Vísbending


Vísbending - 17.05.2016, Qupperneq 2

Vísbending - 17.05.2016, Qupperneq 2
Eitt af þeim nýyrðum sem hafa verið mest áberandi í viðskipta- heiminum undanfarin ár er fin- tech. Það er stytting á finanáal technology sem þýða mætti sem fármálatœkni. Hér verður notuð enn styttri þýðing, fár- tœkni. Margir eru mjög uppveðraðir yfir fjártækni og líta svo á að hún muni ger- breyta a.m.k. fjármálakerfinu, ef ekki öllu hagkerfinu. Lætin vegna fjártækni nú eru raun- ar nokkuð kúnstug í ljósi þess að fjár- málageirinn hefur auðvitað alltaf notað alls konar tækni. Stór fjármálafyrirtæki voru meðal fyrstu notenda ýmiss konar skýrsluvéla, forvera tölva, og fljótlega eftir að tölvur komu til sögunnar varð fjármálageirinn umsvifamikill notandi þeirra. Langt er síðan fjármálageirinn varð stærsti kaupandi tölvuþjónustu í heiminum. Hefur verið lauslega áætl- að að á hverju ári verji fjármálafyrirtæki um 200 milljörðum Bandaríkjadala í að kaupa og reka tölvukerfi. Samskiptatækni og samfélagsmiðlar Þeir sem einkum fjalla um fjártækni horfa þó ekki fyrst og fremst á þau út- gjöld og það sem fæst fyrir þau. Þeir eru spenntari fyrir ýmsum möguleikum sem framfarir í tölvu- og samskiptatækni, samfélagsmiðlar og fleira búa til fyrir nýja aðila, sem bjóða allt aðrar lausnir en rótgróin fjármálafyrirtæki hafa gert til þessa. I fyrri Vísbendingargrein var fjallað um hugsanlegar breytingar á greiðslu- miðlun (Rafeyrir og greiSslumiðlun, 22. apríl), sem gætu orðið mjög róttækar, en fjártækni ógnar hefðbundnum fjármála- fyrirtækjum á mun fleiri sviðum. I grunninn eru öll fjármálafyrirtæki milliliðir. Einfaldasta tegund af banka tekur við innlánum frá mörgum og lánar féð áfram til annarra. Hann er því milli- liður milli þeirra sem vilja spara og þeirra sem vilja taka lán. Nútíma fjármálafyrir- tæki eru vitaskuld miklu flóknari en þetta og afurðir þeirra ekki síður flóknar. Engu að síður eru þau alltaf milliliðir. Þau fást við að taka eða búa til peningalegar eign- ir, geyma þær, umbreyta eða færa á milli aðila með einum eða öðrum hætti. Nán- Fjártækni ast allt gerist það rafrænt og tækninni við það fleygir fram. Tækninýjungar snú- ast nú orðið ekki um tölvuútreikninga heldur miklu frekar um þætti eins og fjarskipti, samskipti, notendaviðmót og upplifun. Milliliðalaust Margar af þeim tækninýjungum sem falla undir fjártækni snúast beinlínis um að tengja saman aðila án milliliðar, eða a.m.k. með miklu ódýrari millilið en tíðkast hefur til þessa. Gott dæmi er það sem enskumælandi kalla peer-to- -peer (eða P2P) lánveitingar, sem þýða má sem jafningjalán. Það er einfaldlega rafrænn markaður þar sem saman koma annars vegar þeir sem vilja ávaxta sitt fé og hins vegar þeir sem þurfa lán. Slíkir markaðir hafa sprottið upp í fjölmörg- um löndum og þótt heildarupphæðirnar sem þeir velta séu enn afar lágar í saman- burði við lánastarfsemi hefðbundinna fjármálafýrirtækja þá eru stærstu mark- aðirnir farnir að skipta einhverju máli og vaxa hratt. Sem dæmi má nefna Zopa í Bretlandi sem hefur á tíu árum lánað meira en milljarð punda. LendingClub í Bandaríkjunum er enn stærri. Hvergi skipta þó slíkir markaðir meira máli en í Kína, þar hefur