Vísbending


Vísbending - 03.05.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 03.05.2016, Blaðsíða 2
ÍSBENDING Auður í felum r Islendingar hafa um árabil átt peninga erlendis. Á söguöld áttu margir kröfur í Noregi og víðar. Egill Skallagríms- son hefur af mörgum verið talinn ágjarn- astur fslendinga frá upphafi vega, en það var áður en útrásarvíkingarnir hinir síðari komu til. Þeir feðgar, Egill og Skallagrím- ur, töldu þó báðir eðlilegt að þeirra auður hyrfi með þeim og földu báðir silfur sitt svo vel að aldrei hefur fundist síðar. Þó að Egill elti grátt silfur við konunga, var hann þó ekki að fela auðævi sín fyrir skatta- heimtumönnum heldur vildi hann ekki að neinn nyti þeirra, ef ekki hann sjálfur, fyrst honum leyfðist ekki að dreifa þeim á Al- þingi og heyra vopnaglamur í síðasta sinn. Eign á aílandi Að undanförnu hafa aflandsfélög ver- ið í brennidepli eftir mikla leka af skjölum að nærri stappar flóðbylgju. í upplýsingaflóðinu veitist mörgum erfitt að greina á milli eðlis einstakra mála. Jafnframt gleymist að ekki er ólöglegt að eiga slík félög, en hins vegar er skylt að telja þau fram. Umtalið um aflandsfélögin sýnir hve ábyrgðarlaust tal stjórnmálamanna getur afvegaleitt umræðuna. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar láta eins og það eitt og sér að hafa átt félag í aflandi sé glæpur sem aldrei fyrnist. Árni Páll Árnason sagði í umræðum á Alþingi um vantraust á ríkis- stjórnina: „Ef menn halda fé í skattaskjóli eru þeir að taka fé úr vinnu hér á landi og koma sér undan nauðsynlegu gagnsæi. Það fé skapar þá ekki hér störf og verðmæti og stendur ekki undir brýnum velferðarverk- efnum eins og endurreisn Landspítalans. Við höfum í glímunni við eftirleik hruns- ins óskað sérstaklega eftir að þeir sem eigi eignir í údöndum komi með þær heim, tíl að styðja við endurreisn Islands. Vegna alls þessa eru eignarhald og við- skipti í skattaskjólsfélagi ósamrýmanleg stjórnmálaþátttöku. Þess vegna er skipan ríkisstjórnarinnar í dag óásættanleg.“ Þessi orð Árna Páls hljóta að leiða hugann að því hvort aflandsfélög séu samheiti við skattaskjól. Fyrrverandi for- sætisráðherra hefur haldið því fram og það ekki hrakið, að kona hans hafi talið fram allar eignir í aflandsfélagi sínu. Það sem einkum varð honum að falli var að hann reyndi að láta líta svo út að félag- ið Wintris væri honum óviðkomandi og sagði ekki satt frá í frægu sjónvarpsviðtali. Auk þess hafði hann lýst því yfir að enginn gjaldmiðill jafnaðist á við verðtryggða krónu, sem var þó ekki nægilega góð fyrir fjölskylduauðinn. Þegar orð Árna Páls féllu var forsætisráðherrann hins vegar búinn að segja af sér en eftir sátu tveir ráðherrar sem höfðu átt hlut í aflandsfélagi, annað sem aldrei hafði verið notað, en hitt afskráð fyrir allmörgum árum. Til hvers á aflandi? Hjá Árna Páli kom fram það sjónarmið að fé í aflandsfélögum væri betur komið á Is- landi þar sem það nýttist við margs konar uppbyggingu. Þetta sjónarmið á þá auðvit- að við um öll félög fslendinga erlendis, til dærnis f|ármuni lífeyrissjóðanna, en flestir eru sammála um að það hafi einmitt hjálp- að sjóðfélögum þeirra að fjármunir voru ekki allir geymdir á íslandi. Þetta virðast því ekki góð rök. Indriði H. Þorláksson hefur fjallað um skattaskjól og aflandsfélög. Hann segir m.a.: „Stofnun félags í skattaskjóli hefur í för með sér fyrirhöfn og kostnað. ... Hag- ræði af skattaskjólsfélagi felst í því sem að- greinir það frá félögum utan aflandssvæða en það er eins og áður segir einkum þrennt. Skattleysi, leynd og ógagnsæi. Þar að auki má nefna það hagræði sem felst í því að vera laus undan ýmsum reglum sem gilda myndu um félagið og starfsemi þess væri það í heimalandi eigandans.