Vísbending


Vísbending - 12.12.2016, Síða 4

Vísbending - 12.12.2016, Síða 4
Aörir sálmar ekki komið sér saman um málamiðlanir og skilið hvert annað vegna þess að það sér einungis eina hlið málsins. Lokaoró Atburðir á Islandi hafa á undanfömum ámm verið forboði um það sem kem- ur í hinum stærri löndum. Hér varð íjármálakreppan dýpst árið 2008 áður en hún dýpkaði í Evrópu og hér varð einnig þjóðernispopúlismi til í kjölfar kreppunnar. En á allra síðustu árum hafa öldumar lægt hér á landi. Popúlismi eins og hann hefur verið skilgreindur í þessari grein var ekki áberandi í nýaf- stöðnum kosningum. Við getum vonað að sú bylgja þjóðernishyggju og popúl- isma sem nú fer yfir Vesturlönd fjari út og nýtt tímabil friðar og sáttar bíði okkar. En ef þær vonir bregðast þá er voðinn vís fyrir hagkerfi heimsins vegna þess að þegar eitt ríki reynir að hagnast á kostnað annars þá er við því að búast að önnur ríki svari fýrir sig. Slíkt gerðist á fjórða áratug síðustu aldar þegar toll- múrar voru reistir. Vonandi endurtökum við ekki leikinn núna. □ framh. af bls. 1 afkoma ríkisins verður milli 15 og 20 millj- örðum verri en niðurstaða nýframlagðs fjár- lagafrumvarps gefur til kynna. A sama tíma eru fyrirhugaðar lækkanir á tekjuskatd um áramót. Ástæðan fyrir því að rekstur ríkisins er jafnþröngur og raun ber vitni er sú að laun hafa hækkað mjög mikið. Ekki þarf að ef- ast um að þörf var á því að hækka laun eftir miklar kjaraskerðingar í kjölfar efnahags- hrunsins, en engu að síður valda launahækk- anir því að ekki er svigrúm í rekstri ríkisins til þess að auka útgjöld nema til komi skatta- hækkanir eða niðurskurður á móti. Toppur hagsveiflunnar? Miðað við spár Seðlabankans gæti hagvaxt- arskeiðið nú orðið það lengsta í sögu þjóðar- innar. Aftur á móti er líka öruggt að það varir ekki að eilífú. Miklu skiptir að haga rekstri ríkisins þannig að það þoli sveiflur og fari ekki í mikinn mínus við fyrsta andblæ. Þess vegna er augijóst að nú verður ríkið að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna ábyrgð. I fjárlagafrumvarpi er staðið við fyrirheit í ríkisfjármálaáædun um afgang upp á um 1% af vergri landsframleiðslu. Margt bendir sem fyrr segir til þess að þau áform séu brothætt. Ríkið á miklar eignir sem ekki eru beinn hluti af rekstri þess og margir freistast til þess að nýta þær til þess að Iaga afkomuna, til Heimildir 1 Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna hefur öll ein- kenni popúlista. Hann talar illa um fjölmiðla, aðra stjórnmálamenn, stofnanir samfélagsins o.s.fr. Hann aðgreinir inntædda frá innflytjend- um, .þolir illa gagnrýni og vill gera Bandaríkin stór og öflug á nýjan leik. Jafnframt virðir hann ekki venjur og siði annarra og virðist standa á sama hvort hann sé að segja satt eða ekki. 2 Sjá, t.d., Ronald F. Inglehart og Pippa Norris (2016), „Trump, Brexit, and the rise of Popul- ism: Economic have-nots and cultural backlash". 3 Sjá David Autor, David Dorn og Gordon H. Hanson (2014), „Trade adjustment: Worker level evidence," Quarterly Journal of Economics, 129 (4). 4 Sjá Joao P. Pessoa (2014), „International compe- tition and labour market adjustment,“ handrit, London School of Economics. 5 Sjá James J. Feigenbaum og Andrew B. Hall (2015), „How legislators respond to localized economic shocks: Evidence from Chinese import competition," The Joumal ofPolitics, 77 (4). 6 Sjá Italo Colantone og Piero Stanig (2016), „The trade origins of narionlist protectionism: Import competition and voting behaviour in Western Europe," handrit, Bocconi háskóli. 