Vísbending - 24.06.2016, Blaðsíða 2
■IHii!
V
Heiðarleg misnotkun valds
Furstinn eftir Machiavelli var skrif-
uð á 16. öld sem kennslubók í því
hvernig menn ættu að sölsa und-
ir sig völd á tímum aðals og smákónga.
Bókin er enn í dag lesin af áhugamönnum
um sögu, stjórnmál og stjórnun. Segja má
að fræg setning sem höfð var eftir olíu-
jöfrinum JR í þáttunum um Dallas byggi
á hugsun Furstans: „Power is not whatyou
are given. Power is whatyou take.“
Fjórum öldum seinna höfðu stjórn-
málin breyst og lýðræði hafði tekið við
af klækjabrögðum og hernaði furstanna.
I New York borg réðu demókratar lög-
um og lofum undir leiðsögn félagsskap-
ar sem kenndur var við Tammany Hall,
þar sem höfuðstöðvarnar voru. Tammany
var þekkt fyrir að sjá um sína, hvort sem
það voru stuðningsmenn eða stjórnmála-
mennirnir sjálfir.
Flestir stjórnmálamenn eru ekki
mikið fyrir að tala um það opinberlega
hvaða vinnubrögð þeir nota. Einn af
demókrötunum í New York og innsti
koppur í búri hjá Tammany hét George
Washington Plunkitt. Hann skrifaði
opinskáar greinar um hvernig hann og
félagar hans störfuðu. Ljóst er að þegar
hann skrifar þetta, upp úr aldamótun-
um 1900, eru menn þegar farnir að hafa
horn í síðu vinnubragða demókratanna.
Repúblikanar eru greinilega sterkari í
norðurhluta New York-ríkis og þeir eru
fulltrúar bænda. Upp úr 1930 fóru völd
Tammany að minnka og samtökin hurfu
alveg milli 1950-60. Hér á eftir eru til-
vitnanir í Plunkitt úr safni af greinum og
viðtölum við hann. Textinn er styttur og
sums staðar endursagður.
Heiðarleg og óheiðarleg
spilling
„Allir eru að tala um að Tammany menn
hafi grætt á því að nýta sér aðstöðu sína,
en enginn hugsar um muninn á heiðar-
legri og óheiðarlegri aðstöðunotkun. Það
er himinn og haf þar á milli. Víst hafa
margir auðgast á stjórnmálum. Eg er einn
þeirra sem hefur grætt vel á þeim leik
og verð ríkari á hverjum degi. En ég hef
aldrei nýtt mér aðstöðuna á óheiðarlegan
hátt með því að kúga fé út úr fjárhættu-
spilurum, bareigendum eða óróaseggjum.
Og það hefur heldur enginn þeirra sem
hafa grætt vel á stjórnmálum.
Maður getur nýtt aðstöðuna á heiðar-
legan hátt og ég er dæmi um hvernig það
virkar. Ég get sagt það í einni setningu:
„Ég sá tækifærin og nýtti mér þau.“
Ég skal skýra mál mitt með dæmum.
Minn flokkur stjórnar borginni og ætlar
að fara í framkvæmdir. Jæja, ég frétti að
það eigi að gera skemmtigarð á ákveðn-
um stað. Ég sé tækifærið og nýti mér
það. Ég fer á staðinn og kaupi allt það
land sem ég get náð í á svæðinu. Svo gerir
skipulagsnefndin áætlunina opinbera og
allir vilja eignast mitt land sem enginn
hafði sérstakan áhuga á áður.
Er það ekki algerlega heiðarlegt að
krefjast þess að fá gott verð fyrir og að ég
græði á fjárfestingunni? Auðvitað" Þetta
er dæmi um heiðarlega notkun á aðstöð-
unni.
Tammany tapaði kosningunum árið
1901 vegna þess að fólk var blekkt til þess
að halda að við stunduðum óheiðarlega
spillingu. Kjósendur sáu ekki muninn á
heiðarlegri og óheiðarlegri aðstöðunotk-
un en þeir sáu að sumir Tammany menn
urðu ríkir og gerðu ráð fyrir því að þeir
hefðu tæmt borgarsjóð eða kúgað eigend-
ur vændishúsa eða fjárhættuspilara.
Tammany hefur það sem grundvallar-
reglu að taka ekki þátt í neinu slíku. Af
hverju ættu þeir að gera það þegar það
er svona mikið til af heiðarlegum tæki-
færum sem þeir geta nýtt þegar þeir eru
við völd? Hugsaðir þú nokkurn tíma um
það?
Að lokum þetta: Ég á ekki einn ein-
asta óheiðarlega dollara. Ef versti óvinur
minn ætti að skrifa grafskrift mína gæti
hann ekki skrifað neitt verra en: „George
W. Plunkitt. Hann sá tækifærin og nýtti
sér þau.“
Að fara í stjórnmál
Af því að ég er sérfræðingur ætla ég að
gefa ungum mönnum sem eru að fara
að kjósa í fyrsta sinn ókeypis ráð ef þeir
vilja ná frama í stjórnmálum og miklum
auð. Sumir ungir menn halda að þeir geti
lært að ná árangri í pólitík af bókum og
fylla höfuðið af alls kyns háskóla kjaftæði.
Þeir gætu ekki gert stærri mistök. Ekki
misskilja mig, ég hef ekkert á móti háskól-
um. Þeir þurfa örugglega að vera til fyrir
bókaorma og ég geri ráð fyrir því að þeir
geri gagn með sínu lagi, en þeir hjálpa
mönnum ekki í pólitík. Satt að segja er
ungur maður sem hefur farið í gegnum
háskóla fatlaður frá upphafi. Kannski nær
hann pólitískum frama en líkurnar á því
eru einn á móti hundrað.
Önnur mistök sem sumir ungir menn
gera er að halda að besta leiðin til þess að
búa sig undir stjórnmál og verða mælsku-
menn. Það er fráleitt. Við erum með
nokkrar mælskukónga í Tammany Hall,
en þeir eru bara til skrauts. [Aðalleið-
togarj okkar æfa sig í því að halda munn-
inum lokuðum, ekki opna hann. Þannig
að þú skalt gleyma því að verða mælskur
nema þú viljir halda flugeldasýningar.
Til þess að ná eyrum stjórnmálamanna
þarftu að sýna að þú getir náð atkvæðum.
Þá munu þeir hafa samband og spyrja:
„Hvað vantar þig?“ Þannig náði ég fót-
festu í stjórnmálum með því að lofa at-
kvæðum vina, ættingja og kunningja.
En ekki reyna að segja stjórnmála-
manni sem þú vilt komast innundir hjá að
þú hafir dúxað í skóla og hafir silfurtungu
eða flauelskjaft. Þá segir hann: „Það er ef-
2 VÍSBENDING • 22.TB1. 2016