Vísbending


Vísbending - 23.05.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 23.05.2016, Blaðsíða 4
framh. afbls. 3 á hinn almenna vinnumarkað án þess að eiga augljóslega rætur að rekja til mikillar þenslu á vinnumarkaði. Lægra verð á að- föngum veldur því að fyrirtæki geta borg- að meiri kaupmátt til starfsmanna án þess að það komi fram í verðhækkunum. Lokaorö Ef sú hagstæða efnahagsþróun sem hér hefur verið lýst á að viðhaldast eftir að fjármagnshöftum hefur verið aflétt þá er nauðsynlegt að tekið sé upp nýtt hagstjórnartæki sem minnkar virkan vaxtamun á milli Islands og helstu viðskiptalanda. Ef þetta er ekki gert má búast við að fjárfestar reyni að hagnast á vaxtamun með því að kaupa krónur og fjárfesta í innlendum skuldabréfum. Gengi krónunnar mun þá styrkjast og afkoma ferðaþjónustu versna. Jafnvel má búast við því að fótunum verði kippt undan ferðaþjónustu. Viðskipta- afgangur mun þá hverfa. Ort vaxandi fjöldi ferðamanna felur þó í sér nokkra áhættu. Ef ferða- þjónusta verður fyrir höggi, t.d. vegna gengishækkunar krónunnar sem verð- ur vegna spákaupmennsku í krónunni eða hækkun olíuverðs sem hækkar flugfargjöld mun ríkissjóður verða fyr- ir tjóni vegna eignarhalds á viðskipta- bönkunum. Ekki verður hægt að kenna óreiðumönnum um í þetta skiptið. Það er því afar mikilvægt að reynt sé að búa til umhverfi fyrir ferðaþjónustu með hóflegri gjaldtöku og uppbyggingu inn- viða þannig að ekki fari illa, enn einu sinni, og vöxturinn verði ekki of ör eins og höfundur hefur bent á í grein í Vts- bendingu fyrir nokkrum vikum síðan. Mynd 4. Phillips-kúrfan á Evrópska efnahagssvæðinu Höfundur er prófessor í hagfraði við Há- skóla Islands og situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Islands. Þttr skoðanir og ályktanir sem fram koma í þessari grein eru höfundar eins og endurspegla ekki viðhorf annarra nefndarmanna. Höfimdur þakkar Amóri Sig- hvatssyni, Ásgeiri Daníelssyni og Rannveigu Sigurðardóttur fyrir athugasemdir en tekur fram að allar ályktanir og niðurstöður eru á ábyrgð höfundar. Q Neðanmálsgreinar 1. Skv. framleiðsluuppgjöri þjóðhags- reikninga. 2. Skv. Peningamálum 2016/2 er útlit fyrir 9,3% hækkun í ár. 3. Tvo þriðju hluta bata á hreinni stöðu þjóðarbúsins eftir hrun má rekja til þess að fyrirtæki, þ.ám. orkufyrirtæki hafa greitt upp skuldir. Einn þriðja hluta batans má rekja til uppgjöra slitabúanna. 4. Söfnun í forða hefúr haft þau áhrif að gengi krónu hefur að jafnaði verið lægra en það annars hefði verið. 5. Sjá Peningamál Seðlabanka Islands, 2016 (2). 6. Sjá umfjöllun í Rammagrein 3 í Pen- ingamálum 2016 (2). Mynd 5. Phillips-kúrfan á íslandi 2000-2015 Aörir sálmar Hef ég keypt banka? Einkavæðing Búnaðarbankans er enn komin í brennidepil. Til þess að rifja upp söguna vildu stjórnvöld að annar ríkis- bankinn yrði að hluta til í eigu virts erlends banka. Þegar rætt var við S-hópinn svo- nefnda var gefið í skyn að franski bankinn Société Générale væri meðal kaupenda, en hann var hópnum til ráðgjafar, að sögn. Vitnað var til þess í mati á hugsanlegum kaupendum að þessi virti banki væri hluti af S-hópnum. Þegar upp var staðið birtist allt í einu banki sem fáir íslendingar höfðu heyrt getið, þýski bankinn Hauck & Aufháuser Privatbankiers. f fréttatilkynningu frá kaupendum sagði: „Það eru mikil tíðindi að traustur, erlendur banki taki þátt í að fþárfesta í íslenskri fjármálastofhun. Búnaðarbankinn kemur til með að njóta þekkingar, reynslu og viðskiptasambanda þýska bankans í staifemi sinni. “ Nú hefiir umboðsmaður Alþingis upplýst að hann telji ný gögn um málið vekja álcitn- ar spumingar og ástæða sé dl þess að rannsaka málið betur. Vildarvinir S-hópsins telja mál að linni og spyrjæ „Hvenær er nóg nóg? Snemma vöknuðu grunsemdir um að þátttaka þessa þýska banka væri málum blandin. Vilhjálmur Bjarnason, nú alþingis- maður, var alltaf efins: „Ég heyri sagt að þú hafir keypt banka Jón Hreggviðsson, sagði Arnas Arnæus. Er það rétt?“ Jón Hreggviðsson hófst í sæti sínu og ansaði: „Hef ég keypt banka eða hef ég ekki keypt banka? Hver hefur keypt banka og hver hefur ekki keypt banka? Hvenær kaup- ir maður banka og hvenær kaupir maður ekki banka? Fari í helvíti sem ég keypti banka. Ogþó.“ Vilhjálmur heldur áfram: „Stílfræðingar, sem lesið hafa fréttatilkynningarnar frá 2003 um kaup Haucuk und Aufháuser og frá 2008 um „kaup“ A1 Thani í Kaupingi hf., telja stíleinkenni svipuð. Tilgangurinn í báðum tilfellum var sá sami; blekking.“ I ljós kom að einkavæðing Landsbankans var líka byggð á blekkingu. Þáverandi forsætisráðherra taldi að kaupendur kæmu inn með erlendan gjaldeyri og því væru kaupin ígildi erlendrar fjárfestingar. í ljós kom að kaupendur létu bankana lána hvor öðrum í kross og lánið var ekki greitt fyrir hrun og kannski aldrei. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur h£, Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDINC • 18.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.