Vísbending - 22.04.2016, Blaðsíða 2
VíSBENDING
framh. afbls. 1
VIS næstu ár á eftir var talað um að ekki
væri vitneskja um neinn atburð sem undir
trygginguna myndi falla.
A fundi lífeyrissjóðsins árið 2010 má
segja að upp úr hafi soðið. Eftir að opn-
að var fyrir fyrirspurnir úr sal spurði einn
fundarmanna hvort sjóðnum væri heimilt
að selja skuldatryggingar. Var því svarað til
að svo væri, þar sem þær flokkuðust sem
framseljanleg verðbréf. Deilurnar snerust
ekki síst um það hvort um afleiðusamning
hefði verið að ræða sem óheimilt hefði verið
að kaupa. Stjórnin var svo sett af í septem-
ber sama ár.
Kröfur vegna skuldabréfanna á Glitni og
Kaupþing voru seldar í nóvember árið 2012
á um 760 milljónir króna. Hér var um að
ræða bréf sem keypt var á um 2.500 millj-
ónir.
I ag ist 2014 var fyrrverandi stjórn og
framkvæmdastjóra stefnt, sem og VIS sem
tryggingafélagi sjóðsins.
í góðri trú
Hinir stefndu, forráðamenn sjóðsins, gripu
að sjálfsögðu til varna og töldu að um raun-
verulegt skuldabréf hefði verið að ræða og
því fallið undir leyfilegar fjárfestingar. Þeir
segjast hafa byggt á vitneskju á þeim tíma
sem ákvarðanirnar voru teknar, en ekki í
ljósi þess hvernig atvik þróuðust. Ekki sé
hægt að gera ríkari kröfur til stjórnenda
einstaks lífeyrissjóðs um vitneskju en til
stjórnvalda, lánshæfismatsfyrirtækja og
upplýsinga í ársreikningum sem áritaðir séu
af trúnaðarmönnum hluthafa og opinber-
um sýslunarmönnum.
Reikningsuppgjör Glimis og Kaupþings
hafi gefið til kynna sterka stöðu. Opinber
álagspróf Fjármálaeftirlitsins bentu til þess að
bankarnir gætu staðist veruleg áföll og ráða-
menn töldu stöðu þeirra sterka eins og álit
Seðlabankans í maí 2008 hafi verið að fjár-
málakerfið væri í meginatriðum traust. Jafn-
framt hafi alþjóðleg lánshæfismatsfyrirtæki,
sem eru óháðir og alþjóðlegir sérfræðingar í
áhættumati, veitt bönkunum háar einkunn-
ir. Var lánshæfismatseinkunn þeirra yfir
meðallagi og sýndi takmarkaða áhættu.
Þessu til viðbótar kom fram á þessum
tíma að stjórnvöld höfðu fulla trú á rekstr-
arhæfi bæði Glitnis og Kaupþings þar
til yfir lauk. Stjórnvöld hafi litið á vanda
Glitnis banka sem tímabundinn og ákveðið
að kaupa 75% hlutafjár í bankanum þann
29. september 2008. Þar sem hlutafjárfjár-
festing er mun áhættumeiri en lánveiting
hefði slík ákvörðun ekki verið tekin ef
stjórnvöld töldu líkur á „lánshæfisatburði“
framundan. Þá hafði Seðlabankinn einnig
slíka trú á Kaupþingi banka að hann lánaði
félaginu 500 milljónir evra þann 6. október
2008, en slíkt lán hefði ekki verið veitt ef
Seðlabankinn taldi líkur á „lánshæfisat-
burði“ framundan.
Sjóðurinn vitnaði á móti til ummæla
úr skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka
lífeyrissjóða um viðskiptin þar sem fram
kom að nefndin teldi „mjög hæpið [...]
fyrir lífeyrissjóði að fjárfesta yfirhöfuð í
gerningum sem þessum, enda [hefðu] þeir
í sér fólgið ákveðið veðmál um hvernig
ákveðnum fyrinækjum sem eru utan skuld-
bindingarinnar sjálfrar reiðir af.“ Einnig var
vitnað til ummæla úr skýrslu nefndarinnar
um að ,,[á]hættumat stjórnar Lífeyrissjóðs
verkfræðinga sem samþykkti fjárfestinguna
[yrði] að teljast mjög vafasamr, að minnsta
kosti [ef] litið [væri] í baksýnisspegilinn.“
Um það var sem sé deilt hvort það sem
augljóst er eftirá hafi verið jafnljósi begar
ákvarðanirnar voru teknar.
Niðurstaöa
Af gögnum málsins má ráða að ein af helstu
ástæðum þess að stjórnarmenn og fram-
kvæmdastjóri réðust í gerð samningsins
hafi verið væntingar þeirra um að sjóðurinn
gæti hagnast á því að skuldatryggingarálag
Kaupþings og Glitnis hækkaði ekki frekar.
