Vísbending - 12.12.2016, Side 3
V ÍSBENDING
V
Uppgangur popúlisma
Flokkar sem kenna má við popúl-
isma njóta vaxandi fylgis í mörg-
um vestrænum ríkjum. Sem dæmi
má nefna kosningu Donalds Trump
sem Bandaríkjaforseta og tebramboð
Repúblikana, aukið fylgi Marine Le
Pen í Frakklandi sem vill m.a. tak-
marka aðflutning fólks til Frakklands
og taka upp eigin mynt, Alternalive fnr
Deutschland í Þýskalandi sem einnig
vill takmarka aðflutning fólks til Þýska-
lands, UK Independence Party í Bret-
landi sem barðist fyrir því að Bretland
segði sig úr Evrópusambandinu, Frels-
isflokkur Geert Wilders í Hollandi sem
vill m.a. takmarka búseturétt Múslima í
Hollandi, Lega Nord á Italíu sem vill að
Norður Italía skilji sig frá Suður Ítalíu
og Gullin dögun á Grikklandi, sem vill
meðal annars berjast gegn því að fleiri
múslimir flytji til landsins.
En hvað eiga þessir flokkar sameig-
inlegt? Stjómmálafræðingurinn Cas
Mudde hefur skilgreint popúlistaflokka
á eftirfarandi hátt:
1. Þeir setja sig upp á móti ríkjandi
valdastétt, sem geta verið stjórnmála-
öfl, Ijölmiðlar, bankar, alþjóðasamtök
o.s.frv.
2. Þeir leggja áherslu á vald foringja
hreyfingarinnar sem túlkar, skilur og
setur fram vilja þjóðarinnar. Þarna eru
á ferð einræðistilburðir. Oft hafa hinar
popúlísku hreyfmgar töfrandi stjórn-
málaforingja.
3. Þeir líta á þjóð sem eina samleitna
einingu með sameiginlega hagsmuni og
vilja.
Til samans er þessi blanda kunnug-
leg: Stjórnmálamaður telur sig talsmann
„þjóðarinnar' á móti öðrum ríkjum, inn-
flytjendum og öllum sem þykjast hafa
vit á einstökum málum. Hann setur sig
upp á móti alþjóðasamtökum og lítur á
þau sem óvin ríkisins.
Flokkar popúlisma vilja fremur
einsleitt samfélag en samfélag fjöl-
menningar; að halda fram eiginhags-
munum þjóðar fremur en alþjóðasam-
vinnu og þróunarhjálp, þeir vilja loka
landamærum og halda upp á hefðbundin
og rótgróin gildi.
Popúlismi og hið pólitíska
litróf
Popúlistaflokkar geta verið bæði til vinstri
og hægri í stjórnmálarófinu. Sem dæmi
um vinstri-popúlistaflokk má nefna
Gullnu dögun á Grikklandi og sem dæmi
um hægri-popúlistaflokk má nefna flokk
Le Pen í Frakklandi. Stundum hafa flokk-
arnir öll þrjú einkennin en ekki alltaf.
Þannig hafa talsmenn brotthvarfs Bret-
lands úr Evrópusambandinu einkenni eitt
og þrjú hér að ofan; þeir hafa ekki haft
uppi einræðistilburði hingað til utan þá
að vilja útiloka þingið frá ákvörðuninni,
sem þó er ansi langt gengið.1
Ef við látum vinstri flokka vera til
vinstri á mynd og hægri flokka til hægri
þá getum við sett popúlisma í aðra vídd,
upp og niður, þar sem mestu popúlist-
arnir eru efst á myndinni og neðst er
andstaða popúlista sem eru þá flokkar
sem meta fjölmenningarsamfélög, stofn-
anir lýðræðis og leggja mikið upp úr því
að hver einstaklingur lifi í alþjóðasam-
félaginu. Fjölbreytni skoðana og lífsstíls
er ekki bara umborin heldur höfð í há-
vegum, réttindi minnihlutahópa varin
og umburðarlyndi gagnvart mismun-
andi skoðunum. Köllum þetta „flokka
heimsborgara." Slíkt tvívítt pólitískt litróf
gefur gleggri mynd af mismun á einstök-
um flokkum en einföld aðgreining á milli
hægri og vinstri.
