Vísbending - 19.12.2016, Side 1
ÍSBENDING
yikurit um viðskipti og efnahagsmdl
19. desember 2016
41. tölublað
34. árgangur
ISSN 1021-8483
Það versta
Fyrir réttu ári var birt svartsýnis-
spá fyrir árið 2016. Byggt var á
spá frá Bloomberg fréttaveitunni
fýrir útlönd, en Vísbending spáði hvað
gæti komið fyrir hér á landi. Skoð-
um hvernig spáin gekk eftir. Sumt það
versta gerðist. Brexit samþykkt, Trump
kosinn forseti Bandaríkjanna, evran
gæti endað í 118 krónum í árslok og
landbúnaðarsamningar til áratugar.
Olíuverð hækkaði en ...
I upphafi árs var olíuverð um 37 dalir
tunnan. Lægst fór verðið niður fyrir 30
dali tunnan, en OPEC-ríkin ákváðu að
draga úr framleiðslu í árslok. Moody‘s
hafði spáð 43 dala meðalverði fyrir árið
2016 sem var nærri lagi, en verðið er nú
liðlega 50 dalir. Þetta er um þriðjungs
hækkun frá upphafi árs og næstum tvö-
földun frá lægsta verði, sem er vissulega
mikil hækkun.
Það versta í svartsýnisspánni var að
olíuverð færi á augnabliki yfir 100 dali
vegna skæruliðaárása á olíustöðvar víða
um heim. Þetta rættist ekki og olíuleit á
Drekasvæðinu hófst ekki af krafti.
Bretar vilja ganga úr
Evrópusambandinu
í greininni stóð: „Cameron sem gaf lof-
orð um kosningar sem hann ætlaði aldrei
að halda fer á taugum. Hann hefur heyrt
af ómöguleikakenningunni á ferð sinni
um ísland, en ákveður að hún sé of vit-
laus til að hún sé bjóðandi breskum kjós-
endum. Hann boðar þess í stað til kosn-
inga um málið í júní 2016.
Boris Johnson, borgarstjóri Lund-
úna ákveður að styðja úrsögn og vinnur
kosningarnar. Cameron segir af sér og
Johnson tekur við. Hann leiðir viðræð-
ur um úrsögn, en bankar og önnur stór-
fyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar yfir til
Frankfurt.
Alþjóða fjárfestar halda sig frá Bret-
landi meðan óvissuástand ríkir. Pund-
ið fellur og hlutabréfamarkaðurinn fer
sömu leið. Breski seðlabankinn hækkar
vexti. Skotar boða á ný til kosninga og
segja sig úr sambandi við Breta. Þeir
sækja í kjölfarið um aðild að Evrópusam-
bandinu og mörg ensk stórfyrirtæki flytja
höfuðstöðvar sínar þangað.“ Johnson
varð ekki forsætisráðherra heldur utan-
ríkisráðherra, en að öðru leyti gekk spáin
eftir þó að ekki sé allt yfirstaðið enn.
Sitt lítið af hverju
Hér kemur listi um nokkur atriði sem
spáð var:
Gerðist ekki:
• Hryðjuverkamenn ráðast samtím-
is á skotmörk í höfuðborgum margra
Evrópusambandsríkja.
• Landamæraeftirlit er tekið upp á öll-
um landamærum Evrópulanda.
• Ríkin neita að styrkja Grikki enn
meira eftir að grísk ríkisskuldabréf hrynja
í verði.
• Grikkland gengur úr evrusamstarf-
inu, tekur upp drökmu og fátækt verður
almenn í landinu sem fer á hausinn og
neitar að borga skuldir sínar.
• Flutningar á sjó og landi verða
ótryggir. Hlutabréfaverð fellur í Asíu
Sjanghæ-markaður féll að vísu um 10%.
Gerðist að hluta:
• Utlendingahatur vex og Merkel
hrökklast frá. Merkel er enn í embætti.
• Marine Le Pen verður sterkasti fram-
bjóðandinn fyrir forsetakosningarnar
í Frakklandi árið 2017. Le Pen er talin
verða annar tveggja frambjóðenda í
seinni umferð.
• Orói skapast í Þýskalandi og evr-
an fellur gagnvart Bandaríkjadal. Evran
lækkaði úr 1,08 dölum í ársbyrjun í 1,04
dali nú. Komst hæst í nærri 1,15 en hef-
ur ekki verið lægri á árinu.
• Kínverska hagkerfið hrynur: Nýr
Bandaríkjaforseti sendir flotann til þess
að styðja stjórnina í Tævan, Kínverjar
hóta að grípa til hernaðaraðgerða. Trump
hefur strax valdið óróa í samskiptum við
Kína.
Og Trump var kosinn
• Trump kosinn forseti Bandaríkjanna.
Hann ætlar að loka landamærum, stöðva
viðskipti við Kína og auka hernaðarupp-
byggingu. Bandaríkjadalur fellur, gull
hækkar f verði, hlutabréf lækka nema í
hergagnafyrirtækjum. Ekki allt komið
fram, en ... .
Á meðan var góðæri á Islandi
Spádómar um fsland rættust líka sumir,
en sem betur fer ekki allir:
Gerðist ekki:
• Ríkisstjórnin ákveður að einkavæða
bankana og telur að vænlegast sé að fá
að þeim kjölfestufjárfesta. Eðlilegt sé að
bjóða þröngum hópi að kaupa hluti í
sérstöku forútboði þar sem veittur verð-
ur magnafsláttur til vildarvina. I Reykja-
víkurbréfi er lýst stuðningi við að gömlu
gildin séu hafin til vegs og virðingar á ný.
• Farið að ráðum Lars Christiansens,
spámannsins danska, lánskjaravísitalan
lögð niður og launavísitalan sett á öll lán
þess í stað. Lítið notuð fálkaorða finnst
og Lars sæmdur henni við embættistöku
forsetans. Á sama tíma ákveður forsetinn
að náða nokkra gamla vini sína. Blaða-
fulltrúar forsætisráðherra lýsa því yfir
að loforðið um að leggja niður verð-
tryggingu sé að fullu efnt, launatrygging
sé augljóslega allt annað.
• Álverinu í Straumsvík er lokað og
kerskálum breytt í flugstöð vegna nýs
innanlandsflugvallar sunnan við Hafnar-
fjörð. Forsætisráðherra heggur á hnútinn
í deilunni um byggingu nýs Landspítala
og ákveður að hann verði reistur á Kjal-
arnesi. Það liggi vel við samgöngum alls
staðar á landinu sem er mikilvægt „því
bændur verða líka veikir“ eins og ráð-
herrann bendir réttilega á.
• Meirihluti þingmanna ríkisstjórnar-
innar lýsir því yfir að eðlilegt sé að fsland
gangi í nýtt bandalag óháðra ríkja und-
ir forystu Pútins, sem gerir á sama tíma
samning um að kaupa makríl gegn því að
Rússar fái öll olíuviðskipti við íslendinga
framh. d bls. 4
ISvartsýnisspá Vísbendingar
fyrir réttu ári síðan leiðir
ýmislegt fróðlegt í ljós bæði
innanlands og utan
I samanburði við Evrópusam-
bandslöndin er stuðningur við
landbúnað hér á landi að með-
altali fimm sinnum hærri á býli
3Það er mál til komið að
tollvernd verði aflétt af ís-
lenskum landbúnaði til að
auka samkeppni
4Það má spyrja sig að því
hvort íslenskt efnahagslíf
hafi tekið hina svokölluðu
hollensku veiki
VÍSBENDING • 41.TBL. 2016 1