Vísbending


Vísbending - 10.08.2016, Qupperneq 1

Vísbending - 10.08.2016, Qupperneq 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmúl 10. ágúst 2016 27 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Er verðtrygging óhagstæð neytendum? Mynd: Mánaöarlegar greiöslur af 10 ára láni (raunvirði) 100,000 Óverðtrvggt ■ Verðtryggt ......- Óverðtr. Jafnar afb. MiíaS við 3,6% verðtryggða vexti og 6,75% óverðtryggða vexti. Margir stjórnmálamenn hafa það markmið að fella niður verð- trygginguna sem hér hefur verið við lýði um langa hríð. Nú þykir það sjálfsagt að lífeyrissjóðir nái raun- ávöxtun upp á 3,5%, en fram yfir 1980 var ávöxtunin neikvæð. Verðtryggingin var skilyrði fyrir því að lífeyrissjóðir næðu að vaxa og dafna. Hrunið færði okkur þó heim sanninn um að ekkert er gefið í ávöxtunarmálum. Breyttir tímar? En nú er öldin önnur, segja margir. Hér á landi er ekki lengur óðaverðbólga en vextir eru þó óneitanlega mjög háir. Ymsir kenna verðtryggingunni um, bæði lýðskrumarar og vel meinandi menn. Enn í dag eiga margir erfitt með að skilja það að höfuðstóll hækki vegna verðbóta þó að af lánunum sé borgað. Sumir virðast jafnvel telja að verðtryggingin sé einhvers konar tæki til þess að klekkja á almenn- ingi. Verðtryggingin er þó auðvitað ekki ættuð frá myrkrahöfðingjanum heldur er hún tól sem veldur því að bæði lántakandi og -veitandi sýsla með sama verðmæti allan lánstímann miðað við almennt verð- lag. Þegar skuldbindingar eru ekki verð- tryggðar þurfa lánveitendur að hafa vexti hærri en ella til þess að tryggja sig gegn óvæntum sveiflum á verðlagi. Reynslan sýnir að á undanförnum 20 árum eru vextir hér á landi nær alltaf hærri að raungildi á óverðtryggðum en verðtryggðum lánum. Þetta sýnir að lán- veitendur telja að óvisst verðlag vegi svo þungt að þeir verði að krefjast hærri raun- vaxta á verðtryggðum lánum en óverð- tryggðum. Þessir hærri vextir eru gjald lántakandans fyrir að höfuðstóllinn er ekki verðtryggður. Hér á landi eru nær öll lán verðtryggð ef þau eru til lengri tíma en fimm ára. Ef slík lán væru óverðtryggð væri munur á vöxtum á óverðtryggðum og verðtryggðum lánum enn meiri en nú er. Á að fella niður verðtryggingu? Helsti gallinn við verðtryggingu út frá sjónarmiði hagstjórnar er að vaxta- hækkanir Seðlabankans bíta lítið á slík lán. Hugsunin er sú að vaxtahækkanir bankans minnki kaupmátt með því að greiðslubyrði af lánum hækki og þannig slái bankinn á eftirspurn. Þessi áhrif koma ekki fram í verðtryggðum lánum nema að litlu leyti. Hæstu vextir í bankakerfinu eru yfir- dráttarvextir. Þeir hafa verið yfir 10% að raungildi árum saman. Sáralítið er kvartað undan þessum vöxtum, væntanlega vegna þess að lántakendur skammast sín fyrir þessi „hirðuleysislán“. Jafnvel almennir út- lánsvextir eru hærri að raungildi ef þeir eru óverðtryggðir en verðtryggðir. Munurinn sveiflast nokkuð en er yfirleitt nálægt tvö prósentustig. Nú bjóða lífeyrissjóðir óverð- tryggð lán á 6,75% breytilegum vöxtum en verðtryggð á 3,6% fostum vöxtum ofan á verðtryggingu (Almenni lífeyrissjóðurinn). LSR býður 3,34% breytilega vexti á verð- tryggð lán. Raunvextir á óverðtryggð lán eru nú liðlega 5% eða um tveimur pró- sentustigum hærri en á verðtryggð lán. Þetta þýðir að gjaldið sem menn greiða fyrir að losna við verðbæturnar er um 20 þúsund krónur á milljón króna láni. Hinir vel meinandi stjórnmála- menn og predikarar sem vilja losna við verðtrygginguna væru því að senda al- menningi um tvö hundruð þúsund króna reikning á ári miðað við tíu milljón króna lán. Þetta þýðir um 10% meiri greiðslu- byrði af óverðtryggðu láni en verð- tryggðu. Að raunvirði er hún um 13% ef valið er jafngreiðslulán (annuitetslán) en tæplega 7% hærri ef valið er að greiða fastar afborganir. Ekkert bendir til þess að munurinn á raunvöxtum verðtryggðra og óverðtryggðra lána minnki meðan Island heldur sínum óstöðuga gjaldmiðli. Athyglisvert er að þegar neytendur eiga val um verðtryggð lán og óverðtryggð vill meirihluti þeirra nú um stundir verð- jramh. d bls. 4 1 Sumir lýðskrumarar vilja : A Veiðigjaldið hefur farið O Undirliggjandi verðbólga : A Stjórnmálamenn sem ljúga X banna verðtryggingu þó f \ lækkandi að undanförnu. lJ er í raun og veru hærri en ■ ' J eru hættulegir samfélaginu að flestir lántakar velji Reykvískar útgerðir borga : opinberar tölur gefa til | og þeim mun verri sem þeir verðtryggð lán. stóran hluta gjaldsins. kynna. eru lygnari. VÍSBENDING • 27. TBL 2016 1

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.