Vísbending - 07.07.2016, Síða 1
ÍSBENDING
yikurit um viðskipti og efnahagsmál
7 . júlí 2016
24 . tölublað
34. árgangur
ISSN 1021-8483
Hvers vegna vilja Bretar ganga úr
Evrópusambandinu?
£
Gylfi Zoega
hagfræðingur
Þann 23. júní ákvað meirihluti
breskra kjósenda í þjóðar-
atkvæðagreiðslu að Bretland
skuli segja sig úr Evrópusambandinu.
I kjölfar atkvæðagreiðslunnar hefur
gengi pundsins fallið og það ekki verið
verðminna síðan um miðjan níunda
áratuginn, verð hlutabréfa í bönkum
og fasteignafélögum hefur lækkað
mikið, pólitísk sundrung orðið og mikil
óvissa virðist vera um framtíðarstefnu
stjórnvalda.
Bretland gekk upphaflega í Evrópu-
bandalagið, eins og það hét þá, árið 1973
eftir að hafa verið neitað um inngöngu
árum saman af de Gaulle, forseta Frakk-
lands.1 í Evrópusambandinu hefur Bret-
land á margan hátt haft aðrar áherslur en
meginlandslöndin; viljað frjáls viðskipti
en verið á móti pólitískum samruna, ekki
tekið þátt í Schengen-samstarfinu, ekki
viljað taka upp evru sem gjaldmiðil og
ekki skrifað undir mannréttindasáttmál-
ann sem var hluti af Lissabon-samkomu-
laginu, svo nokkur dæmi séu nefnd. En
Bretland hefur haft áhrif á stefnu sam-
bandsins, einkum stofnun innri mark-
aðarins sem hefur aukið samkeppni á
vöru- og þjónustumarkaði. Andstaða
við aðild hefur hins vegar aukist síðustu
tvo áratugi í Bretlandi, einkum innan
Ihaldsflokksins, sem hafði lengst af ver-
ið samhuga um gagnsemi aðildar. í þeim
tilgangi að leysa hnút í flokkstarfinu
og sigra í kosningum árið 2015 ákvað
Cameron forsætisráðherra að efna til
þjóðaratkvæðis, að því er virðist í þeirri
von að meirihluti kjósenda vildi vera
áfram í Evrópusambandinu og málið væri
þá úr sögunni. En útkoman varð önnur
og Cameron sagði af sér embætti í kjöl-
farið. En af hverju greiddu Bretar atkvæði
Mynd 1. Hagrænar stærðir og hlutfall
kjósenda sem vill yfirgefa Evrópusambandið
á þennan hátt?
Kosninganiðurstöður
Lítum fyrst á niðurstöður eftir
landshlutum í töflu 1. Meirihluti íbúa
Lundúna vildi vera áfram í sambandinu
(72%) og einnig góður meirihluti í
Skotlandi og á Norður-írlandi. I Wales
var mjótt á mununum en meirihluti var
þar fyrir úrsögn. En það var í Englandi,
fyrir utan London og nágrenni, sem
úrslitin réðust. Meirihlutinn vildi ganga
úr sambandinu í flestum héruðum
Englands með fáum undantekningum,
einkum í nágrenni höfuðborgarinnar.2
Það er athyglisvert að þau héruð þar
sem stærstur meirihluti var fyrir því að
fara úr Evrópusambandinu voru þau
héruð sem blómstruðu í iðnbyltingu
19. aldar. Þannig vildu 65% íbúa
Lincolnshire yfirgefa sambandið en þar
var mikill iðnaður á 19. öld og fyrri hluta
20. aldar. Hið sama á við Yorkshire en þar
er iðnaðarborgin Sheffield; í Shropshire
er gljúfur sem er tákn iðnbyltingarinnar
(Ironbridge Gorge) og borgin Stoke sem
var miðstöð kolanáms og stáliðnaðar. En
í Suður-Englandi og London þar sem
þjónustuhagkerfið hefur eflst síðustu
áratugi var annað uppi á teningnum,
72% kjósenda í London vildu vera áfram
í sambandinu, 56% í úthverfum London
og einnig var meirihluti fyrir því að vera
áfram í sambandinu í héruðunum Surrey
og Sussex fyrir sunnan borgina.
Hvað útskýrir dreifingu
atkvæða?
Að minnsta kosti tvenns konar ástæður
gætu legið að baki ákvörðun um að segja
skilið við Evrópusambandið og útskýrt
af hverju andstaða við aðild var meiri í
Englandi utan London en annars staðar.
I fyrsta lagi gætu efnahagsaðstæður á
hverju svæði kallað á slíka ákvörðun —
atvinnuleysi og mikill fjöldi innflytjenda
— og í öðru lagi gæti afstaða fólks til
framh á bls. 2
1 Gylfi Zoega hefur ^ I ljós kemur að \ ^ Þrátt fyrir að margt gangi vel ■ A Sagan sýnir að íslendingum
J. greint hvernig Brexit :, j fjölmargir lýðfræðilegir : y J í efnahagslífinu um þessar j' Ý fleytir ekki mjög hratt í
atkvæðagreiðslan fór ■ þættir skýra úrslitin í : mundir kraumar óánægja frjálsræðisátt og vandamálin
sem fór. kosningabaráttunni. I undir. : leysast hægt.
VÍSBENDING • 14. TBl. 2016 1