Vísbending - 17.05.2016, Blaðsíða 4
Aórir sálmar
framh. afbls. 1
Ætla má að úrsögn leiði til frek-
ari veikingar pundsins og mun því til
skemmri tíma hafa áhrif á lífskjör al-
mennings í Bretlandi, en á sama tíma
batnar samkeppnishæfni breskra fyrir-
tækja í framleiðslu og verslun. Verðbólga
gæti þó farið upp fyrir 2,0% markmiðið
ef gengið fellur miklu meira en orðið er.
Bankastjórinn tekur
í sama streng
Mark Carney sem sfyrir seðlabankanum
Bank ofEngland var á svipaðri línu. Hann
taldi úrsögn leiða til verðbólgu, atvinnu-
leysis og lækkandi gengis pundsins. Bank-
inn myndi þá lenda í þeirri erftðu stöðu
að þurfa að velja á milli lágra vaxta áfram
til þ ess að örva hagvöxt eða hækka þá til
þess að sporna við verðbólgu. Hærri vextir
myndu svo leiða til þess að verð á húsnæði
félli. Neikvæðar fréttir úr hagkerfmu væru
líklegar til þess að hafa sömu áhrif. Neyt-
endur héldu að sér höndum og eftirspurn
minnkaði.
Norman Lamont sem var fjármála-
ráðherra í stjórn Johns Majors átaldi
seðlabankastjórann. Hann ætti ekki að
taka afstöðu og bæri mikla ábyrgð ef spá-
dómur hans rættist. Lamont var einmitt
fjármálaráðherra þegar Bretar gengu úr
evrópska myntsambandinu og er nú í
hópi þeirra sem telur að Bretar eigi gríðar-
lega möguleika utan sambandsins. Þeir
geti „staðið á eigin fótum eins og öll önn-
ur nútímaleg, sjálfstæð ríki.“ Hann telur
þá 27 ríki Evrópusambandsins væntanlega
ekki með í hópi nútímalegra, sjálfstæðra
ríkja.
Úrsögn þýöir kannski
I kosningabaráttu af þessu tagi hættir
andstæðum fylkingum til þess að draga
upp svarta mynd af ástandinu ef þeirra
málsstaður tapar. Spurt er: Viltþú að Bret-
land haldi áfram í Evrópusambandinu eða
gangi úrþví? Líklegast er að verði þeir sem
vilja vera inni ofan á þýði það að úrsögn
verði tekin út af borðinu í tuttugu ár eða
svo. Þau úrslit draga ótvírætt úr óvissu og
eru líkleg til þess að ýta undir stöðugleika.
Erfiðara er að segja til um hvaða áhrif
úrsögn hefur. Líklegt er að til skemmri
tíma verði áhrifin mikil. Cameron þarf þá
væntanlega að fara frá og ekki ólíklegt að
Boris Johnson taki við. Sjálfstæðiskröfur
Skota gætu orðið háværari og atkvæða-
greiðsla um aðskilnað frá Englandi yrði
væntanlega endurtekin.
Einhvern veginn þarf þó að ákveða
hvert samband Breta við Evrópusam-
bandið verður. Þeir munu eflaust ekki
afnema allar reglugerðir og lög á einu
bretti og hætt er við að mörgum þeim
sem styðja úrsögn fmnist lítið til „frelsis-
ins“ koma. Ekki er útilokað að Johnson
taki upp nýjar aðildarviðræður þar sem
frekari kröfur um undanþágur koma
fram.
Muni Bretar hins vegar endanlega
slíta böndin við aðrar Evrópusambands-
þjóðir er líklegt að áhrifin veri mest
á fjármálaheiminn. Miðstöð fjármála
í Evrópu mun færast frá London til
Frankfurt og mörg fyrirtæki færa höfuð-
stöðvar sínar væntanlega þangað. Þannig
gæti úrsögnin orðið til þess að styrkja
stöðu Þjóðverja innan sambandsins enn
frekar. Q
Reductio ad Hitlerum
r
forsíðu er vikið að Leo Strauss og
orðum hans um að umræðan sé
búin þegar einhver nefnir Hitler
til sögunnar. Fleiri hafa tekið undir þessi
orð og til er lögmál sem kennt er við lög-
fræðinginn Mike Goodwin, sem segir
það sama. Nú síðast var það Boris John-
son sem beitti þessu útspili, en árið 1992
hafði Steingrímur Hermannsson, fyrrver-
andi forsætisráðherra Islands, sagt, að nú
væri þannig komið fyrir Evrópubanda-
laginu, að Þýskaland hafi tekið þar öll
völd og reyndar séu Þjóðverjar þar með
að ná settu marki Hitlers.
