Vísbending


Vísbending - 22.04.2016, Qupperneq 3

Vísbending - 22.04.2016, Qupperneq 3
__________________yíSBENDING Rafeyrir og greiðslumiölun o Gylfi Magnússon dósent rátt fyrir yfirburðastöðu greiðslu- korta, debet og þó einkum kreditkorta, í greiðslumiðlun í smásölu um nánast heim allan eru veru- legar blikur á lofti vegna tækninýjunga. Greiðslukortin hafa hingað til fyrst og fremst keppt við reiðufé og gengið mjög vel í þeirri baráttu. Greiðslukortatækn- in er hins vegar að mörgu leyti gamal- dags og mjög dýr í samanburði við nýrri tækni. M.a. er gríðarlega kostnaðar- samt að takast á við alls konar svindl í greiðslukortakerfinu. Af þessum ástæð- um og vegna lítillar samkeppni hefur álagning verið himinhá og mikill hagn- aður myndast á ýmsum stöðum. Það greiða neytendur alltaf á endanum í hærra vöruverði. Kodak augnablik? Hættan, frá sjónarhóli þeirra sem nú reka greiðslukortakerfi, er hins vegar að staðan nú sé svipuð og hjá Kodak á tíunda áratugnum. Rótgróið fyrirtæki í yfirburðastöðu sem hafði skilað ævin- týralegum hagnaði áratugum saman sat eftir þegar heimurinn tileinkaði sér nýja tækni. Veltan og hagnaðurinn hvarf á ör- fáum árum og loks fýrirtækið sjálft. 1996 átti Kodak um tvo þriðju heimsmark- aðarins fyrir ftlmur og ljósmyndapappír og skilaði gríðarlegum hagnaði. Vöru- merkið var talið eitt það verðmætasta í heimi. Aratug síðar var fyrirtækið rústir einar og loks gjaldþrota 2012. Sótt er að greiðslukortakerfinu úr ýmsum áttum en tvær tækninýjungar skipta mestu. Önnur er snjallsímar sem eru þegar farnir að skipta töluverðu máli við greiðslumiðlun enda nú hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu með þeim víða, sérstaklega í Bandaríkjunum. Farsímaframleiðendur beita sér mjög fyrir þeirri þróun, m.a. Apple og Sam- sung, en einnig ætlar Google sér stórt hlutverk. Hin tækninýjungin er rafeyrir og þó einkum sú tækni sem hann byggir á sem oft er kenndur við ‘blockchain’ á ensku. Engin íslensk þýðing á þessu hugtaki hefur náð að festast í sessi en t.d. mætti tala um grunnkeðju, færslu- vað eða færsluvöndul. Hér verður talað um grunnkeðju. Hún er rafrænt bók- haldskerfi sem heldur utan um rafeyri, þ.e. allar færslur, hve mikið er til og hver á hvað. Tæknin á bak við þetta byggir á flókinni stærðfræði, sérstaklega dulkóðun. Grunnkeðjutæknin hefur reynst afar vel og hefur það í för með sér að hægt er að framselja rafeyri frá einum aðila til annars með hverfandi kostnaði og á mjög öruggan hátt. I því felst veruleg ógnun við annars konar greiðslumiðlun. Sáralítil notkun Veikleikar rafeyris eru hins vegar einnig ýmsir óg því hefur hann hvergi í heim- inum náð neinni verulegri útbreiðslu í þeim skilningi að hann sé mikið notað- ur til að greiða fýrir vörur og þjónustu. Venjulegir peningar, tilskipunarfé (e. fiat money), gegna miklu stærra hlut- verki. Þótt þeim sölustöðum fari fjölg- andi sem taka við greiðslu í rafeyri, t.d. Bitcoin, þá eru þeir enn sárafáir. Það er lykilvandi. Ef margir tækju við greiðslu í rafeyri þá væri góð ástæða fýrir þá sem ekki taka við rafeyri að skipta um skoðun. Þeir gætu þá treyst því að þeir gætu notað rafeyrinn sem þeir fá fýrir vörur sínar til að kaupa þær vörur og þá þjónustu sem þeir vilja. En ef fáir taka við rafeyri er ástæðulaust