“ Indriði heldur áfram: „Skattalegt hag- ræði felst í því að skattaskjólin leggja ekki á neinn eða mjög lágan tekjuskatt. Næsta auðvelt er að beina tekjum sem myndast í öðrum löndum í skattaskjólsfélag. Félagið getur verið eigandi hlutabréfa í fyrirtækj- um í öðrum löndum og fengið frá þeim arð eða söluhagnað við sölu bréfanna, það getur lánað fyrirtækjum í öðrum löndum fé og fengið af því vexti.“ Með öðrum orð- um geta slík félög verið notuð til þess að fela tekjur, jafnvel þó að sagt sé frá þeim á skattskýrslum. Það var þó ekki ólöglegt til ársins 2009: „Fram til ársins 2009 hélst skattíeysi íslenskra félaga í skattaskjólum svo lengi sem tekjunum var er haldið inn í félaginu. Við þessu var ekkert að gera frá lagalegu sjónarmiði og engin skattalög voru brotin ef rétt var staðið að öllu.“ Ind- riði heldur svo áfram og sýnir fram á að samt sé hægt að nýta félögin til skattaundanskota, en flest af því sem hann nefnir virðist krefjast einbeitts brotavilja. Nú hafa skattyfirvöld ýmis úrræði, t.d. er í reglugerð kveðið á um að með fram- tali eigenda félags í skattaskjóli skuli fylgja upplýsingar um eignarhald á félaginu, árs- reikningar þess og ítarleg greinargerð um tekjur þess og eignir. Laumuspil Hugsanlegt er að það komi sér illa fyrir einhvern að auglýst sé að hann eigi félag með miklum eignum, jafnvel þó að það sé ekki ólöglegt. Því getur leyndin ein og sér verið næg ástæða fyrir félagi á slíku svæði. Svo tekið sé óskylt dæmi þá er það ekki ólöglegt að stjórnmálamaður eigi sér viðhald, en honum kann að þykja það afar óþægilegt að fjallað sé um slíkt opin- berlega. Stjórnmálaforingi umhverfis- sinna vill kannski síður að það fyéttist að hann eigi hlut í olíufélagi. Auk þess getur leynd á eignarhaldi falið hugsanlega hagsmunaárekstra. Sumir vilja ganga svo langt að banna stjórnmálamönnum að eiga nokkurs konar hlutabréf, en slíkt væri auðvitað skerðing á mannréttindum. Hin sjálfsagða krafa er hins vegar að hann segi frá öllum þeim tengslum sem hann hefúr við fyrirtæki eða samtök, hvort sem líklegt er að þau skipti máli eða ekki. I Bandaríkjunum og kannski víðar nota stjórnmálamenn þá aðferð að stofna það sem á ensku nefnist blind trust eða sjóð utan um eignir sínar og setja þeim óháða stjórn meðan þeir sitja í embætti. Sekur uns sekt er afsönnuó Auk þeirra dæma sem þegar hafa verið nefnd um stjórnmálamenn og maka þeirra hefur nýlega komið upp að maki forseta Islands hafi átt eignir í slíkum félögum. Auðvitað felst í því viss trúnaðarbrestur að forsetinn hafi lýst því yfir að engin slík fé- lög væru til, en ber það nú fyrir sig að hann hafi talað án þess að vita nokkuð um málið. Því hefur verið velt upp hvort þær eign- ir hafi verið taldar fram á íslandi eða hvort þær hafi yfirhöfuð verið framtalsskyldar. Má minna á að þegar forsetafrúin flutti lögheimili sitt úr landi var það gert með vísan til tekjuskattslaga. Um mál af þessu tagi sem snertir þjóðhöfðingjann er auð- vitað mikilvægt að ekki ríki neinn vafi um skattskil. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr er ófært að nokkur skuggi af þessu tagi falli á forsetaembættið. Einfald- ast er að afgreiða málið með því að forseti óski eftir því að skattrannsóknarstjóri fari yfir skattskilin, hann fái allar nauðsynlegar upplýsingar og geti þannig hreinsað út þetta óþægilega mál fyrir þjóðina. Ö 2 VÍSBENDING • 16.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.