Vísbending - 12.10.2016, Qupperneq 3
Utflutningur og
ÍSBENDING
auðlindir
Helga Kristjánsdóttir
hagfrœðingur
Arið 2011 var Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn (IMF) þátttakandi í ráð-
stefnu hér á landi, þar sem verið var
að ræða um leið Islands út úr kreppunni.
A ráðstefnunni var Paul Krugman,
Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði meðal ræðu-
manna. Fram kom m.a. í ræðu Krugman að
takmörk væru fyrir því hve hratt og mikið
væri hægt að auka framleiðslu í sjávarútvegi
og stóriðju, en þessar greinar standa sem
kunnugt er að baki mikils hluta útflutnings.
Astæðan fyrir takmörkum á hraðri fram-
leiðsluaukningu er sú að vöxtur sjávarútvegs
og stóriðju er háður annmörkum (e. physical
œnstraints) í þeim skilningi að takmörk eru
fyrir því hversu hratt er hægt að auka sókn í
auðlindir sjávar og einnig eru takmörk á því
hve hratt og mikið er hægt að auka afköst
stóriðju, við framleiðslu áls og kísilmálma,
þar sem virkjanakostum fækkar. Þannig get-
ur framleiðsluaukning verið takmörkum háð
vegna takmarkana á sókn í náttúruauðlindir.
Aukning framleiðni fremur
en aukning framleiðslu-
magns
Framleiðsluaukning er hins vegar ekki það
sama og framleiðniaukning, því ber að halda
til haga. Með öðrum orðum, þá var ljóst eftir
efnahagshrunið að í sjávarútvegi var erfttt að
auka veiddan afla mikið. Því er mikilvægt að
huga frekar að aukningu aflaverðmæta, þar
sem takmörk eru á magni landaðans afla
með stýringu aflamagns.
Krugman
Krugman fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið
2008. KenningarKrugmansnúaað mynstri (e.
trade patterns) viðskipta milli landa. Þá hefur
framlag hans til haglandafræði (e. geographic
econony) verið mikilvægt sem og framlag til
gildi stærðarhagkvæmni (e. economics ofscale).
Stærri hagkerfi treysta
minna á milliríkjaviðskipti
Stærðarhagkvæmni má skýra með því að
þegar framleiðslueiningum íjölgar, þá kostar
hver eining minna í framleiðslu. Þetta má
tengja löndum þannig að stærri lönd kalla
á meira framleiðslumagn, sem gefur færi
á stærðarhagkvæmni í framleiðslu. Stærri
hagkerfi hafa gjarnan fjölþættari framleiðslu
Straumsvík
innanlands og eru sjálfum sér nóg um flest.
Smærri hagkerfi hafa frekar einhæfari fram-
leiðslu og þurfa því að treysta meira á inn-
flutning, þar sem þau ná ekki að vera sjálfum
sér nóg (e. self-sufficient) í sama mæli. Smá
hagkerfi treysta því almennt meira á alþjóða-
viðskipti í formi innflutnings og útflutnings.
Sem dæmi má nefna Bandaríkin og Island.
Vegna þess hve stórt hagkerfi Bandaríkjanna
er, þá em þau sjálfum sér nóg um flest, í
þeim skilningi að þau framleiða megnið af
þeim vörum og þjónustu sem þau þurfa á
að halda. Þar má nefna allt frá framleiðslu á
korni í Iowa, eða olíuvinnslu í Texas, til þró-
unar hugbúnaðar í Silicon Valley í Kaliforníu
fylki og framleiðslu flugvéla hjá Boeing í
Seatde. Til samanburðar, þá treysti ísland í
fyrstu mest á landbúnað og síðan sjávarútveg
sem grunnstoð, síðan hafa aðrar greinar bæst
við.
Vegna þessa er eðlilegt að útflutningshlut-
fall Islands sé hátt og það gildir jafnframt um
önnur Norðurlönd sem einnig teljast smá í
alþjóðlegum samanburði. Utflutningshlutfall
þeirra er því að jafnaði hærra en hjá stærri
ríkjum. Þá er ýmist átt við hlutfall útflutnings
af vergri landsframleiðslu, eða samtölu inn-
flutnings og útflutnings sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu. Því er fsland sem smátt
hagkerfi gott dæmi um ríki sem treystir á
utanríkisviðskipti í meira mæli en stærri ríki.
Einstakar greinar útflutnings
frá íslandi
Sé litið á einstakar greinar útflutnings frá
Islandi, þá skipta þrjár þeirra mestu máli. I
fyrsta lagi ber að nefna sjávarútveg sem hefur
verið mikilvægur Islandi frá fyrstu tíð byggð-
ar, með fisk í ám og vötnum og á grunnslóð.
I öðru lagi ber að nefna að ál og kísilmálmar
sem framleiddir eru af stóriðju hér á landi,
og skapa þjóðarbúinu mikil verðmæti í formi
útflutnings. I þriðja lagi hefúr ferðaþjónusta
náð mikilli fótfestu á undanförnum árum.
Nú er svo komið að ferðaþjónustan hefúr
náð því marki að hún skapar þjóðarbúinu
verulegar gjaldeyristekjur - og ferðaþjónusta
telst til útflutnings í þjóðhagsreikningum,
vegna tekna sem koma inn í þjóðarbúið er-
lendis frá með komu ferðamanna.
Auðlindir bak við einstakar
greinar útflutnings
Flvaða auðlindir eru það sem standa að
baki þessum þremur einstöku greinum
útlflutnings sem áður voru nefndar þ.e.
sjávarútvegi, raforku og ferðaþjónustu? Sú
gjöfúla náttúmauðlind sem stendur á bak
við útflutning í sjávarútvegi er að sjálfsögðu
sjávarfangið. I öðru lagi er það raforkan sem
byggir á virkjun vatnsfalla á leið frá hálendi
til sjávar, sem og jarðvarmaorku sem nýtist
til orkuframleiðslu og húshitunar. I þriðja
lagi er það ferðaþjónustan sem byggir á þeim
náttúruauðlindum sem erlendir ferðamenn
sækja í, þar má nefna jökla landsins, fjöll og
firnindi.
Yfirburðir þjóða
Yfirburðir þjóða í framleiðslu vöru geta ver-
ið algerir (e. absolute advantage), eða hlut-
fallslegir (e. comparative advantage) þar
sem um náttúrulega yfirburði (e. natural
advantage) getur verið að ræða vegna auð-
linda. Þessa sér merki á Islandi ef litið er á
útflutning sem byggir á auðlindum landsins
í formi sjávarútvegs, stóriðju (með óbeinum
útflutningi raforku), sem og óbeinum út-
flutningi gegnum ferðaþjónustu.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að umfang
og mynstur útflutnings frá íslandi ræðst af
stærð þeirra landa sem Island á í viðskiptum
við. Þannig er eftirspurn meiri frá stærri við-
skiptalöndum okkar. Q
VÍSBENDING 34.TBL. 2016 3