Vísbending


Vísbending - 17.05.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 17.05.2016, Blaðsíða 3
VíSBENDING --------- gengi í slíkum viðskiptum. Þeir sem nota greiðslukortin sín erlendis tapa t.d. almennt a.m.k. 2%, og stundum mun meiru, vegna álagningar á erlendan gjaldeyri í kortaviðskiptum, ofan á allar aðrar þóknanir sem þeir greiða beint eða óbeint vegna viðskiptanna. Smáfyrirtæki þurfa einnig oft að greiða mjög há gjöld við kaup eða sölu á gjaldeyri fyrir lágar upphæðir hverju sinni. Þetta býr til augljós viðskiptatækifæri, þ.e. að koma á markaði íyrir gjaldeyris- viðskipti með lágar upphæðir. Ymis raf- ræn markaðstorg hafa sprottið upp þar sem kaupendur og seljendur gera tilboð og fá yfirleitt báðir aðilar gengi sem er mjög nálægt því sem tíðkast í milli- bankaviðskiptum þar sem sýslað er með miklu hærri upphæðir. Sem dæmi um fýrirtæki sem eru að hasla sér völl á þess- um markaði má nefna CurrencyFair eða WeSwap (sem vilja því miður hvorugt koma á viðskiptum með íslenskar krónur af einhverjum ástæðum!). Stundum eru nýjar lausnir leið til að komast hjá hindrunum sem gilda í hefðbundnum bankaviðskiptum. Ævintýralegur vöxtur peningamarkaðs- sjóðsins Yu’E Bao í Kína er dæmi um það. Honum tókst að vaxa úr engu í að verða einn sá stærsti í heimi á innan við ári eftir stofnun árið 2013. Skýringin er einfaldlega sú að sjóðurinn gaf væntingar um hærri vexti en eru leyfðir á innláns- reikningum í Kína, sem skila nánast engri raunávöxtun. Þetta er raunar sama skýring og var löngu áður á uppgangi peningamarkaðssjóða í Bandaríkjunum en þeir spruttu upp þegar bannað var að greiða vexti af óbundnum innlánum þar. Regluverk hausverkur Vegna þess hve mikið og flókið reglu- verk gildir almennt um fjármálafyrirtæki vekja nýjar lausnir sem byggja á einhvers konar fjártækni oft upp mjög erfiðar spurningar. Regluverkið er yfxrleitt þróað í kringum hefðbundin fjármálafyrirtæki og þær lausnir sem þau bjóða. Ef nýjar lausnir skjóta upp kollinum, hvort sem það er á vegum nýrra fyrirtækja eða gamalgróinna fjármálafýrirtækja með fullgild starfsleyfi, getur allt eins verið að þær rýmist ekki mjög vel innan reglu- verksins. Stundum er verulegt álitamál hvað telst kalla á starfsleyfi og opinbert fjármálaeftirlit og hvað ekki. Löggjafinn og þeir sem sjá um fjár- málaeftirlit verða óhjákvæmilega að bregðast við þessari þróun. Víða hafa áhugaverð skref verið tekin. Þannig hef- ur breska fjármálaeftirlitið, FCA, sett upp sérstakt regluverk fyrir jafningjalán og hópfjármögnun sem hentar ágætlega fyrir nýjungar á því sviði. Bretar hafa verið nokkuð áberandi í þróun fjártækni undanfarin ár og eftirlitsaðilar þar í landi þykja skilningsríkari en margir starfs- bræður þeirra annars staðar. Víðast hvar hefur regluverkið þó lítið breyst sem e.t.v. má túlka sem svo að verið sé að bíða til að sjá hvernig ný starfsemi þróast, áður en um hana eru settar reglur. Það kann að vera skynsam- legt. Smá nýsköpunarfyrirtæki sem nýta fjártækni ógna ekki fjármálastöðugleika og það þarf því ekki að hafa áhyggjur af þeim þess vegna. Neytendaverndarsjónarmið kunna þó að kalla á eitthvert regluverk eða eftirlit í sumum tilfellum. Sem dæmi má nefna smálánafyrirtæki sem herja á viðkvæma aðila og rýja inn að skinni. Þá hefur í sumum tilfellum verið áhyggjuefni að nýjar lausnir, t.d. viðskipti með rafeyri, séu notaðar til peningaþvættis, skattsvika eða jafnvel annarra glæpa. Þannig er t.d. athyglisvert að þeir sem dreifa fjárkúg- unarforritum (ransomware) vilja yfirleitt frá greitt í Bitcoin frá fórnarlömbunum og myntin hefur