Vísbending - 19.10.2016, Blaðsíða 2
SjlíSBENDING
17 milljörðum króna og jókst um liðlega
4 milljarða króna.
Landsbankinn kom fast á hæla Arion
banka með tæplega 49 milljarða króna
hagnað, en þar af nemur tekjufærsla
vegna virðisbreytingar útlána um 13,5
milljörðum króna samkvæmt afkomut-
ilkynningu. Oreglulegir liðir virðast
þannig hafa haft veruleg áhrif á afkomu
Arion banka og Landsbankans á síðasta
ári og slá bankastjórar beggja bankanna
varnagla við því að afkoman muni batna
áfram vegna óreglulegra liða. Islandsbanki
var nokkur eftirbátur keppinauta sinna á
viðskiptabankamarkaðnum með um 25
milljarða króna hagnað.
Hagnaður Icelandair Group nam um
18, 5 milljörðum króna og næstum tvö-
faldaðist á milli ára. Lækkandi eldsneytis-
verð, aukin eftirpurn á Norður-Atlants-
hafsmarkaðnum ásamt góðri afkomu í
leigu- og fraktflugi skýrir einkum bætta
afkomu samkvæmt afkomutilkynningu.
Mikil arðsemi hjá lögfræði-
stofum
Hagnaður í krónum talið segir sem kunn-
ugt er ekki alla söguna því hluthafar mæla
ávinning sinn í hlutfalli við það eigið fé
sem bundið er í fyrirtækjunum þ.e. í arð-
semi eigin fjár. Ef þannig er litið á árang-
ur síðasta árs hjá einstökum fyrirtækjum
kemur í ljós að lögfræðistofan LOGOS
skilaði bestum rekstrarárangri, en arðsemi
eiginfjár nam 258%. Hagnaður ársins
var um 1,3 milljarðar króna, en bókfært
eigin fé stofunnar var hins vegar liðlega
500 milljónir króna. Fast á hæla LOGOS
kemur Frumherji með 218% arðsemi
og útgerðafélagið Jakob og Valgeir ehf.
skilaði 150% arðsemi enda gekk vel hjá
mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum á síðasta
ári.
Ljóst er að lögfræðistofur skiluðu mjög
góðri afkomu á síðasta ári. Þannig eru 5
lögfræðistofur á meðal 20 arðsömustu fyr-
irtækjanna í íslensku atvinnulífi á síðasta
ári þ.e. LOGOS, Landslög, BBA/Legal,
Mörkin lögmenn og LEX. Hjá sérfræði-
fyrirtækjum eins og lögfræðistofum þar
sem starfandi lögfræðingar eru oft og
tíðum einnig eigendur er tilhneiging til
að greiða fremur út arð en að ávaxta fjár-
munina í rekstrinum. Hagnaður er því oft
mikill í hlutfalli við bókfært eigin fé þegar
vel gengur.
Marel stærsti vinnu-
veitandinn
Meðalstarfsmannafjöldi var um 3.900 hjá
Marel á síðasta ári og fækkaði starfsmönn-
um um 6% á árinu. Marel var því stærsti
Tafla 1. Stærstu fyrirtæki
landsins árið 2015 (m.kr.)
Velta 2015 Velta 2014 Breyting milli ára Röð 2014
Icelandair Group 150.269 130.289 15% 1
Marel hf. 119.761 110.660 8% . 2
Arion banki hf. 117.954 87.915 34% 5
Landsbankinn hf. 101.457 90.610 12% 3
Samskip hf. 91.411 86.370 6% 7
Alcoa Fjarðaál sf. 90.164 87.146 3% 6
Islandsbanki hf. 87.269 80.689 8% 8
Actavis á Islandi 83.970 64.760 30% 13
Samherji hf. 83.784 78.390 7% 9
Icelandic Group hf. 78.475 89.858 -13% 4
Hagar hf. 78.366 77.143 2% 10
Norðurál Grundartangi ehf. 76.606 66.133 16% 12
Eimskipafélag fslands hf. 73.289 70.122 5% 11
Össur hf. 63.686 59.366 7% 14
Rio Tinto Alcan á íslandi hf. 60.107 57.864 4% 15
Landsvirkjun 55.568 51.294 8% 18
N1 hí 49.410 57.458 -14% 16
Primera Travel Group hf. 48.043 57.091 -16% 17
Dalsnes (Innnes o.fl.) 42.098 41.039 3% 20
Orkuveita Reykjavíkur 40.312 38.526 5% 21
Tafla 2. Mestur hagnaður árið 2015 (m.kr.) Hagnaður 2014 Breyting Hagnaður Arðsemi 2015 % af veltu eiginfjár
Arion banki hf. 52.814 35.916 47% 45% 26%
Landsbankinn hf. 48.879 39.526 24% 48% 18%
íslandsbanki hf. 25.103 28.988 -13% 29% 12%
Icelandair Group 18.488 9.352 98% 12% 31%
Samherji hf. 17.350 13.674 27% 21% 21%
Landsvirkjun 16.326 12.897 27% 29% 7%
Eyrir Invest ehf. 14.798 -5.219 - 76% 42%
Marel hf. 10.197 2.609 291% 9% 16%
Reitir fasteignafélag hf. 9.434 2.458 284% 61% 20%
Össur hf. 9.034 9.071 0% 14% 15%
HB Grandi hf. 7.745 6.764 15% 24% 22%
Síldarvinnslan hf. 7.616 7.230 5% 28% 23%
Norðurál Grundartangi ehf. 7.365 11.762 -37% 10% 14%
Reginn hf. 7.280 2.780 162% 79% 33%
Eik fasteignafélag hf. 5.780 1.522 280% 57% 25%
Landsnet hf. 5.009 4.693 7% 31% 12%
Hagar hf. 4.498 4.795 -6% 6% 27%
Félagsbústaðir hf. 4.051 4.713 -14% 128% 19%
Isavia ohf. 3.818 2.724 40% 15% 19%
Orkuveita Reykjavíkur 3.588 10.875 -67% 9% 3%
2 VÍSBENDING • 3S.TBL. 2016