I fyrrnefndri fúndargerð fjárfestingarráðs 3.
mars 2008 eru ummælin um að „krækja í
skuldatryggingarálagið". I glærukynningu
afleiðumiðlunar Landsbanka Islands hf.
sem fram fór næsta dag og þar sem fram-
kvæmdastjóra, fjármálastjóra og stjórnarfor-
manni var kynntur sá kostur að fjárfesta í
skuldabréfi svissneska bankans UBS sem
byggt væri á skuldatryggingarálagi Glitnis
og Kaupþings, kom einnig fram um fjár-
festinguna að þar væri um að ræða skulda-
bréf fyrir fjárfesta sem „trúa að skulda-
tryggingarálag eigi ekki eftir að hækka
mikið, eru tilbúnir að setja höfuðstólinn að
veði og sækjast eftir mikilli ávöxtun."
Dómsorð var að tjónið næmi 353
milljónum króna vegna fyrra bréfsins og
626 milljónum króna vegna þess seinna.
Vegna þess að hámarksfjárhæð samkvæmt
tryggingasamningnum væri 500 milljónir
var ábyrgð VIS takmörkuð við þá fjárhæð.
Eftir standa 126 milljónir króna sem eru
ótryggð ábyrgð stjórnarmanna. Ofan á
þessar fjárhæðir bætast dráttarvextir sem
hækka fjárhæðina um 50%. Tekið var tillit
til þess að sjóðurinn jók tjón sitt með illa
tímasettri sölu krafna í slitabúin.
Ábyrgð stjórnenda
Fyrir einstaklinga eru 126 milljónir engin
smáupphæð. Stjórnarmennirnir höfðu
fengið samtals fjórar milljónir króna í laun
árið 2008 og framkvæmdastjórinn var með
990 þúsund krónur á mánuði og voru
meira en 250 starfsmenn fjármálafyrirtækja
með hærri laun skv. tekjublaði Frjálsrar
verslunar árið 2009. Ekki var því hægt að
segja að stjórnendurnir, sem stefnt var, hafi
verið hálaunamenn. Þeir höfðu engan fjár-
hagslegan ávinning eða persónulega hags-
muni af fjárfestingunni.
Dómarinn ákvað að stjórnendurnir
skyldu í sameiningu greiða 36 milljónir
króna auk dráttarvaxta, þannig að heildar-
fjárhæðin er yfir 50 milljónir króna eða
meira en átta milljónir króna á hvern þeirra.
í dómnum segir að síðari viðskiptin
þann 29. september 2008 hafi ekki haft
neitt annað hlutverk en að forða sjóðnum
frá yfirvofandi fjártjóni vegna fyrri fjár-
festingar í lánshæfistengdum skuldabréfum
UBS, gegn því að leggja meira af fjármun-
um sjóðsins undir um að ekki kæmi til
gjaldþrots, greiðslufalls eða fjárhagslegrar
endurskipulagningar Glitnis eða Kaup-
þings.
Einnig vakna spurningar um það hver
hafi verið ábyrgð stjórnenda Seðlabankans
sem með áformum sínum með yfirtöku
Glitnis gáfú til kynna að bankanum væri
við bjargandi.
Abyrgð stjórnenda lá ekki í því að hafa
ekki séð fyrir óorðna hluti heldur að taka
ákvarðanir um fjárfestingar sem eru í trássi
við settar lagareglur um fjárfestingar lífeyris-
sjóða eins og raunin er í þessu máli.
Skaðabótaábyrgðin nær hins vegar að
mati dómsins eingöngu til þess tjóns sem
með sanngirni má ædast til að stjórnar-
menn og framkvæmdastjóri gátu séð fyrir á
þeim tíma sem hún átti sér stað.
Mat dómsins á ábyrgð stjórnarmann
hefur greinilega verið huglæg. Stjórnar-
menn lögðu engin gögn um fjárhag sinn
fyrir dóminn. Hann gat því ekki vitað
hvaða fjárhæðir yrðu of þungbært að greiða
með tilliti til fjárhags þeirra. Niðurstaðan
var að þau skyldu greiða fyrrnefndar 36
milljónir króna auk dráttarvaxta.
Verði dómurinn staðfestur fyrir Hæsta-
rétti sýnir hann hve geysileg áhætta getur
fylgt því að setjast í stjórn eða taka við fram-
kvæmdastjórn í félagi eða sjóði. Jafnframt
ýtir hann undir það hve mikil ábyrgð fylgir
slíkum störfum. Niðurstaðan hlýtur að vera
sú að stjórnarmenn verði að verja miklum
tíma í störf sín, undirbúa ákvarðanir vel
og að sjálfsögðu að gæta þess að þær séu í
samræmi við lög og reglur. Jafnframt sýnir
dómurinn að laun stjórnarmanna og stjórn-
enda sem bera slíka ábyrgð þurfa að vera
mun hærri en víðast hvar hefúr verið og
loks að stjómendatryggingar þurfa að vera
nægilega háar til þess að þærgeti bætt tjón
af einstökum ákvörðunum. u
2 VÍSBENDING • ÍS.TBL. 2016