einnig talsvert verið notuð í fíkniefnaviðskiptum. Opinberar aðgangshindranir Hér er vandratað, bæði fyrir löggjafa og eftirlitsaðila. Annars vegar er rík ástæða til að ýta undir nýsköpun og samkeppni sem byggir á fjártækni en hins vegar þarf að huga að þáttum eins og gegnsæi og rekjanleika, fjármálastöðugleika og neyt- endavernd. Oft rekst þetta illa á. Þannig eru kröfur sem gerðar eru til banka eða tryggingafyrirtækja í nafni fjármálastöð- ugleika og neytendaverndar oft til þess fallnar að torvelda mjög aðgengi nýrra aðila að viðkomandi mörkuðum og draga þannig úr samkeppni. Verndin sem aðgangshindranir reglu- verks veita starfandi fjármálafyrirtækjum getur verið þeim mjög verðmæt og um leið dýr fyrir viðskiptavini fýrirtækj- anna. Fjártækni getur í sumum tilfellum brotið þessa stöðu upp og búið til nýjar og hagkvæmari lausnir sem ekki kalla á starfsleyfi. Þeir sem fást við fjármála- eftirlit þurfa að vera mjög vakandi fýrir því að ákvarðanir þeirra geta dregið úr samkeppni og hindrað framþróun þótt það sé auðvitað ekki ætlunin. Sérstaklega verða þeir að varast að láta misnota sig til að vernda starfsleyfisskyld fýrirtæki fýrir samkeppni. Sem dæmi má nefna að viðleitni fjármálaeftirlits eða seðla- banka til að halda aftur af svokallaðri skuggabankastarfsemi hefur bæði kosti og galla og getur m.a. augljóslega dregið úr samkeppni. Ýmis rótgróin fjármálafýrirtæki hafa tekið þann pól í hæðina að standa ekki gegn framþróun sem byggir á fjár- tækni heldur styðja við hana og nýta sér hana. Sem dæmi má nefna að bakhjarl- ar Swish eru nokkrir sænskir bankar og Mastercard vinnur með WeSwap. Fjöl- mörg dæmi eru einnig um að bankar fjármagni nýsköpun í fjártækni eða kaupi álitleg nýsköpunarfýrirtæki á því sviði. Mörg fjármálafýrirtæki, þ.á m. seðlabankar, hafa sýnt grunnkeðjutækni (e. blockchain) mikinn áhuga. Verðbréfamarkaðir breytast líka Fjártækni getur einnig haft róttæk áhrif á verðbréfamarkaði og kauphallir. Á verðbréfamörkuðum má finna ýmis aug- ljós dæmi um stöðnun sem hefur haldið lífi í úreltum lausnum. Þannig er mjög algengt að uppgjör verðbréfaviðskipta taki nokkra daga, seljandi bréfs fái t.d. ekki greitt fýrr en á öðrum viðskiptadegi (T+2) eftir að hann selur það. Hér er augljóslega hægt að gera betur, raun- ar tæknilega ekkert því til fýrirstöðu að greiðslur séu inntar af hendi um leið og viðskipti hafa komist á. Ýmiss kostnaður við verðbréfa- viðskipti er einnig mjög hár. Þannig er algengt að fjármálafyrirtæki sem annast frumútboð hlutabréfa (IPO) fái í sinn hlut allt að 7% af söluandvirði bréf- anna. Það er ótrúlega há þóknun fýrir einfalt og oftast áhættulítið verk. Ofan á þetta bætist alls konar kostnaður sem eigendur hins skráða fýrirtækis þurfa að greiða. Þá eru þóknanir vegna eignastýr- ingar oft mjög háar, sérstaklega í virkri eignastýringu, og margir horfa til þess að hægt sé að ná kostnaði verulega nið- ur fýrir viðskiptavini með fjártækni. Það er engin ástæða til þess að milliliðir á sjóða- og eignastýringarmarkaði taki til sín verulegan hluta þeirrar ávöxtunar sem eignir viðskiptavina þeirra skila. Sóknarfærin fýrir fjártæknilausnir eru mest þar sem milliliðir taka mikið til sín. Tækni sem gerir það kleift að sleppa milliliðum eða setja upp ódýrari milli- liði getur þar sparað viðskiptavinunum stórfé og mun fýrirsjáanlega gera það á næstu árum. Mikið er í húfi og því verður án efa tekist harkalega á um mis- munandi lausnir. Það verður því áfram spennandi að fýlgjast með fjármála- mörkuðum.Q VÍSBENDING «17.181. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.