Vísbending


Vísbending - 19.10.2016, Síða 3

Vísbending - 19.10.2016, Síða 3
vinnuveitandi landsins á síðasta ári. Sam- kvæmt ársskýrslu fyrirtækisins mark- aði árið 2015 lokin á endurskipulagn- ingarferli (e. refocusing program) sem miðaði að því að auka framleiðni innan fyrirtækisins. Félagið er með starfsemi í 30 löndum og er með yfir 100 umboðs- og dreifingaraðila víða um heim. Landspítalinn var næst fjölmennasti vinnustaður landsins, en þar störfuðu að meðaltali um 3.800 starfsmenn á síðasta ári. Starfsmannafjöldi hjá Landspítalanum stóð því sem næst í stað á milli ára. Næst í röðinni á lista yfir stærstu vinnuveitendur landsins koma svo Icelandair Group með um 3.400 starfsmenn og Össur með um 2.400 starfsmenn. Um 9% aukning varð í starfsmannafjölda hjá báðum fyrirtækj- unum á milli ára enda hefur atvinnuleysi farið stöðugt lækkandi frá árinu 2010 og mældist 2,9% að jafnaði á mánuði á síðasta ári samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar. A árunum 2009 - 2010 var atvinnuleysi um og yfir 8% hvort árið að jafnaði á mánuði. Sj ávarútvegur og fjármálafyrirtæki greiða hæstu launin Fróðlegt er að skoða launagreiðslur eftir fyrirtækjum og ekki síst atvinnugreinum. Vel hefur gengið í sjávarútvegi á síðustu árum og endurspeglast það ekki síst í háum launagreiðslum hjá mörgum sjáv- arútvegsfyrirtækjum. Brim greiddi um 3,5 milljarða í heildarlaun á síðasta ári, en hjá félaginu störfuðu um 142 starfsmenn að meðaltali. Meðallaun á starfsmann námu því rétt liðlega 2 milljónum króna á mánuði. Þetta eru hæstu meðallaun sem greidd voru hjá íslensku fyrirtæki á árinu 2015. Eins og sjá má í töflu 5 eru sjávarút- vegsfyrirtækin áberandi á listanum yfir 20 hæstu launagreiðendur eða rétt tæpur helmingur fyrirtækjanna. Þá eru fjármála- fyrirtæki einnig áberandi eins og sjá má í töflunni. Gert ráð fyrir kröftugum hagvexti á þessu ári Ljóst er að kröftugur hagvöxtur er enn í spilunum á yfirstandandi ári, en sam- kvæmt nýbirtum tölum Hagstofunn- ar er gert ráð fyrir 4,8% hagvexti í ár. Hagvöxtur er knúinn af einkaneyslu og fjárfestingu, en samneysla er talin aukast mjög lítillega. Þrátt fyrir mikinn uppgang í ferðaþjónustu og aukningu útflutnings er gert ráð fyrir að framlag utanríkisvið- skipta til hagvaxtar verði neikvætt þar sem innflutningur hefur aukist mikið sam- ÍSBENDING Tafla 3. Arósömustu fyrirtækin árið 2015 Arðsemi eigin fjár* Hagnaður 2015 Eigið fé m.kr. Eiginfjá hlutfall LOGOS slf. 258% 1.302 504 40% Frumherji hf. 218% 423 194 13% Jakob Valgeir ehf. 150% 1.009 674 8% Landslög slf. 136% 327 240 42% BBA/Legal 124% 327 264 62% Mörkin Lögmannsstofa hf. 122% 253 208 37% Keahótel ehf. 118% 321 273 39% Mata hf. 118% 158 134 42% Islenskar getraunir 113% 105 94 39% TM Software Origo ehf. 112% 836 749 58% DK Hugbúnaður ehf. 112% 253 227 56% Toyota á íslandi hf. 103% 589 573 15% LEX 102% 182 177 22% Bananar ehf. 101% 1.150 1.144 60% Toyota 98% 198 202 12% Kynnisferðir ehf. 91% 626 688 13% Iceland Travel ehf. 86% 356 413 32% Agustson ehf. 85% 1.022 1.203 26% Rolf Johansen & Company ehf. 84% 98 116 11% Sómi ehf. 83% 164 197 25% * Fyrir skatta Tafla 4. Stærstu vinnuveitendurnir (fjárhæóir í m.kr.) Ársverk 2015 Ársverk 2014 Breyting frá f. ári Launagreiðslui Marel hf. 3.886 4.115 -6% 33.825 Landspítali 3.739 3.752 0% 31.403 Icelandair Group 3.384 3.109 9% 24.160 Össur hf. 2.420 2.214 9% 18.924 Icelandair ehf. 1.678 1.529 10% 13.348 Icelandic Group hf. 1.604 1.736 -8% 4.521 Eimskipafélag Islands hf. 1.512 1.397 8% 11.553 Samherji hf. 1.433 1.207 19% 11.607 Samskip hf. 1.405 1.295 8% 8.916 Háskóli íslands 1.390 1.344 3% 10.203 íslandsbanki hf. 1.222 1.253 -2% 10.869 Hagar hf. 1.195 1.160 3% 6.018 Arion banki hf. 1.139 1.128 1% 11.522 Landsbankinn hf. 1.095 1.155 -5% 10.504 Norvik hf. (Byko o.fl.) 1.062 1.034 3% 3.891 Isavia ohf. 1.017 914 11% 8.505 HB Grandi hf. 880 920 -4% 8.467 Kaupfélag Skagfirðinga 873 683 28% 5.536 Síminn hf. 843 593 42% 6.911 Islandspóstur hf. 816 790 3% 3.533 Actavis á Islandi 686 713 -4% 4.561 VÍSBENDING 35. TBL. 2016 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.