Vísbending


Vísbending - 06.06.2016, Side 1

Vísbending - 06.06.2016, Side 1
ÍSBENDING yikurit um viðskipti og efnahagsmál 6 . júní 2016 20 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Lárétt eignarhald Gylfi Magnússon dósent Eignarhald á skráðum fýrirtækj- um víða um heim hefur um langt skeið færst í æ ríkari mæli í hendur stofnanafjárfesta, einkum verðbréfasjóða. I Bandarfkjunum er nú áætlað að 80% hluta- fjár félaga sem stuðst er við þegar hin vel þekkta S&P-500 vísitala er reiknuð út séu í höndum slíkra fjárfesta. Beint eignarhald einstaklinga á hlutabréfum er mjög á undanhaldi. Vitaskuld eiga einstaklingar áfram hlutabréf, en þeir gera það núorðið fyrst og fremst í gegnum slíka sjóði. Engin almenningshlutafélög Fyrir hrun varð um margt svipuð þróun hérlendis. Mjög algengt var að einstak- lingar keyptu beint hlutabréf í hlutafjárút- boðum á tíunda áratuginum og í upphafi nýrrar aldar, m.a. við einkavæðingu. Hin svokallaða kennitölusöfnun bjó til tugþús- undir hluthafa um skeið. Síðan snarfækkaði hluthöfum, bæði með afskráningu hluta- félaga og vegna þess að bréfin voru smám saman keypt upp af ýmiss konar sjóðum, verðbréfasjóðum, fjárfestingarsjóðum, fag- fjárfestasjóðum og lífeyrissjóðum eða af skuldsettum eignarhaldsfélögum. Þótt innlendi hlutabréfamarkaðurinn hafi að nokkru marki náð sér aftur á strik eftir hrun hefur almenningur lítið látið sjá sig við hlutafjárkaup. Lífeyrissjóðir eiga yfir- leitt stærstan hlut og aðrir fagfjárfestar einnig stóran hlut. Hugmyndin um almennings- hlutafélag, með þúsundir smárra hluthafa, er kannski ekki dauð en hún sýnir lítið lífs- mark. Auðvitað eiga þó flestir Islendingar hlutabréf í gegnum lífeyriskerfið en sú eign er óbein og veitir m.a. engan atkvæðisrétt í viðkomandi hlutafélögum. Umsvifamiklir fagfjárfestar Þróunin í Bandaríkjunum hefur orðið mörgum umhugsunarefni og sértaklega ein afleiðing hennar. Fagfjárfestar, sérstaklega o stórir sjóðir með fjölbreytt eignasöfn, eiga nefnilega í sívaxandi mæli stóran hlut í mörgum fyrirtækjum sem keppa á sama markaði. Það ýkir enn áhrif þessa að stærstu sjóðirnir og sjóðastjórnunarfyrirtækin hafa vaxið mjög hratt og eru í nokkrum tilfellum komin með eignasöfn sem metin eru á mörg þúsund milljarða dollara. Blackrock er þannig með um 4,600 milljarða dollara eignasafn og nokkrir aðrir aðilar eru litlu minni. Fyrir vikið stjórnar fyrirtækið stórum hlut í fjölmörgum af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna og á í mörgum tilfellum umtalsverðan hlut í tveimur eða fleiri fyrir- tækjum á sama markaði. Það gerir stöðuna enn verri að mörg önnur sjóðastjórnunar- fyrirtæki eru í nákvæmlega sömu stöðu og eiga stóran hlut í tveimur eða fleiri keppi- nautum. Raunar er það svo að þeir sem reka stóra vísitölusjóði lenda nánast sjálfkrafa í þessari stöðu en jafnvel þeir sem reka sjóði í virkri stýringu geta lent í henni. Afleiðingin er m.a. sú að ef fimm stærstu hluthafar í fimm stærstu bönkum Banda- ríkjanna eru skoðaðir þá sjást sömu fjög- ur nöfnin á öllum listunum fimm. Auk Blackrock eru það Vanguard, State Street og Fidelity. Á þremur listanna er fimmta nafnið síðan Berkshire