á innstæðukerfi og þar með inn- lánsstofnanir og starfsemi seðlabanka. Ein hugsanleg sviðsmynd er að í fram- tíðinni verði laust fé einstaklinga og fyr- irtækja að mestu rafeyrir sem stunduð verða viðskipti með án nokkurs teljandi kostnaðar og áhættu með snjallsímum eða -úrum eða jafnvel einhverjum öðr- um tæknilausnum. Grundvallartæknin er öll til staðar og verður bara betri með hverju árinu. Það eru í raun góðar líkur á því að næstu ár verði meiri og örari breytingar á fjármálakerfi heimsins vegna tækninýjunga en sést hafa áratugum saman. Q ví hefur verið haldið fram með sterk- um rökum að bónusar bankamanna hafi verið meginástæðan fyrir bankahrun- inu, ekki bara á Islandi heldur alls staðar í heiminum. Árið 2008, hrunárið sjálft, voru tæplega 50 starfsmenn íslenskra fjármálafyrirtækja með milli fjórar og 36 milljónir króna í mánaðarlaun. Bankarn- ir voru á hausnum og landið ein rjúkandi rúst. Samt voru starfsmennirnir á launum sem flestir íslendingar töldu himinhá. Bónusarnir virkuðu þannig að menn voru á sterum við að koma Islandi á kúpuna. Nú eru Bandaríkjamenn loks að setja reglur um að bónusgreiðslum banka- manna eigi að dreifa á mörg ár þangað til komið sé í ljós hvert virði viðskiptanna sem að baki bónusunum liggja sé raun- verulega. Jafnframt eru komin ákvæði um að endurkrefja megi um fjárhæðir sem hafi reynst „illa fengnar“ í einhverjum skilningi. Margir kunna að spyrja hvers vegna þetta hafi ekki löngu verið gert. Svarið er annars vegar að kerfið er þungt í vöfum og hins vegar að margir bankar hafa þegar sett slíkar reglur að eigin frumkvæði. Loks er þess að geta að enginn vildi verða fyrstur til þess að takmarka bónusana í samkeppnisumhverfi þar sem bestu starfs- mennirnir gátu fært sig til annarra sem ekki fylgdu slíkum varúðarreglum. Fjármálafyrirtæki kvarta enn yfir því að þau fái ekki að greiða þá bónusa sem þurfi til þess að halda starfsmönnum í vinnu hér á landi. Þetta eru vissulega sterk rök, ekki síst í ljósi þess hve mikil samkeppni var á alþjóðamörkuðum um þá afburða- menn sem misstu vinnuna í hruninu. Sýndarveruleiki Forsetinn heldur áfram að skýra fyrir heiminum hve stórkosdegir Islendingar séu. Á EVE Fanfest sagði hann: „Þakka ykkur kærlega, þið sem komuð alla leið til Islands erlendis frá til að vera með okkur. Þið gerið ykkur kannski ekki grein fyrir því hversu kraftmikil heimsókn ykkar er,“ sagði Ólafúr. Hann sagði ævintýri CCP hafa breytt því hvernig Islendingar hugsa að vissu leyti, áður höfðu íslendingar að- eins hugsað um sig í samhengi landsins en með tilkomu CCP hefðu íslendingar farið að segja sögur fyrir allan heiminn." You airítseen nothingyet! bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDINC • IS.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.