Vísbending


Vísbending - 05.12.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.12.2016, Blaðsíða 4
Sameining sjávarútvegs- fyrirtækja er þjóðþrifamál tKjartan Broddi Broddason hagfræðingur að þrengir að innlendum sjávarút- vegi. Annars vegar eru uppi hug- myndir um að sjávarútvegur geti staðið undir (hærra) auðlindagjaldi. Hins vegar er gengi krónunnar að styrkjast og er raungengi um eða við langtímagildi sitt og fátt virðist geta komið í veg fyrir áframhaldandi styrkingu krónunnar. Krónan veldur vanda Innlendur sjávarútvegur er ekki í inn- byrðis samkeppni. Greinin keppir á heimsmarkaði enda heildarveiði lands- manna um 1% af heildarafla í heimin- um — og sáralítið af þeim afla fer til inn- lendrar neyslu. Innlendur sjávarútvegur starfar á markaði þar sem verð afurða er nokkuð þekkt stærð á sérhverjum tíma- punkti. Innlendir aðilar ákvarða ekki hvaða verð fæst fyrir aflann, hvort sem það er einn dollari á kíló eða tuttugu dollarar á kíló - og í stað dollara mætti standa pund, evra eða einhver önnur mynt. Fyrir stuttu fengust 150 krónur fyrir hverja evru en nú fást 120 krónur. Þegar rekstrargrundvöllur fyrirtækja tekur (viðvarandi) neikvæðum breyting- um er eðlilegt að eigendur skoði hvaða hagræðingaraðgerðir geti unnið á móti tekjutapinu. Ein leið getur verið að sam- einast öðru fyrirtæki í sömu grein og ná þannig fram aukinni stærðarhagkvæmni. Þak á aflaheimildum Mjög stór hluti af aflaheimildum er í umsjón tiltölulega fárra fyrirtækja og samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu ráða 20 stærstu félögin yfir 69% af út- hlutuðum aflaheimildum og 50 stærstu yfir um 86% heimildanna, mælt í þorskí- gildum. Inn í þær tölur vantar tilteknar heimildir sem myndu hækka þessa tölu eitthvað, meðal annars loðnu, norsk-ís- lenska síld, veiði á Flæmingjagrunni og sitthvað fleira. Það breytir samt sem áður ekki stóru myndinni. Núverandi löggjöf um „stjórn fisk- veiða“ tiltekur að einstakir nytjastofnar geti ekki verið á sömu hendi nema upp að tilteknu marki: Uthlutaður þorskkvóti má sem dæmi ekki vera meiri en 12% á sömu hendi og í ýsu er viðmiðið 20%. Þá má ekkert einstakt fyrirtæki hafa aðgang að meira en 12% af heildar úthlutuðum aflaheimildum. Þessu þarf að breyta. Þakinu þarf að lyfta Eitt og annað er hægt að tína til sem varpar betra ljósi á þetta. Sem dæmi ræður Brim yfir um 20% af grálúðukvót- anum en það er hámark þess sem einn og sami aðilinn má ráða yfir samkvæmt núverandi löggjöf. HB Grandi ræður um 30% af karfakvótanum meðan hámark á einni hendi er 35%. Hins vegar ræður Brim yfir um 7,5% af karfakvótanum og HB Grandi ræður yfir um 13% af grá- lúðukvótanum. Þessi tvö fyrirtæki gætu ekki sameinast nema selja frá sér tiltek- ið magn af karfa- og grálúðukvóta og jafnvel einhverjar aðrar tegundir - en þá er búið að koma í veg fyrir hugmynda- fræðina á bak við sameininguna - aukna skilvirkni. Heildarkvóti sameinaðs fyrir tækis yrði síðan á bilinu 14-15% af út- hlutuðum heildarafla og það heimilar löggjöfin ekki heldur. Það hlýtur að vera keppikefli að innlendur sjávarútvegur skili hámarks- arðsemi. Til að svo geti orðið þarf að endurskoða hámarksheimildir einstakra fyrirtækja hvað aflaheimildir varðar. Það myndi gera þessum fyrirtækjum kleyft að starfa við annað og hærra raungengi og/eða hærra auðlindagjald en fram að þessu. Bæði atriðin eru búbót fyrir al- menning. □ Aðrir sálmar Skákað í skjóli ríkisins Asíðustu misserum hefúr örlað á því að ísland sé að færa sig nær siðmenntuðum ríkjum þegar kemur að ábytgð þingmanna og ráðherra. Almenningur gerir í dag þá kröfú til stjórnmálamanna að þeir leggi öll spil á borðið þegar kemur að einkahögum þeirra. Sem dæmi ber þingmönnum að gera ítarlega grein fyrir öllum fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfúm utan þings í hags- munaskrá Alþingis. Reglurnar voru afgreiddar frá forsætisnefnd á árinu 2009 og em samd- ar að danskri fyrirmynd. Margir geta líklega tekið undir að reglurnar hafí nú þegar sannað gildi sitt a.m.k. að ákveðnu marki. En hvað með stjórnsýsluna? Um árabil fóm margar ríkisstofnanir kerfisbundið fram úr fjárheimildum án þess að forstöðumenn væru látnir bera ábyrgð. Málunum var ein- faldlcga bjargað í fjáraukalögum og neyddust alþingismenn til að hlaupa undir bagga með stjórnsýslunni og leggja blessun sína yfir ólög- mæt útgjöld ár eftir ár. Afleiðingin var m.a. þrálátur hallarekstur ríkisins og skuldasöfn- un. Ríkisendurskoðun, sem er eftirlitsstofun á vegum Alþingis sendi árlega frá sér skýrslur um framúrkeyrslu ríkisstofnana með alvarleg- um athugasemdum. Því miður skiluðu þau tilmæli lidum árangri lengst af og keyrðu jafn- vel sömu stofnanir fram úr fjárheimildum ár eftir ár án þess að forstöðumenn væru kallaðir til ábyrgðar. Nýlcga hafa komið upp ýmis dæmi þar sem stjórnsýslan hefúr sætt gagnrýni m.a. í tengslum við upplýsingagjöf, innflumingstak- markanir á landbúnaðarvörum og meðferð ríkiseigna. Nýlegasta dæmið er Brúneggja- málið svokallaða þar sem neytendur voru blekkdr árum saman til kaupa á vistvænni landbúnaðarvöru á sama tíma og stofnanir og ráðuneyti voru upplýst um að framleiðslan stæðist ekki kröfúr. Niðurstaða málsins virð- ist vera sú að enginn innan ríkiskerfisins ber formlega ábyrgð. Sú niðurstaða hlýmr að telj- ast alveg óviðunandi ekki síst m.t.t. til þeirra miklu fjármuna sem varið er til eftirlits með neytendamálum í landinu. Á sama tíma og auknar kröfur eru gerðar til ábyrgðar ráðherra og alþingismanna hlýt- ur það sama að ganga yfir stjórnsýsluna. Af fréttaflutningi að dæma virðist sem almenn- ingur sé orðinn langþreyttur á því að stjórn- sýslan skáki í skjóli þegar stór mál koma upp og enginn ber ábyrgð. Þarna hlýtur Alþingi að stíga inn og skerpa á reglum í náinni framtíð. % Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Utgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 39.TB1. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.