Hathaway. Þannig að í þremur af fimm stærstu bönkum Banda- ríkjanna eru fimm stærstu hluthafarnir þeir sömu. Þetta sameiginlega eða lárétta eignarhald (Horizontal Ownership) virðist hafa umtalsverð áhrif á samkeppni fyrir- tækja. I bankarekstri virðist slíkt eignarhald m.a. skila sér í verri kjörum fyrir viðskipta- vini, hærri vaxtamun og hærri þjónustu- gjöldum og um leið auknum hagnaði fyrir- tækjanna.1 Einnig hafa áhrif lárétts eignarhalds á verðlagningu í flugi verið rannsökuð. Niðurstaðan er sú sama. Flugfélög sem eru að verulegu leyti í eigu sömu aðila keppa ekki mjög harkalega í verði sín á milli. Það skilar meiri hagnaði fyrirtækjanna og verri kjörum viðskiptavinanna. Flugfargjöld innan Bandaríkjanna virðast 3-5% hærri en ella vegna þessa.2 Þegar horft er til þess hvernig eignarhaldinu er háttað kemur þetta í raun ekki á óvart. Á árunum 2013-2015 áttu sjö hluthafar sem áttu saman 60,0% hlutafjár í United Airlines einnig stóran hlut í helstu keppinautum flugfélagsins eða 27,5% í Delta, 27,3% í JetBlue og 23,3% í Southwest. Niðurstaðan er svipuð þegar aðrar at- vinnugreinar eru skoðaðar, þótt ekki liggi fyrir gott mat á áhrifúm eignarhaldsins á samkeppni og verðlag. Þannig eru stóru sjóðastjórnunarfyrirtækin fjögur sem fyrr voru nefnd fjórir stærstu hluthafar í Apple og á sama tíma öll meðal sex stærstu hlut- hafa Microsoft. Þessar niðurstöður eru sláandi og benda til þess að þau tæki og tól sem samkeppnis- yfirvöld hafa notað til að meta samþjöppun á markaði skili verulegu vanmati. Algeng- ast er að miða við svokallaða Herfindahl- Hirschman vísitölu sem tekur mið af markaðshlutdeild einstakra keppinauta. Ymsir hafa bent á að rétt sé að taka í notkun nýjan mælikvarða sem einnig tekur tillit til lárétts eignarhalds. Það myndi væntanlega verða til þess að breyta ýmsum niðurstöðum í samkeppnismálum, m.a. samrunamálum og við mat á markaðsráðandi stöðu. Þá hafa ýmis önnur hugsanleg viðbrögð samkeppnisyfirvalda eða löggjafans við þessari stöðu verið viðruð vestanhafs.3 Lítið hefur þó verið gert enn. Lífeyrissjóðir í lykilhlutverki Víkur þá sögunni aftur til Islands. Sjóðastjórnunarfyrirtæki eins og Blackrock og Vanguard hafa ekki sýnt Islandi mikinn áhuga og innlendi sjóðageirinn er frekar lítill. Stefnir er stærstur á þeim markaði. Hins vegar er íslenska lífeyrissjóðakerfið afar stórt. Stærstu íslensku lífeyrissjóðirnir leika því að sumu leyti sama hlutverk hér og Blackrock og félagar gera í Bandaríkjunum. Vegna þessa er lárétt eignarhald mjög algengt, raunar reglan, í þeim hlutafélögum sem eru skráð í Kauphöll Islands. Skoðum sérstaklega þrjá markaði þar sem tvö eða þrjú samkeppnisfyrirtæki eru öll skráð í framh. d hls. 2 1 Beint eignarhald einstakl- : | ^ Spurningin er hvernig j i Smá hagkerfi eru j . 4 Deila flugvirkja um kaup og Xi inga á hlutabréfum er :t j „óbeinir eigendur“ j» J að jafnaði háðari j^ J kjör vekur upp spurningar um mjög á undanhaldi víða j eiga að haga sér á milliríkjaviðskiptum en j hvernig best sé að semja um um heim. hluthafafundum. stór hagkerfi. kaup og kjör. VÍSBENDING • 20.IB1. 2016 1

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.