7 Sjá Chrisrian Dippel, Robert Gold og Stephan Heblich (2015), „Globalization and its (dis-) content: Trade shocks and voring behaviour," NBER Working Paper. dæmis með því að taka af þeim aukaarð. Þar hafa bæði Landsvirkjun og bankarnir verið nefnd til sögunnar. Slíkar arðgreiðslur ætti að nýta til þess að borga niður skuldir ríkisins, rétt eins og allir flokkar hafa verið sammála um að nýta sölu eigna í þeim tilgangi. Með niðurgreiðslu skulda lækkar vaxtabyrði rík- isins, en hún er hin hæsta meðal vestrænna þjóða vegna þess hve hátt vaxtastig er hér á landi. Ef ekki kemur til aðhald í ríkisrekstri er hætt við að vextir hækki enn í aðgerðum Seðlabankans til þess að sporna við þenslu. Mikilvægt er að taka á ríkisfjármálum og horfa á þau í samhengi við stöðuna á vinnumarkaði. Nú á næstu dögum er von á frumvarpi um breytingu á lífeyriskjörum ríkisstarfsmanna á sama tíma og ríkið leggur fram 100 milljarða króna framlag til lífeyris- mála opinberra starfsmanna. Þetta er fram- lag ríkisins til að jafna kjör á opinberum og almennum vinnumarkaði, en samningsaðil- ar hafa lýst yfir vilja sínum til þess að taka upp ný vinnubrögð í samningum þannig að launahækkanir skili sér í kjarabót en ekki meiri verðbólgu. Þessir samningar eru mikil- vægasta verkefnið ffamundan og ný ríkis- stjórn, hver sem hún verður, þarf að leggjast með alefli á árar með öðrum um að tryggja þennan stöðugleika. Það er engum í hag að hagsveiflur hér á landi séu miklu meiri en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. D Botnlausa hítin mræða um velferðarkerfið og útgjöld hins opinbera hér á landi ber oft keim af því að ríkissjóður Islands sé botnlaus hít. Alls staðar virðist vanta peninga í rík- iskerfið. Umræðan um heilbrigðismálin var t.d. Iífleg fyrir Alþingiskosningar. Sú umræða náði þó hámarki fyrr á árinu þegar bráðamóttaka Landspítalans kom sér upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir sjúklinga í bíla- geymslu spítalans og bauð fjölmiðlum að koma að skoða. Það fór eflaust kjánahrollur um marga þegar sjónvarpið birti mynd- ir af „hrikalegu ástandi“ á spítalanum. Er ástandið virkilega svona slæmt og hefur það versnað svona mikið? f núverandi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 4 milljörðum aukalega til Landspít- alans. Þar af fara um 3 milljarðar í auknar launagreiðslur samkvæmt forstjóra spítal- ans. Á meðan nánast öll viðbótarútgjöld til spítalans fara í auknar launagreiðslur er ljóst að svigrúmið til að auka framleiðni t.d. með bættum tækjakosti minnkar. Eina raunhæfa forsendan til að hækka laun er að framleiðni aukist samsvarandi. Kjarasamn- ingar geta einmitt verið góður vettvangur til að semja við starfsfólk um hagræðingu og aukin afköst á móti bættum kjörum, en það svigrúm hefur ekki verið nýtt sem skildi. Ef þjóðin væri spurð hvort hún vildi auka útgjöld til velferðarmála má telja lík- legt að svarið yrði já. En ef fólk væri spurt hvort það vildi hækka skatta er ekki ólík- legt að svarið yrði nei. í þessu er náttúrlega fólgin mikil þversögn. Það vilja auðvitað allir bætta þjónustu en fæstir að skattarnir hækki. Innst inni vita hins vegar allir að báðum markmiðum verður ekki náð sam- tímis. Við erum líklega á toppi uppsveiflunnar um þessar mundir og erum að horfa á eitt stærsta höfrungahlaup í launum innan rík- iskerfisins í áraraðir. Þetta er mikið áhyggju- efni því þegar efnahagslægðin kemur er hætt við að segja þurfi upp fólki, skerða þjónustuna og hækka skatta. Launahækk- anir hjá æðstu ríkisstarfsmönnum eiga eftir að leggja miklar viðbótarálögur á ríkissjóð því þær rekja sig bæði á gjalda- og skulda- hlið þ.e. í gegnum laun og lífeyrisskuld- bindingar. Jafnvel fyrrverandi ríkisstarfs- menn sem hafa verið á eftirlaunum í mörg ár eru að fá miklar „kjaraleiðréttingar“. Kann þetta góðri lukku að stýra? sg. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 40. TBL. 2016

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.