Vísbending - 23.05.2016, Síða 2
ISBENDING
Mynd 1. Gengisvísitala krónunnar 2009-2016
(veró á erlendum gjaldeyri)
260
240
2008 20» 2010 2011 2012 2015 2014 2015 2016 2017
Heimild: Landsbanki íslands. Hækkun vísitölunnar sýnirgengisveikingu
Mynd 2. Gengisvísitalan yfir lengra tímabil
300
Heimild: Landsbanki íslands. Hækkun vísitölunnar sýnir gengisveikingu.
framh. afbls. 1
þar sem seðlabankar reyna að blása lífi
í efnahagslífið með mjög lágum, jafnvel
neikvæðum, vöxtum stendur Island uppi
sem land þar sem hvorki er verðbólgu-
vandi, verðhjöðnunarvandi né atvinnu-
leysisvandi og hagvöxtur er myndarlegur,
þótt skuldir fari ekki vaxandi og vextir
séu jákvæðir. Við skulum nú fara yfir þá
þætti sem mögulega geta gefið skýringu á
hinum mörgu hagstæðu hagstærðum.
Peningastefnan og stjórn-
tæki hennar
Helsta ástæða þess hversu vel gengur
um þessar mundir er að hagstjórn hefur
í stórum dráttum gengið vel allt frá
hruni. Þannig hefur peningastefnan
gengið betur eftir að peningastefnunefnd
Seðlabankans tók að beita öðrum
stjórntækjum en vöxtum um vorið 2013.
Skipulögð inngrip á gjaldeyrismarkaði
urðu til þess að gengi krónunnar varð
stöðugra sem síðan varð undirstaða þess
að verðbólga hefur haldist við markmið
og undir því undanfarin tvö ár. Eins og
höfundur þessarar greinar hefur sýnt
fram áður í Vísbendingu endurspeglar
verðbólga á íslandi að miklu leyti
breytingar á gengi krónunnar - lækkun
veldur aukinni verðbólgu í um það bil 12
mánuði. Með því að vinna að stöðugleika
gengis krónunnar með beinum inn-
gripum á gjaldeyrismarkaði - sem jafna
skammtímasveiflur — hefur peninga-
stefnunefnd bankans stuðlað að lágri og
stöðugri verðbólgu. Ekki má þó gleyma
að öflugur vöxtur innlendrar eftirspurnar
getur valdið veikingu á gengi krónunnar
sem síðan kemur fram í verðbólgu. Þess
vegna skiptir vaxtastigið einnig máli fyrir
stöðugleika gengisins, jákvæðir raunvext-
ir hafa dregið úr innlendri eftirspurn og
örvað sparnað.
Lítum á mynd 1 sem sýnir geng-
isvísitölu krónunnar. Eftir gengisfall í
lok ársins 2008 styrktist krónan í upp-
hafi árs 2009 vegna kaupa Seðlabank-
ans á krónum. Seðlabankinn notaði þá
gjaldeyrisforðann til þess að lyfta gengi
krónunnar en ekki að jafna gengissveifl-
ur eins og hann hefur reynt undanfarin
ár. Slíkum inngripum var hætt af ný-
skipaðri peningastefnunefnd í febrúar
árið 2009 og þá veiktist krónan þangað
til eftirlit með fjármagnshöftum var hert
í nóvember árið 2009. Eftir það styrkt-
ist gengi krónunnar. Aftur á móti urðu
töluverðar gengissveiflur árin 2011 og
2012 sem stöfuðu meðal annars af kaup-
um innlendra aðila á gjaldeyri til þess að
greiða niður erlendar skuldir (Orkuveit-
an, Landsbankinn, sveitarfélög og fleiri
aðilar). Þessar skuldalækkanir eru síðan
ein forsenda þess að gengi krónunnar
helst stöðugt og hækkar jafnvel um þess-
ar mundir. 3
A vormánuðum 2013 hóf
peningastefnunefnd að beita inngrip-
um á gjaldeyrismarkaði til þess að jafna
sveiflur krónunnar, ekki til þess að hækka
gengið eins og gert var í upphafi árs
2009, heldur einungis til þess að draga úr
sveiflum hennar og til þess að byggja upp
gjaldeyrisforða til þess að undirbúa losun
fjármagnshafta.4 Á árinu 2013 sveiflaðist
gengisvísitalan á milli 210 og 220 eftir að
inngrip hófust, en í upphafi árs 2014 var
þrýstingur til gengishækkunar og gengis-
vísitalan lækkaði niður í 210. í lok ágúst
á síðasta ári var síðan enn meiri þrýsting-
ur til styrkingar vegna mikilla tekna af
ferðaþjónustu. Gengisvísitalan fór þá
undir 200 í fyrsta sinn frá því gengið
var styrkt með notkun gjaldeyrisforða
í ársbyrjun 2009. Vísivísitalan fór svo
undir 190 á vormánuðum 2016.
Gengi krónunnar á þó enn nokkuð
langt í land með að ná því gildi sem það
hafði fyrir fall bankanna árið 2008 eins
og sést á mynd 2. Hins vegar hefur inn-
lent verðlag og launastig hækkað meira
hér á landi en í viðskiptalöndunum og
nú nálgast raungengi meðaltal síðustu 16
ára.5
Aukin aðsókn ferðamanna
Aukin eftirspurn eftir útflutningi hef-
ur valdið því að hagvöxtur hefur eflst,
viðskiptaafangur myndast og styrking
krónunnar haldið verðbólgu í skefj-
um. Þannig má útskýra hinar jákvæðu
hagtölur að miklu leyti með fjölgun
ferðamanna. Það er grundvallarmun-
ur á því hvort hagvöxtur verður vegna
aukinnar innlendrar eftirspurnar eða
aukinnar eftirspurnar eftir útflutningi.
I fyrra tilvikinu verður viðskiptahalli
en í hinu síðara viðskiptaafgangur.
Sömuleiðis má búast við því að gengi
2 VÍSBENDING • 18.TBI. 2016