Hugmyndin með því að bera einhvern
saman við Hitler er að þar með sé hægt
að afgreiða andstæðinginn sem slíkt ill-
menni að hans málstaður hljóti að vera
slæmur. Einhvern tíma var það borið á
Bjarna heitinn Benediktsson í Tímanum,
málgagni Framsóknarflokksins, að hann
hefði hrifist af Hitler meðan hann var
við nám í Berlín. Pólitískur andstæðing-
ur Bjarna sem hafði verið í Berlín á sama
tíma og hann (upp úr 1930) sagði að
þetta væri af og frá. Þvert á móti hefði
Bjarni sagt að Hitler minnti sig á fram-
sóknarmenn.
Stundum hefur „rökfræðinni" verið
beitt með undarlegri hætti, þannig að
allt sem Hitler var sé vont. Til dæmis
leiði setningin: Hitler var grænmetisœta
til niðurstöðunnar: Grœnmetisœtur eru
nasistar. Ö
Langt út fyrir
flokkslínur
Nú er slagurinn um forsetaembættið
hafinn: „Þegar er komið í ljós, að
þessar forsetakosningar munu verða
mjög persónulegar. Sá endalausi sögu-
burður, gróusögur og rógburður um
báða frambjóðendur, sem hófst þegar
eftir framboðstilkynningu Y, sýnir glögg-
lega, að forsetakosningar eru ásamt
prestskosningum einhverjar ógeðfelld-
ustu kosningar, sem háðar eru hér á
landi. Islendingar virðast hafa sérstaka
ánægju af ómerkilegum söguburði um
þá, sem í sviðsljósinu eru hverju sinni, og
forsetaefnin munu ekki fara varhluta af
þeim sérstöku eiginleikum þjóðar sinn-
ar. Fróðlegt verður að sjá, hvernig þeir
standast þá eldraun. X er gamalreynd-
ur stjórnmálamaður og kallar ekki allt
ömmu sína í þessum efnum, en Y er hins
vegar óvanur þessari tegund af umtali og
þess vegna ekki ólíklegt, að honum þyki
illt undir að sitja.“
„Meginspurningin er hins vegar sú,
hvort X muni gera tilraun til þess að
hefja þátttöku í stjórnmálum á ný, nái
hann ekki kjöri forseta Islands. Staða X
innan Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf
verið önnur en almennt hefur verið
talið. ... Hugsanlegt er, að þessir stuðn-
ingsmenn X mundu reiðubúnir til þess
að fylgja honum út í nýja flokksstofnun
og þar með kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, ef
hann tapaði forsetakosningunum. Það
gæti gerzt, ef X teldi sig hafa aðstöðu
til þess að varpa sökinni af ósigri sínum
yfir á Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að
hann hefði ekki hlotið nægan stuðning
frá flokksbræðrum. A móti mælir svo
það, að X er vafalaust orðinn þreyttur
á stjórnmálavafstrinu og tregur til þess
að leggja út í svo harða baráttu, sem ný
flokksstofnun væri. En í þessum efnum
getur raunverulega allt gerzt og varlegast
að spá sem fæstu. Kjósendur eiga um að
velja tvo hæfa menn til forsetastarfsins.
Annar er óskaddaður af áratuga þátttöku
í stjórnmálabaráttu, en skortir reynslu og
þekkingu í þeim efnum. Hinn er hertur
í eldi þriggja áratuga stjórnmálaferils
og hefur víðtæka þekkingu og reynslu í
þeim efnum, en hefur jafnframt eignazt
marga óvini á þeirri braut. Hvor á frekar
að verða forseti?“ Ur Frjálsri verslun 3.
tbl. 1968. X = Gunnar, Y = Kristján. bj
Ritstjóri og ábyrgðarmaðun Benedikt Jóhannesson
Ctgcfandi: Heimurhf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575.
Netfáng: benedikt@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefánda.
4 VÍSBENDING • 17.TBL. 2016