Vísbending


Vísbending - 24.08.2016, Side 3

Vísbending - 24.08.2016, Side 3
ÍSBENDING Tafla 1: Lækkun hlutabréfa í Kauphöll íslands frá hæsta gildi fyrir hrun til lægsta gildis eftir hrun Lækkun í Vísitala Nafnlækkun ÍISK Raunlækkun ÍISK Lækkun ÍUSD USD m.v. aflandsgengi All share PI 95,4% 96,2% 97,7% 98,5% All share GI 95,3% 96,1% 97,7% 98,5% Icex-15 (Úrvalsvísitala) 97,8% 98,2% 98,8% 99,2% Tafla 2: Lækkun hlutabréfaverðs 1999-2012 Raun Nafn 1999- Nafn 2007- 1999- Raun 2012 2012 2012 2007-2012 Kýpur 99,3% 98,5% 99,4% 98,6% ísland (ICEX-15) 97,8% 97,8% 98,2% 98,2% Grikkland 92,3% 91,1% 94,8% 92,2% en önnur. Úrvalsvísitalan náði hámarki 18. júlí 2007 eins og nýju vísitölurnar en lágmarkið eítir hrun náðist nokkrum vik- um fyrr eða 12. mars 2009. Lækkunin að nafnvirði var 97,8%, að raunvirði 98,2% og í Bandaríkjadölum 98,8%. Sjá einnig töflu 1. Blessuð krónan Hér er sem fyrr segir miðað við opinbert gengi krónu. Eftir hrun var um skeið í reynd tvöfalt gengi á krónunni, annars vegar það sem gilti í vöru- og þjónustuvið- skiptum sem voru undanþegin gjaldeyris- höftum og hins vegar aflandskrónugengi (e. off-shore) sem notað var að einhverju marki í öðrum viðskiptum. Nokkrum vandkvæðum er bundið að finna ná- kvæmt mat á því síðara en það var þó ætíð eðli máls skv. lægra en hið fyrra. I gjald- eyrisútboðum Seðlabanka árið 2011 var gengi evru rétt í kringum 240 krónur á meðan almenna gengið var um 160 krón- ur. Aflandskrónugengið var skv. þessu þriðjungi veikara en almenna gengið. Sé miðað við það fæst nokkuð hærra mat á lækkun hlutabréfaverðs á Islandi eins og sjá má í töflunni. 75 markaðir Lækkun eins og sú sem lýst er hér að framan er vitaskuld afar óvenjuleg á hluta- bréfamarkaði en í ljósi þess að mörg önn- ur lönd gengu í gegnum miklar hremm- ingar í fjármálakrísunni er áhugavert að skoða hvort lækkunin á Islandi sker sig úr. Vegna þessa voru skoðaðar tölur af 74 öðrum hlutabréfamörkuðum undanfarin ár til samanburðar við íslensku tölurnar. Litið var á hlutabréfavísitölur og reynt að fínna fyrir hvert land vísitölu sem almennt er talin endurspegla verðþróun á viðkom- andi markaði. Reynt var að fá tölur frá árslokum 1999 til ársbyrjunar 2014 til að hafa gögn yflr bæði aðdraganda núverandi krísu og krísuárin sjálf. I nokkrum tilfell- um varð þó að láta styttra tímabil nægja. Þegar þessar vísitölur eru skoðaðar kemur í flestum tilfellum svipuð saga í Ijós. Það voru sviptingar í kringum alda- mótin og oft lækkun þegar netbólan svokallaða sprakk, síðan veruleg hækkun fram til u.