Auknar vinsældir
popúlisma
Tvær skýringar hafa einkum verið gefnar
fyrir auknum vinsældum popúlista.2 Fyrst
skulum við lýsa dæmigerðum hópum
fýlgismanna popúlistaflokka þótt einhver
munur geti verið á milli landa. Stuðningur
er meiri meðal eldri kynslóðarinnar, karl-
manna, þeirra sem minnsta menntun
hafa, þeirra sem eru trúaðir og meðal
þeirra sem tilheyra meirihlutahópi sam-
félagsins (t.d. kynþætti). En hverjar geta
orsakir þess verið að þetta fólk kýs flokka
popúlista?
Fyrsta skýringin felst í efnahagslegri
óvissu um framtíðina. Þeir sem finnst
sér ógnað af auknum milliríkjaviðskipt-
um eða aðflutningi erlends vinnuafls
geta talið sig geta fundið öryggi í stjórn
popúlista sem vilja þá minnka aðflutn-
ing erlends vinnuafls, draga úr viðskipt-
um við aðrar þjóðir og vernda hagsmuni
meirihlutahópa. Flokkarnir sækja þá fýlgi
til þeirra sem standa veikir fýrir á vinnu-
markaði, hafa litla menntun og búa við
lítið starfsöryggi.
Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt
að starfsfólk í greinum sem keppa við inn-
flutning frá Kína hefur minni tekjur og
minna atvinnuöryggi en aðrir.3 Svipaðar
niðurstöður fást þegar áhrif samkeppni frá
Kína á laun og atvinnuhorfur í Bretlandi
eru könnuð.4 Rannsóknir hafa sömuleiðis
sýnt að bandarískir þingmenn sem koma
frá kjördæmum þar sem atvinnugreinar
eiga undir högg að sækja eru líklegri en
aðrir til þess að greiða atkvæði með ýmis
konar höftum á milliríkjaviðskipti.5 I
Evrópu hefur verið sýnt fram á að kjós-
endur í kjördæmum þar sem atvinnuveg-
ir keppa við innflutning frá Kína kjósa
flokka sem eru fýlgjandi verndarstefnu.6
I Þýskalandi eru t.d. kjósendur í slíkum
kjördæmum líklegri til þess að greiða öfga
flokkum til hægri atkvæði sitt7
Ný tækni getur einnig aukið óvissu um
framtíðina. Tækni getur gert störf úrelt
og horfur á slíku getur vakið ótta meðal
fólks. Hagfræðingurinn Eric Brynjolfs-
son hefur sýnt fram á að þau kjördæmi
sem völdu Trump í nýliðnum kosningum
höfðu ástæðu til þess að óttast um fram-
tíðarstörf vegna tækniframfara. I þessum
kjördæmum fela hlutfallslega mörg störf
í sér rútínu sem auðvelt er að láta tölvur
vinna.
Við þetta má bæta ótta við samkeppni
við innflytjendur, einkum frá Suður Am-
eríku í Bandaríkjunum og Austur Evrópu
í Bretlandi. Þótt erfitt hafi reynst að sýna
fram á neikvæð áhrif innflytjenda á laun
og störf innfæddra geta þeir engu að síður
óttast slík neikvæð áhrif í framtíðinni.
Síðari skýringin lýtur að hlutverki
og stöðu fjölmiðla. Kapalsjónvarp og
internetið hafa gert einstaklingum það
mögulegt að stofna og reka sjónvarps-
stöðvar fýrir mun minni kostnað en áður.
Áður einokuðu þrjár stórar sjónvarps-
stöðvar í Bandaríkjunum fréttaflutning og
gættu þess að jafnvægi væri á milli and-
stæðra sjónarmiða. En nú hafa orðið til
pólitískar sjónvarpsstöðvar sem gefa ein-
hliða mynd og staðfesta fýrirframmynd-
aðar skoðanir í huga áhorfenda. Þegar
sami einhliða málflutningurinn er endur-
tekinn aftur og aftur er við því að búast
að heift og sundrung magnist. Fólk getur
framh. á bls. 4
VÍSBENDING 40. TBl. 2016 3