Vísbending


Vísbending - 03.05.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 03.05.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 3. maí 2016 16 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Staða aldraóra batnar Mynd 1: Þróun kaupmáttar lífeyris fráTR 1990-2016 Mynd 2: Þróun kaupmáttar lífeyris frá TR, lægstu launa og meðallauna 1990-2016 Ef litið er á umræður um kjör aldraðra undanfarin ár (og reynd- ar afár lengi) sést að rauði þráðurinn er sá að sífellt beri þeir skarðan hlut frá borði. I fyrravor voru laun hækkuð mik- ið hér á landi, sérstaklega lægstu laun. Margir töldu sjálfsagt að lífeyrir almanna- trygginga myndi hækka með samsvarandi hætti þegar í stað. Það gekk ekki eftir. Stjórnvöld vitnuðu til lagaákvæða um að hækka skuli lífeyri einu sinni á ári. Sjá mátti í fjölmiðlum upphrópanir eins og: „Mannréttindabrot“, „blekkingar“ „skandalP og „níðst á lífeyrisþegum". Lögin og framkvæmdin Ellilífeyrir frá Tryggingastofnun breytist árlega í samræmi við 69. gr. Almanna- tryggingalaga sem segir: „Bætur almanna- trygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Akvörðun þeirra skal taka mið af launaþró- un, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Hér er orðalag óljóst. Fyrri hlutinn er skýr um að lífeyrir hækki árlega, en hvaða launaþróun á að miða við? Meðallaun, lág- markslaun, jafnvel laun þingmanna eða ríkisstarfsmanna? Vísitala neysluverðs er líka skýrt viðmið. Það er því fyrst og fremst launaviðmiðunin sem er óljós. Eðlilegt er að skoða hvemig kaupmáttur lífeyris almannatrygginga hefur breyst til lengri tíma litið. Hér er miðað við lífeyri þess sem hefur aðeins tekjur frá 'Frygginga- stofnun. A mynd 1 sést hvernig hann hefur hækkað frá árinu 1990. Hann hefur farið hækkandi flest ár. Hann helst að vísu stöð- ugur árin eftir hrun, en fer svo hækkandi undanfarin tvö ár. Á tímabilinu hefur hann hækkað um 86% sem jafngildir 2,4% hækk- un á ári að meðaltali. Almennt er talið að lífskjör batni um nálægt 1,5% á ári sé miðað við kaupmátt eða tæplega 50% á 26 árum. Samanburður vid launaþróun A mynd 2 sést hvemig kaupmáttur ellilífeyris TR þióaðist á þessum árum miðað við lægstu laun annars vegar og meðallaun hins vegar. Þar sést að kaupmáttur lífeyris ffáTR hækkaði meira en kaupmáttur meðallauna, en nokkru minna en kaupmáttur Legsai launa. Til samanburðar var reiknað hvernig kaup- máttur hefði breyst á 20 ára tímabili hjá tveim- ur lífeyrissjóðum. I öðrum hafði kaupmáttur lífeyris einstaklings hækkað um 12% en í hinum um 5%. Meginreglan er sú að hjá almennum lífeyrissjóðum breytast greiðslur mánaðarlcga í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs. Utreikningarnir sýna að lífeyrir al mannatrygginga hefur hækkað mun meira en greiðslur frá lífeyrissjóðum. A bls. 3 er fjallað ítarlcgar um þróunina undanfarin ár og fyrirsjáanlegar breytingar. Q 1 Lífeyrismál eru í CJ Aflandsfélög einoka f\ Miklar breytingar eru A Fyrir nærri 40 árum J, brennidepli. Ef litið er á umræðuna þessa dagana. yj yfirvofandi á lífeyriskerfi • ^ hittust tveir menn á langtímaþróun hafa kjör Er aflandsfélag endilega landsmanna. Hvaða áhrif : kappræðufundi í Reykjavík, aldraðra batnað mikið. skattaskjól? hafa þær? báðir á fertugsaldri. VÍSBBNDING • 16. TBl. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.