þ.b. miðs árs 2007, þá veruleg lækkun frá síðari hluta ársins 2007 til 2009 eða jafnvel lengur og oft uppsveifla eftir það. Ákveðið var að reikna út lækkun vegna krísunnar sem muninn á hæsta gildi hverrar hlutabréfavísitölu eftir aldamót en fyrir krísu annars vegar og lægsta gildi eft- ir krísu hins vegar. I ljós kom að í þremur löndum höfðu hlutabréf lækkað um meira en 90% að nafnvirði miðað við þessa skiptingu, Grikklandi, Islandi og Kýpur. Lækkunin í Grikklandi var 91,5% sé byrj- að að telja í ársbyrjun 2000 en 92,3% sé miðað við hápunkt sem náðist 1999. Vegna þess að vísitölur eru alla jafna reiknaðar í gjaldmiðli heimalandsins, sem getur vitaskuld þróast með ýmsum hætti, var einnig reiknað út hvað lækkunin var mikil þegar búið var að taka tillit til styrkingar eða veikingar gjaldmiðils hvers heimalands gagnvart Bandaríkjadal. Það jafngildir því að reikna gengi hlutabréfa í Bandaríkjadölum. Þegar þetta var gert þá kom einnig í ljós að hlutabréf höfðu einnig lækkað um meira en 90% í Banda- ríkjadölum í þessum þremur löndum og að markaðurinn í Úkraínu bættist í hóp- inn með 90,9% lækkun. Tvær atrennur Lækkunin á Kýpur var 99,1% sé byrjað að telja í ársbyrjun 2000 en 99,3% sé mið- að við hápunkt sem náðist 1999. Sé horft framhjá sviptingunum um aldamótin varð lækkunin í núverandi krísu 98,5% á Kýpur og 91,1% í Grikklandi. Bæði kýpversku og grísku hlutabréfamarkað- irnir hafa nefnilega hrunið tvisvar á því tímabili sem hér er skoðað, fyrst í kring- um aldamótin og svo aftur í fjármálakrís- unni. Fyrra hrunið var sýnu verra en það síð- ara á Kýpur og kom í kjölfarið á ævintýra- legri hækkun markaðarins á skömmum tíma. Markaðurinn hækkaði um 1050%, þ.e. verð ríflega 11-faldaðist, frá janúar 1997 til nóvember 1999. Vísitalan lækk- aði svo aftur nánast jafnmikið fram til október 2004, varð þá lægst 5,1% lægri en áður en bólan byrjaði að þenjast út. Þá byrjaði önnur bóla að þenjast út sem skil- aði 490% hækkun áður en hún sprakk. Sviptingarnar urðu aðeins minni á gríska markaðinum en verð lækkaði þó um 75% frá 1999-2003 og þurrkaði út gífurlega hækkun sem hafði orðið 1997-1999. Seinni bólan á Kýpur náði hámarki í lok október 2007. Þá tók við lækk- unarhrina sem endaði í september 2012 þegar vísitalan hafði lækkað um 98,5% frá hápunktinum í október 2004 og um 99,3% frá hápunktinum í nóvember 1999. I Bandaríkjadölum var lækkun- in 99,1% frá hápunktinum í nóvember 1999 til september 2012. Ahrifin á íslenska markaðinn þegar netbólan sprakk upp úr aldamótum urðu allnokkru minni en í hinum löndunum tveimur sem hér eru til skoðunar. Þó lækkaði nafnverð hlutabréfa um 47,7% hérlendis, frá 17. febrúar 2000 til 24. ágúst 2001. íslenska leiðin ekki fær Krísan á Kýpur var einstaklega erfið viðureignar. Líkt og á íslandi var banka- kerfið í raun gjaldþrota, þ.e. eigið fé var minna en ekkert. Efnahagsreikningar kýpverskra banka voru hins vegar að öðru leyti mjög ólíkir efnahagsreikningum ís- lensku bankanna. Stór hluti af tapi kýp- versku bankanna var vegna grískra eigna, m.a. ríkisskuldabréfa, sem lækkuðu í verði vegna slæms ástands í Grikklandi. Skuld- framh á bls. 4 VÍSBENDING 2 9. TBL. 2016 3

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.