fýrir fleiri að gera það. Frá sjónarhóli leikjafræðinnar er þetta leikur með tvö jafnvægi, bæði stöðug. Annars vegar taka allir rafeyri sem greiðslu og hins vegar tekur enginn rafeyri sem greiðslu. Námagröftur er sóun Annar verulegur galli við rafeyri er sú aðferð sem er notuð til að búa hann til. Rafeyrir er búinn til með eins konar raf- rænum námagreftri þar sem stór tölvu- kerfi hamast við að leysa stærðfræðileg vandamál. Þegar þeim tekst það hafa þau búið til rafeyri. Hann er umbun námumannanna. Námumennirnir gegna líka lykilhlutverki við að halda utan um grunnkeðjuna. Gallinn við þetta er að hér er verið að nota dýrar tölvur og m.a. mikið rafmagn í útreikninga sem hafa engan sjálfstæðan tilgang. Það er hrein sóun. Þegar hefð- bundnir peningar eru búnir til, í seðla- bönkum eða öðrum bönkum, þarf ekk- ert siíkt. Það þarf að vísu pappír, blek og prentvélar til að prenta seðla og enn dýrara er að slá mynt en slíkir peningar eru einungis lítið brot af því sem telst peningar í nútíma bankakerfi. Megn- ið af íslenskum krónum er ekki seðlar og mynt heldur innstæður á alls konar reikningum, í reynd eiginlega rafeyrir þótt ekki sé byggt á grunnkeðjutækni. Vegna þess að seðlabanki getur búið til peninga verður til hjá honum svo- kallaður myntsláttuhagnaður. Hann get- ur verið umtalsverður og vegna þess að seðlabanki er í eigu ríkisins getur hann m.a. verið notaður til að greiða útgjöld þess. Það hefur auðvitað bæði kosti og galla. Helsti gallinn er vel þekktur, ríki sem misnota seðlabanka og myntsláttu- hagnað hans grafa undan gjaldmiðl'inum með miklum kostnaði fýrir notendur' hans. Þetta var m.a. verulegt vandamál a Islandi lengst af á 20. öld en er langt í frá séríslenskt fýrirbrigði. Píramítasvindl Vandinn hérna er í grunninn sá að öll nútíma peningakerfi eru í raun sam- bærileg við píramítasvindl eða Ponzi leik. Peningar hafa ekkert verðmæti í sjálfu sér. Verðmæti þeirra byggist bara á því að allir treysti því að aðrir telji þá verðmæta. Eg er tilbúinn að selja þér bók fýrir krónur af því að ég treysti því að einhver annar sé fús til að selja mér eitthvað annað, t.d. kjúkling, fýrir krón- ur. Eg er hins vegar ólíklega til í að selja neitt fýrir pening sem enginn annar hef- ur trú á. Þá get ég ekki keypt neitt fýrir peninginn. Á meðan traustið er til staðar getur peningakerfi hins vegar lifað, jafn- vel öldum saman. Peningaseðill er ekki ávísun á neitt. Seðlabankinn ábyrgist verðgildi hans ekki á nokkurn hátt. Það eina sem við vitum um þúsundkall er að við getum fengið tvo fimmhundruðkalla fýrir hann og notað hann til að borga skatta. Hinn rafræni námugröftur á rafeyri á sér hins vegar samsvörun í eldri pen- ingakerfum þar sem peningaseðlar voru ávísanir á góðmálma, oftast gull. Slík peningakerfi kröfðust sóunar, með alveg sama hætti og rafræni námugröfturinn. Gull var grafið úr jörðu með ærnum til- kostnaði til þess eins að vera aftur grafið í jörðu, í kjallarahvelfingum banka. Það var hrein sóun. Gullfóturinn sem pen- ingarnir stóðu á tryggði ekki á nokkurn hátt verðgildi peninga, batt það bara við verðgildi gulls, sem er í eðli sínu frekar gagnslítill málmur, sérstaklega ef hann framh. á bls. 4 VÍSBENDING -IS. TBL. 2016 3

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.