Vísbending - 23.05.2016, Side 1
ÍSBENDING
yikurit um viáskipti og efnahagsmúl
23 . maí 2016
18. tölublað
34. árgangur
ISSN 1021-8483
Hugleiðingar um verðbólgu
og efnahagsþróun
Um þessar mundir er gangur efna-
hagslífsins á íslandi með miklum
ágætum. Atvinnuleysi er einung-
is 3,1%, verðbólga 1,6% og einkum
drifin áfram af hækkun fasteignaverðs,
hagvöxtur var 4% á síðasta ári og við-
skiptaafgangur er um 5% af vergri lands-
framleiðslu. Erlendar skuldir hafa farið
ört lækkandi og hrein staða gagnvart út-
löndum er nálægt núlli og betri en hún
hefur verið um langt árabil. Jafnframt
hefur kaupmáttur launavísitölu vaxið
um 5,5% á síðasta ári' og útlit er fyrir
áframhaldandi vöxt á þessu ári. Hér verð-
ur fjallað um orsakir þessa góðæris, þátt
hagstjórnar og það sem betur mætti fara.2
Summa verðbólgu og atvinnuleysi
hefur verið nefnd eymdarvísitalan (e.
misery index) og notuð til þess að bera
saman stöðu efnahagslífs á milli landa. í
Töflu 1 sést að Island er í fjórða sæti á
þessum lista um þessar mundir. Reyndar
má segja að ísland sé í fyrsta sæti vegna
þess að verðhjöðnun í Sviss og núll pró-
sent verðbólga í Japan og Danmörku
felur ekki í sér eftirsóknarverða stöðu,
enda reyna japönsk stjórnvöld allt sem
þau geta til þess að auka verðbólgu þar
í landi.
Hagstjórn eftirhrunsáranna hefur
í stórum dráttum verið í samræmi við
þá áætlun sem gerð var í samráði við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í lok árs 2008.1
fyrstu var ríkissjóður rekinn með miklum
halla, útgjöld hans og hallarekstur hélt
uppi eftirspurn í hagkerfinu fyrstu árin
eftir hrun á meðan efnahagsreikningar
einkageirans, sem í mörgum fyrirtækjum
hafði svipað til vogunarsjóða hvað varðar
samsetningu eigna og skulda, voru lag-
aðir jafnframt því sem mikið gengisfall
krónunnar gerði innflutning dýran og
beindi útgjöldum heimila að innlendum
vörum. Peningastefnunni var beitt til
þess að halda gengi krónunnar stöðugu,
bæði með fjármagnshöftum og háum
vöxtum. Þetta var gert vegna tengingar
höfuðstóls lána heimila og fyrirtækja
við gengi krónunnar, ýmist beint með
erlendum eða gengistryggðum lánum
eða óbeint í gegnum verðtryggingu fast-
eignalána. Svo var hagstjórnarblöndunni
smám saman breytt, fjármálastefna ríkis-
ins varð aðhaldssamari og halli á fjár-
lögum hvarf og peningastefnan studdi
við efnahagsbatann með lækkandi vöxt-
um jafnframt því sem aukið traust og
trúverðugleiki styrkti gengi krónunnar.
Hagvöxtur í kjölfar kreppu var þá drifinn
áfram af útflutningsgreinum.
Á síðustu misserum hefur ferða-
þjónustan borið uppi hagvöxt. En það er
ekki einungis lágt gengi krónunnar sem
útskýrir vöxt ferðaþjónustunnar enda
hefur raungengi hækkað mikið síðustu
árin vegna innlendra launahækkana og
gengishækkunar krónunnar. Lágt raun-
gengi í kjölfar fjármálakreppu hefur þó
án efa hjálpað til við að fjölga erlendum
ferðamönnum og síðar hafa aðrir þættir
komið til. Þessir þættir eru, svo nokkur
dæmi séu nefnd, auglýsingagildi eldgosa,
fréttir af fjármálakreppunni og öflugar
auglýsingaherferðir aðila í ferðaþjónustu.
Hinn ört vaxandi hópur fólks sem hefur
ferðast til Islands getur sömuleiðis hafa
farið fallegum orðum um landið við sína
kunningja sem síðan örvar vöxt ferða-
þjónustu enn frekar. Auk þess má benda
á að það er einnig mikill vöxtur í ferða-
þjónustu í norðurhéruðum Norðurlanda.
Þannig kann vöxturinn að einhverju leyti
að stafa af norðurslóðatísku, ekki síst
hjá þeim þjóðum sem koma nýjar inn á
evrópska ferðamarkaðinn. Að lokum er
sá möguleiki fyrir hendi að lágt olíuverð
á heimsmarkaði hafl gert flugferðir ódýr-
Tafla 1. Atvinnuleysi og
verðbólga í nokkrum
löndum
Verð bólga Atvinnu leysi Alls
Sviss -0,9 3,5 2,6
Japan 0,0 3,2 3,2
Danmörk 0,0 4,2 4,2
ísland 1,6 3,1 4,7
Bretland 0,5 5,1 5,6
Bandaríkin 0,9 5,0 5,9
Þýskaland -0,1 6,2 6,1
Kína 2,3 4,0 6,3
Tékkland 0,3 6,1 6,4
Austurríki 0,7 5,8 6,5
Ástralía 1,3 5,7 7,0
Noregur 3,3 4,6 7,9
Kanada 1,3 7,1 8,4
Holland 0,6 7,8 8,4
Svíþjóð 0,8 7,7 8,5
Pólland -1,1 10,0 8,9
Frakkland -0,2 10,0 9,8
evrusvæði -0,2 10,2 10,0
Belgía 2,0 8,5 10,5
Ítalía -0,4 11,4 11,0
Rússland 7,3 6,0 13,3
Tyrkland 6,6 11,1 17,7
Spánn -1,1 20,4 19,3
Grikkland -1,5 24,4 22,9
Heimild: Hagstofa íslands og The Economist,
7-13 maí, 2016. Löndunum er raöaö frá smæsta
til starsta gildi summu veröbólgu og atvinnuleysis í
fróröa dálki töflunnar.
ari sem síðan gæti gengið til baka ef olíu-
verð hækkar aftur.
Eftir stendur að í heimi verðhjöðn-
unar og atvinnuleysis á Vesturlöndum
framh. á bls. 2
IEymdarvísitalan svonefnda
hefur lengi verið skilgreind
sem summa verðbólgu og
atvinnuleysis.
Hin þekkta Phillips-kúrfa
sagði að lítið atvinnuleysi
og lág verðbólga gætu
ekki farið saman.
3Vaxandi fjöldi ferðamanna
á íslandi felur í sér nokkra
áhættu, ef ferðaþjónustan
verður fyrir höggi.
4Sumir kaupa banka án þess
að vita af því. Aðrir halda
að þeir hafi keypt banka, án
þess að hafa gert það.
VÍSBENDING • 18. TBL. 2016 1