Vísbending


Vísbending - 06.06.2016, Qupperneq 4

Vísbending - 06.06.2016, Qupperneq 4
framb. afbls. 2 in lausn. Bæði geta eigendur haft marg- vísleg áhrif á íyrirtæki sín án þess að beita atkvæðisrétti og þetta myndi einnig tryggja öðrum hluthöfum mjög ýkt áhrif á stjórn viðkomandi hlutafélags. Þá væri hugsan- lega hægt að komast hjá slíkurn ákvæðum með ýmiss konar tilfærslum á hlutum til að skrá hluti í samkeppnisaðilum á sitthvom eigandann. Kínamúrar Ymiss konar Kínamúrar geta líka hugs- anlega haft áhrif til góðs. Þannig er hugs- anlegt að reyna að tryggja að sami aðili geti ekki haft samskipti fyrir hönd tiltek- ins eiganda við tvo keppinauta, fari t. d. ekki með atkvæðisrétt á hluthafafundum beggja og hafi engin afskipti af stjórnar- kjöri nema í öðru félaginu. Ef eigendur eru með afkomutengt launakerfi þyrfti jafnframt helst að tryggja að laun viðkom- andi starfsmanna tækju einungis mið af afrakstri fjárfestingar í einum keppinaut, en ekki tveimur eða fleiri. Þetta yrði aug- ljóslega snúið í framkvæmd. Banna hlutlausa eignastýringu? Enn ein hugsanleg lausn væri að þvinga með einhverjum hætti fjárfesta til að hverfa frá þeirri stefnu að kaupa stóra hluti í samkeppnisaðilum. I raun væri bann við því jafnframt bann við hlutlausri eigna- stýringu, þ.m.t. rekstri vísitölusjóða. Svo róttæk hugmynd myndi án efa eiga mjög erfitt með að fá nægan stuðning á vettvangi stjórnmála enda fylgja henni verulegir ókostir sem ekki verða reifaðir hér. Þó sakar ekki að velta því fyrir sér hvort það sé t.d. ekki æskilegt að íslenskur lífeyrissjóður kaupi frekar 15% hluti í einu tryggingafélagi eða fasteignafélagi en 5% hlut í þremur og láti sér nægja að veðja á annað af tveimur fjarskiptafyrir- tækjum. Ókosturinn við það væri fyrst og fremst aðeins minni áhættudreifing. Ef eignasafnið er vel dreift að öðru leyti skiptir það þó vart sköpum. Þá er rétt að hafa í huga að um leið og lífeyrissjóðir geta á ný tekið að fjárfesta erlendis minnkar þessi vandi hérlend- is. Þá geta sjóðirnir aukið kaup erlendra hlutabréfa og dregið úr kaupum innlendra hlutabréfa svo að eignarhlutdeild þeirra á þeim markaði verði síður vandamál. Einhver þarf að eiga félögin Það skilur reyndar eftir óleystan þann vanda að finna þarf einhverja kaupend- ur og eigendur að skráðum íslenskum hlutabréfum. Síðustu árin fyrir hrun voru eigendurnir fyrst og fremst skuld- sett eignarhaldsfélög. Það var afleitt fyr- irkomulag sem má ekki sjást aftur. Aðrir möguleikar eru annað hvort erlendir aðil- ar (og þá hugsanlega Blackrock og félagar) eða innlendir aðilar, aðrir en lífeyrissjóðir. Erlendir aðilar hafa sögulega aldrei sýnt skráðum íslenskum hlutabréfum mikinn áhuga en hugsanlega er hægt að breyta því með tíð og tíma. Kaup innlendra aðila takmarkast svo af því að sparnaður landsmanna fer að mestu í gegnum lífeyriskerfið og lítill hvati eða svigrúm fyrir venjulega launþega að leggja meira til hliðar en þeir gera nú þegar og kaupa hlutabréf. Ríkið er aftur orðið stór eigandi hlutafélaga, m.a. tveggja banka, en verður það vart til frambúðar. Það verður því frekar seljandi en kaupandi næstu árin. Breytingar á lífeyriskerfi Breytingar á lífeyriskerfinu gætu hugsan- lega breytt myndinni. T.d. er fræðilega hægt að hugsa sér að atkvæðisrétturinn sem fylgir eign lífeyrissjóðs í hlutafélagi gangi áfram til sjóðfélaga en stjórnend- ur sjóðsins fari ekki með hann. Þá væru skráð hlutafélög á Islandi allt í einu öll komin með tugi þúsunda smárra hlut- hafa. Miðað við núverandi eignasöfn sjóðanna myndu þessir smáu hluthafar þó jafnframt