Vísbending


Vísbending - 03.05.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 03.05.2016, Blaðsíða 4
ISBENDING framh. afbls. 3 Mynd 3: Meðaltekjur á ári frá TR og lífeyrissjóðum 1992-2014 3,000,000 1,000,000 500,000 0 (\rO<JU3U3NCOC!Or,r'jrt»Jl/!li)r'OOCnoHíNf,r'>7 O'. oicncrícno5cncio0o0o0000OHHHHrí cr. cncnaicnCTicicnoooooocoooooooo riHrtHHr<rlHr\!NfNÍNr'|OIIN'NtNNrMOIf\OirN ■Einhleypir •í hjúsk,. Myndin sýnir samanlagðar greiðslur jrá TR og lífeyrissjóðum á verðlagi ársins 2014. Heimild: og útreikningar Vísbendingar. Mynd 4: Lífeyristekjur á ári. Meðaltöl 2014 eftir aldri rsk.ii Aörir sálmar Tollvörugeymslan Framtíðin Breytingar eru framundan á lífeyris- kerfi landsmanna. Boðað er frumvarp til almannatrygginga sem breytir upp- byggingu greiðslna til ellilífeyrisþega, þannig að skerðingar vegna annarra tekna verða minni en nú er. Jafnframt verður kerfið einfaldað mjög frá því sem nú er. Þetta veldur kostnaðarauka sem mætt verður að hluta með því að hækka lífeyrisaldur í áföngum úr 67 í 70 ár. Jafnframt hefur verið samið um það á almennum vinnumarkaði að iðgjöld til lífeyrissjóða hækki á næstu árum úr 12% í 15,5%. Þetta veldur því að greiði menn slík iðgjöld alla sína starfsævi má áætla að lífeyrir lífeyrissjóða aukist úr 56% í lið- lega 72% af meðaltekjum. Ofan á þetta kemur lífeyrir almannatrygginga hjá þeim tekjulægstu. Miðað við núverandi skattkerfi verður hlutfall ráðstöfunartekna á ellilífeyrisaldri af meðallaunum enn hærra. Þetta vek- ur aftur upp spurningar um hve miklar tekjur séu nauðsynlegar á ellilífeyrisaldri. Jafnvel þó að gert sé ráð fyrir lífstíls- breytingum er ljóst að margir ellilífeyris- þegar munu spara, sem bendir til þess að fullmikið hafi verið lagt fyrir. Þarna þarf að finna rétta niðurstöðu, þannig að ungt fólk sem þarf að leggja í fjárfestingar í íbúðarhúsnæði geti greitt þær af venjuleg- um sparnaði. Búast má við því að á næst- unni komi fram nýjar útfærslur á því kerfi þar sem verja má hluta séreignasparnaðar til íbúðakaupa. 0 IVísi kom skemmtileg frétt í nóvem- ber árið 1979 þegar sagt er frá kapp- ræðufundi ungra manna úr Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðubandalaginu: „Olajur Ragnar Grímsson er eins og tollvörugeymsla fyrir pólitískar skoðanir, sem hann leysir út eftir því sem hann skiptir um flokka“, sagði Davíð Oddson borgarfulltrúi meðal annars á kapprœðu- fundinum í Sigtúni í gœr. ... Rœðumenn frá Sjálfstœðisflokki: Friðrik Sophusson, Jón Magnússon, Haraldur Blöndal og Davíð Oddson, en Alþýðubandalaginu Svavar Gestsson, Guðrún Agústsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Sigurður Tómasson. Auk persónulegs hnútukasts á báða bóga, snerust ummður um stefnu Sjálfitœðisflokksins og stefhuleysi Alþýðu- bandalagsins. Sjálfitœðismönnum varð tíðratt um það síðarnefnda og kváð- ust auglýsa eftir stefnu andstœðinganna. Aheyrendur tóku þátt í þessu og þegar míkrófónninn sýndi af sér einhvern las- leika og menn spurðu hvar Sigmar, um- sjónarmaður hússins vœri, var kallað utan úr sal: „Hann er að leita að stefnu Alþýðu- bandalagsins. “... Hermálið var á dagskrá og gáfu Sjálf- stœðismenn lítið fyrir staðfestu Alþýðu- bandalagsins í því máli og bentu á, að þeir hefðu aldrei gert neitt íþví, þegar þeir hefðu verið í aðstöðu til þess. Svavar vildi ekki una þessu og talaði af miklum hita um undirskriftasöfhun Varins lands, og kallaði síðan til samherja sinna i salnum „Félagar! Island úr Nató, herinn burt!“ og klappaði. Þeir hlýddu kallinu og tóku undir. „Eftir svona Billy Graham tilburði er við hœfi að segja „Amen “ sagði Davíð Oddsson sem sté nast í pontu. “ ... Alþýðubandalagsmönnum var tíðr&tt um lögfmðingana í Sjálfitœðisflokknum, en Friðrik Sophusson benti á að meðal þing- manna Alþýðubandalagsins, sem kenndi sig við verkalýðinn vari einn einasti mað- ur, sem steeði undir því og það vœri Eðvarð Sigurðsson. Rakti hann síðan menntun og störfframbjóðenda flokksins og benti á að þeir veeru Jlestir úr kennarastétt. Auk þess væru tveir menn í miklum metum hjá Alþýðubandalaginu, sem báðir hefðu verið lögfrœðingar, Fidel Castro og Lenín! Ekki var sagt frá málflutningi tollvörugeymslunnar í fréttinni. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án íeyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • I6.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.