verið áætlað að um 2.000 markaðir fyrir jafningja- lán séu starfræktir. Margar fjártækni- lausnir henta raunar ef eitthvað er betur í þróunarríkjum, eins og Kína, þar sem hefðbundnir bankainnviðir eru veik- ir, fá útibú og hraðbankar, og stór hluti þjóðarinnar ekki með bankareikning. Þar er fljótlegra og einfaldara að byggja upp fjármálakerfi með fjártæknilausnum og netbönkum sem reiða sig mjög á farsíma en með því að líkja eftir hinum dýru kerfum Vesturlanda. Sem dæmi um þetta má nefna M-Pesa í Kenía sem hefur náð að byggja upp mjög skilvirkt greiðslumiðlunar- og innstæðukerfi sem byggði upphaflega á einföldum farsímum og SMS skeytum. Kerfið er nú einnig notað í allmörgum öðrum þróunarlöndum. Svipuð tækni býðst auðvitað á Vesturlöndum en hefur ekki haft sömu áhrif og í Kenía af því að ýmsir aðrir kostir eru þar einnig í boði. I Svíþjóð er Swish mikið notað smáforrit (app) fyrir farsíma sem notað er til að færa lágar upphæðir á milli einstaklinga, eða jafnvel í viðskiptum í búðum, svipað og Aur eða Kass á Islandi. I Danmörku býður MobilePay sambærilega þjónustu. Líklega verður sá tími sem farsímahulstur eru notuð til að geyma greiðslukort stuttur. Síminn mun einfaldlega taka við hlutverki kortanna. Auk jafningjalánanna hafa sprottið upp markaðir þar sem fyrirtæki sækja lánsfé til einstaklinga, peer-to-business. Þeir markaðir hafa einkum höfðað til smáfyrirtækja sem geta ekki sótt fé á verðbréfamarkaði og fá oft slæm lánskjör í bönkum. Hópfj ár mögnun Markaðir sem fást við að safna fé frá mörgum til að styðja við ýmiss konar ver- kefni, crowdfunding, eða hópjjármögnun eru nokkuð annars eðlis. Þá leggja margir fram lágar upphæðir vegna þess að þeir vilja að einhver tiltekin hugmynd verði að veruleika en gera sér engar vonir um að fá féð til baka. Karolina Fund, sem starfar á Islandi, er ágætt dæmi um þetta. Fjölmörg sambærileg fyrirtæki starfa er- lendis, má t.d. nefna Kickstarter. Þá þekkjast einnig markaðir þar sem safnað er hlutafé frá mörgum (e. equity crowdfundinf), raunar með sama hætti og tíðkast með skráð hlutafélög nema að upphæðin sem hver leggur fram get- ur verið mjög lág. Það flækir þó mjög rekstur slíkra markaða að sala hlutafjár til almennings er yfirleitt takmörkuð með regluverki sem miðast við félög sem skráð eru í kauphöll og hentar ekki smá- fyrirtækjum. Tæknin, m.a. samskiptamiðlar, ger- ir það kleift að reka markaði eins og Karolina Fund með lágri yfirbyggingu (þóknun þeirra vegna fjársafnana er þó 6,3% af söfnuðu fé) en hugmyndin er auðvitað ekki ný. A 19. öld var íslenska samvinnuhreyfingin fjármögnuð með svipuðum hætti. Ógn viö þá sem fyrir eru Hættan frá sjónarhóli þeirra sem fyrir eru á fjármálamörkuðum er að ný fýrir- tæki og ný tækni svipti þá viðskipt- um og keyri niður álagningu í harðri samkeppni. Sú hætta er augljóslega mest þar sem núverandi viðskiptahættir einkennast af lítilli samkeppni og hárri álagningu eða kostnaði. Þetta á að ýmsu leyti við um greiðslumiðlun. Sérstaklega á þetta við um greiðslumiðlun á milli landa sem kallar á gjaldeyrisviðskipti. Einstaklingar fá almennt afar óhagstætt 2 VÍSBENDING • 17.TBL. 2016

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.