hver og einn eiga í mörgum fyrirtækjum sem eiga að keppa hvert við annað sem væri því áfram hausverkur. Þá er rétt að hafa í huga að ef venjulegur sjóðfélagi fengi að fara með atkvæðisrétt sem e.t.v. væri af stærðargráðunni einn þúsundasti úr einu prósenti allra atkvæða er allt eins víst að fáir myndu sækjast eft- ir því. Það mætti þó e.t.v. leysa með því að skipta öllum atkvæðum lífeyrissjóðs á milli þeirra sjóðfélaga sem sýna því áhuga. Hér verður engin þessara lausna lögð til. Lárétt eignarhald er einfaldlega ekki nógu vel rannsakað til að það sé réttlætan- legt. Hins vegar blasir við að ekki er ásætt- anlegt að horfa fram hjá þeim vanda sem það býr til. Viðfangsefnið virðist raunar ef eitthvað er vera enn brýnna hérlendis en erlendis vegna smæðar hagkerfisins og takmarkaðrar samkeppni. Q Heimildir: 1 Azar, Raina og Schmalz (2016). Ultimate Ownership and Bank Competition. Vinnugrein. http://ssm.com/abstract=2710252. 2 Azar, Schmalz og Tecu. (2015). Anti- Competitive Effects of Common Oumership. Vinnugrein. http://ssrn.com/abstract-2427545. 3 Sji t.d. Elhauge (2016). Essay. Horizontal Shareholding. Harvard Law Review. 129. tbl. bls. 1266-1317. Aörir sálmar Varðhundarnir innudeila flugumferðarstjóra rifj- ar upp rúmlega þrjátíu ára gamlar hugmyndir Vilmundar Gylfasonar um breyttar aðferðir við samninga. Ef tekn- ir væru upp vinnustaðasamningar yrðu allir starfsmenn fyrirtækis að semja á sama tíma óháð stétt og ekki væri hægt að stöðva sama rekstur aftur og aftur. Boðskapur Vilmundar var að aðferðirnar væru úreltar. Hann flutti eftirminnilega ræðu 23.11. 1982: „Eg vil segja pólitíska dæmisögu. Eitthvert veigamesta frv. sem við höf- um staðið fyrir hér á Alþingi er frv. til 1. um heimild til handa starfsfólki á stærri vinnustöðum að semja sjálft um kaup sitt og kjör eða hvað annað, þar með talin fé- lagsmál og aðild að stjórn eða eignaraðild að fyrirtækjum.... Við höfum þurft að sæta því, að í gamla flokknum er eitthvert apparat sem þeir kalla verkalýðsmálaráð. Þar sitja nokkrir tugir karla og kvenna sem meira og minna hafa atvinnu af störfum í þágu verkalýðshreyfingar. Aftur og aftur hefur þetta fólk kolfellt að gamli flokkurinn sem slíkur hafi nokkur afskipti af þessu máli, nú síðast fyrir nokkrum vikum. Við vitum hins vegar að þetta kerfi er rammfalski. Þetta fólk er ekki fulltrúar fyrir neinn nema sjálft sig og hagsmuni sína. Nú verður auðvitað að álykta afar varlega og ekki vil ég gera þessu fólki eða yfir höfuð nokkrum manni upp illar hvatir. En hagsmunavarsla af þessu tagi er stórhættuleg. Og umfram allt stendur hún framförum og frelsi fyrir þrifum. Þessi litla dæmisaga segir mikla póli- tíska sögu. Hún er lýsing á hagsmuna- vörslu gamla flokkakerfisins eins og það leggur sig. Helsti talsmaður gegn þessu frv. á Alþingi hefur verið hv. þm. Guð- mundur J. Guðmundsson. I vaxtamálum gengur hann ekki erinda síns fólks, svo mikið er víst. Og ég vil bæta við, að þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir allt eru auðvitað góðar taugar í mínum gamla flokki. En þessi þrönga hagsmunavarsla er ekki að- eins ósæmileg, hún er beinlínis andlýð- ræðisleg. Hin þröngu flokksvöld teygja arma sína víða. Yfirstéttin hér á hinu háa Alþingi, dyggilega studd varðhund- um valdsins, ekki síst á ríkisfjölmiðlum og flokksblöðum, hefur sína siði og sínar leikreglur." bj Ritstjóri og ábyrgðarmaðut: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki affita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 20.TB1 2016

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.