Vísbending


Vísbending - 05.12.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.12.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmdl 5. desember 2016 39 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Trump forseti og efnahagsmálin f* d Gylfi Zoega JS, ■ hagfræðingur r þessari grein verður fjallað um áhrif af kjöri Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna á efnahagslíf og hag- kerfi Vesturlanda. Trump hefur boðað nokkrar breytingar á hagstjórn og má sega að sú hagstjórnarblanda sem hann hefur talað fyrir líkist einna helst hagstjórn á tíma Ronalds Reagans á níunda áratug síðustu aldar. Breytt hagstjórnarblanda Trump hefur lagt til að tekjuskattur fyr- irtækja verði lækkaður úr 39% í 15% og að skattlaging einstaklinga verði einfölduð og skattar lækkaðir. Hann hefur einnig lagt til stóraukin útgjöld til viðhalds inn- viða landsins og hefur nefnt töluna 200 milljarða dollara á ári í því sambandi. Jafnframt er stefnt að auknum útgjöldum til varnarmála. Þessar aðgerðir munu auka hallarekstur ríkisins til muna. Skuldir rík- isins munu þá vaxa hraðar en nú sem kall- ar á harkalegar aðgerðir í framtíðinni. Þessar aðgerðir munu auka eftirspurn eftir vinnuafli og væntanlega verða til þess að launaverðbólga aukist, en síðasta árið tóku laun að hækka í fyrsta skiptið í áraraðir. Vaxandi spenna á vinnumarkaði og væntingar um verðbólgu kalla á hærri vexti. Tímabil núllvaxta og neikvæðra vaxta í heiminum mun þá enda. Hærri vextir hafa í för með sér eigna- tjón hjá aðilum sem nú eiga bandarísk ríkisbréf. En hærri vextir og lægra verð á skuldabréfum munu auka eftirspurn eftir ríkisbréfum og valda því að erlend- ir fjárfestar kaupa dollara í auknum mæli. Gengi dollars hækkar. Hærri vext- ir minnka fjárfestingu í nýju húsnæði og auka innflutning vegna hærra gengis dollarsins. Það er kaldhæðnislegt að auk- inn innflutningur vegna sterkari dollars mun bitna mest á „ryðbeltinu“ í Pennsyl- vaníu, Ohio og Michigan þar sem hvítir kjósendur, óánægðir með hlutskipti sitt í heimi alþjóðvæðingar, urðu til þess að Trump vann kosningarnar. Vinsældir hans munu væntanlega ekki aukast á þeim slóðum. Hærri vextir í Bandaríkjunum munu valda erfiðleikum í nýmarkaðsríkjum sem hafa tekið mikið af dollaralánum. Það verður erfiðara að rúlla dollaralánum áfram og fjármagn mun fara frá þessum ríkjum inn í Bandaríkin. Aukin hætta verður á fjármálakreppu í Brasilíu og Mexíkó. Reglur um fjármála- markaði I kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 voru sett ný lög sem kennd eru við öldungadeildarþingmennina Dodd og Frank. I þeim lögum eru ákvæði um neyt- endavernd sem verða væntanlega afnumin af Trump og Repúblikönum í þinginu. Á síðustu árum hefur Seðlabanki Bandaríkj- anna reynt að örva útlán viðskiptabanka með afar lágum vöxtum á meðan haldið hefur verið aftur af útlánum með auknum reglum og eftirliti. Nú mun þetta vænt- anlega breytast þannig að slakað verður á regluverkinu á meðan vextir hækka. Afkoma bankakerfisins batnar og umsvif aukast. Tollar og milliríkjaviðskipti Donald Trump hefur lýst yfir ætlun sinni að leggja NAFTA niður, þ.e.a.s. að taka upp tolla í viðskiptum Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Hann hefur einnig lýst því yfir að hækka ætti tolla á innflutn- ing frá Kína. Þannig togast á áhrif breyttrar hag- stjórnar í anda Reagans sem mun hækka gengi dollars og auka innflutning og við- leitni til þess að minnka innflutning með því að leggja á innflutningstolla. Það er hér sem mesta togstreitan verður á valda- tíma Trumps. Hækkun tolla kallar á tollahækkanir í viðskiptalöndum Banda- ríkjanna á meðan hærri vextir og hátt gengi dollars eykur innflutning og kosta fleiri Bandaríkjamenn störf. Veikleikar í framtíðarsýn I málflutningi Trump hefur komið fram að hann telji að tollalaus viðskipti við Mexíkó hafi flutt störf frá Banda- ríkjunum til Mexíkó. En ef nánar er að gáð hafa Bandaríkin lítinn viðskiptahalla gagnvart Mexíkó og Mexíkó hefur hóf- legan viðskiptaafgang gagnvart öðrum löndum. Þannig er ekki augljóst að við- skipti við Mexíkó hafi kostað Bandarík- in mörg störf. Það er rétt að bandaríski bílaiðnaðurinn er nú orðinn alþjóðleg- ur, bílaframleiðsla er í Bandaríkjunum og Kanada og einnig í Mexíkó. Þannig hafa störf færst til Mexíkó. En jafnframt er ljóst að útflutningur til Mexíkó hefur framh. á bls. 3 1 Mesti veikleikinn í málflutningi J, Trumps felst í því að telja innflutning og alþjóðaviðskipti ógna velferð Bandaríkjanna Hættulegastur er sá undirtónn hjáTrump að Bandaríkin eigi fyrst og fremst að huga að eigin hagsmunum f \ Island er fámennt eyríki D og ber þess merki í umræðuhefð um tekjur og tekjuskiptingu A Á sama tíma og auknar kröfur eru gerðar til stjórnmálamanna hlýtur það sama að ganga yfir stjórnsýsluna VÍSBENDING • 39. TBL. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.