Vísbending


Vísbending - 24.06.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 24.06.2016, Blaðsíða 4
Aðrir sálmar Nýr veruleiki Bretar ákváðu í sögulegri atkvæða- greiðslu að segja sig úr Evrópusam- bandinu. Cameron hefur boðað af- sögn og gengi pundsins og evrunnar hefur veikst á sama tíma og verð á hlutabréfum hefur lækkað um alla Evrópu. Ljóst er að Englendingar hafa látið nær einróma viðvaranir sérfræðinga sem vind um eyr- un þjóta. Skotar vildu halda í Evrópu- sambandið og raddir um sjálfstæði þeirra hljóðna ekki við þessa niðurstöðu. Viðbrögð markaða Oft er talið að markaðir nemi allar upp- Iýsingar með undraverðum hætti og þeir „viti“ meira en fólk. Þess vegna héldu margir, þeirra á meðal Farage, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins breska, að þeir yrðu ofan á sem vildu halda aðild að Evrópu- sambandinu. Niðurstöðurnar sanna að í markaðsverði er ekkert nema væntingar um hvað gerist. Væntingar eru oft litaðar af óskhyggju. Meðan menn hafa einbeitt sér að því að hugsa um hvaða áhrif úrslitin hafa í Bretlandi hafa fáir velt því fyrir sér hvern- ig niðurstaðan leiki aðrar Evrópuþjóðir. Evran veiktist gagnvart Bandaríkjadal og hlutabréf lækkuðu meira í Frakklandi og Þýskalandi en í London við opnun mark- aða. A öðrum mörkuðum voru dæmigerð óvissuviðbrögð. Gull hækkaði í verði og olía og aðrar hrávörur lækkuðu vegna þess að menn vænta þess að úrsögnin hafi nei- kvæð áhrif á efnahagslíf heimsins. Áhrif á Breta I grein í 17. tbl. Vísbendingar var farið yfir nokkur atriði sem ætla mætti að fylgdu úrsögn Breta: V Cameron þarf þá væntanlega að fara frá ? Ekki ólíklegt að Boris Johnson taki við ? Ekki er útilokað að Johnson taki upp nýjar aðildarviðræður með frekari kröf- um um undanþágur V Frekari veiking pundsins ? Verðbólga gæti farið upp fyrir 2,0% markmiðið V Sjálfstæðiskröfur Skota gætu orðið há- værari ? Miðstöð fjármála í Evrópu mun færast frá London til Frankfurt ? Mörg fyrirtæki færa höfuðstöðvar sínar væntanlega þangað. Eins og sjá má eru nokkur atriði þegar komin fram. Um annað er óvissa og stjórnmál næstu dagana munu snú- ast um það að koma í veg fyrir suma af spádómunum hér að framan. Seðla- bankastjórinn Mark Carney lýsti því strax yfir að bankinn myndi styðja við pundið og að staða bresku bankanna væri marg- falt sterkari en hún var fyrir hrun. Pundið hefur reyndar lækkað nær stöðugt allt árið (með sveiflum auðvitað) og náði lægstu stöðu gagnvart Bandaríkjadal í þrjátíu ár. Áhrifin á heiminn Evrópusambandið var upprunalega stofn- að til þess að minnka líkurnar á stríði milli erkióvinanna Frakka og Þjóðverja. Itaiir og Benelux-löndin voru líka í upp- runalega bandalaginu. Hugsunin er sú að því nánari sem löndin eru, þeim mun líklegra sé að þau haldi friðinn. Viðskipti innan svæðisins hafa líka stóraukist og við stofnun sameiginlega markaðsins árið 1992 var stigið viðbótarskref í þá átt. Evr- an bætti svo enn við það sem flest löndin eiga sameiginlegt. Stjórnmál hafa alltaf haft mikið að segja. Ollum var ljóst að lönd sem komust undan einræðisherrum á áttunda áratugn- um eins og Spánn, Portúgal og Grikkland stóðu fjárhagslega langt að baki hinum löndunum, en leiðtogar Efnahagsbanda- lagsins eins og það hét þá töldu að aðild þessara landa myndi styrkja veikt lýðræðið í sessi. Sömu sjónarmið voru uppi um Austur-Evrópulönd. Orslitin í Bretlandi hafa örugglega áhrif á kjósendur í öðrum Evrópusam- bandslöndum. Þannig gæti úrsögn Breta leitt til keðjuverkunar. Þeir hafa engan áhuga á því að vera í EES því að þeirri aðild fylgja allar þær reglugerðir og frelsi til fólksflutninga sem útgöngumenn vildu ekki. Hver sem áhrifin verða er óhætt að segja að sambandið er veikara þegar eitt stærsta aðildarríkið hverfur úr því. Það gildir reyndar um Bretland líka. Q Hamfarir af manna- völdum David Cameron og fleiri stuðnings- menn Evrópuaðildar Breta tala um kreppu af mannavöldum nú þegar Bretar eru á útleið. Ávarp seðlabankastjóra Breta eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna minnti suma á stöðuna á Islandi haustið 2008. Seðlabankastjórinn var greinilega sleginn þegar hann talaði yfir fjölmiðlum, og reyndi að hughreysta þjóðina, en endaði þó ekki: God save Britain. Fólk gerði að- súg að Boris Johnson við heimili hans. Sumir gleðjast feikilega enda eru áhrifin af úrsögn lengi að virka. Flestir telja að innflytjendamálin hafi haft mest að segja, en það hjálpar við ákveðinn hóp fólks að kynda undir útlendinga- hatri. Eftir tvö ár, þegar úrsögnin tekur loks gildi, verður enginn til þess að rekja hverjum það var að kenna að verð hækk- aði eða störfum fækkaði. Cameron sýndi pólitískt hugrekki þegar hann sagði af sér þegar hann hafði tapað atkvæðagreiðslunni. Afstöðu fylgir ábyrgð. Nú verða útgöngumenn að sjá um framhaldið eins og eðlilegt er. Bor- is Johnson segir nú að ekkert liggi á að byrja útgönguferlið, enda valdi hann sér afstöðu nánast með því að henda upp peningi eins og áður er rakið í sálmum. En niðurstaðna er ekki eins og vandi sem hverfur ef maður sinnir honum ekki. Báðir aðilar verða að sætta sig við að þjóðin hefur talað og meirihlutinn vill ganga úr Evrópusambandinu. Allir þurfa að gæta sín að mála ekki skrattann á vegginn. Menn munu vinna úr nýrri stöðu og eitthvert sam- band verður milli Breta (eða Englands og Wales, ef landið liðast í sundur) og Evrópusambandsins. Það gleymist oft að bandalagið var upprunalega stofnað til þ ess að vernda mannréttindi, frelsi og frið í Evrópu. Það hefur tekist, en það er lítils metið. Friður og frelsi eru eins og loft og vatn, einskis virði ef maður hefur nóg af þeim. Pawel Bartoszek setti eftirfarandi reglu fram á FB-síðu sinni: „Þegar fólk hefur upplifað stöðugleika, frið og vel- megun í marga áratugi má alltaf treysta því að einhver stigi fram og lýsi því yfir að almenningur sé búinn aðfá nóg.“ Svo segir fulltrúi almennings að það hafi ekki verið þetta sem hann meinti. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Utgefandi: Heimur h£, Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfáng: benedikt@heimur.is. Ptentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 22. TBt 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.