Vísbending - 19.12.2016, Qupperneq 3
þeim stað í virðiskeðjunni.
Til að meta umfang þessa stuðnings
þarf að greina mismun á smásöluverði
hérlendra matvæla og verði sambærilegrar
vöru væri hún ílutt inn án tolla og inn-
flutningshamla.
Til að skoða verðmuninn var efnt til
samstarfs í febrúar og mars 2016 við tvær
af stærstu matvælakeðjunum landsins,
Aðföng, sem kaupir inn fyrir Hagkaup og
Bónus - og Krónuna. Þessir aðilar selja
bæði innlenda og innflutta matvöru og
eru í aðstöðu til að gera raunhæfan sam-
anburð á verði innflutts varnings og inn-
lends. Verðsamanburður var gerður fyrir
alla vöruflokka matvæla sem nú lúta toll-
vernd. Þær matvælategundir sem nú eru
mest fluttar inn þrátt fyrir tollverndina
eru kjúklingar, svínakjöt, nautakjöt og
ostar. Ekki eru dæmi um innflutning á
kindakjöti, hrossakjöti né mjólk. Inni-
ræktað grænmeti er ekki tollverndað og
er því fyrir utan þessa úttekt. Útiræktað
grænmed svo sem kartöflurt og gulrætur
er flutt inn þegar skortur er hérlendis,
enda eru tollar á þessum vörum lækkaðir
kerfisbundið þegar svo háttar.
Innkaup Aðfanga og Krónunnar á inn-
fluttum landbúnaðarvörum í febrúar og
mars 2016 voru lítil miðað við það magn
sem ætla mætti að þessi fyrirtæki myndu
flytja inn að breyttum tollum. Innkaups-
verð lækkar gjarnan með auknu magni
og því fengu keðjurnar ný verðtilboð frá
erlendum matvælabirgjum í það magn
sem þau áætla að flytja inn ef opið væri
á tollfrjálsan innflutning. Síðan beittu
innflutningsaðilarnir sömu aðferðum við
kostnaðarreikninga og álagningu sem
venja er. Niðurstöður Aðfanga voru eins
og tafla 2 sýnir:
Taflan sýnir verð í kr/kg með VSK í
febrúar og mars 2016 eins og þau voru
út úr Bónus. Krónan telur að þeirra verð
á innfluttri vöru hefði verið mjög svip-
uð. Veginn verðmunur gefur hugmynd
um verðmun viðkomandi búvöru miðað
við áætlað neyslumagn hverrar tegundar.
Eins og sést lækka matvæli mismikið í
verði eftir tegundum. Gróft mat er að þau
myndu lækka um 35% á heildina litið
miðað við svipað neyslumynstur og nú er,
en ljóst er að það mun breytast nokkuð í
átt til ódýrari vöru.
Áætlun Aðfanga og Krónunnar um
mögulega 35% verðlækkun við niður-
fellingu matartollanna er í samræmi við
áður fram komnar upplýsingar frá Hag-
fræðistofnun Háskóla íslands samkvæmt
skýrslu fyrir utanríkisráðuneytið árið
2009. Þá skilaði starfshópur um tollamál
á sviði landbúnaðar á vegum landbún-
ÍSBENDING
Tafla 2. Verðmunur á innlendri matvöru
og innfluttri, án tolla
Flokkur Tegund Hlutfall af veltu flokks Innlent kr/kg Innflutt kr/kg Verð- munur kr. Verð- munur %
Mjólk Goðaostur/Gauda 15% 1.398 930 468 -33%
Camembert 10% 2.966 1.681 1.285 -43%
Veginn verðmunur 25% 795 -37%
Kindur Lambalæri 46% 1.400 1.100 300 -21%
Lambahryggur 19% 1.898 1.210 688 -36%
Veginn verðmunur 65% 413 -26%
Kjúklingar Heill kjúklingur 50% 759 495 264 -35%
Bringur 50% 1.898 898 1.000 -53%
Veginn verðmunur 100% 632 -44%
£gg Venjuleg egg 90% 710 497 213 -30%
Svín Kótilettur 40% 1.198 976 222 -19%
Bacon 27% 1.698 1.330 368 -22%
Veginn verðmunur 67% 281 -20%
Naut Nautahakk 58% 1.898 1.210 688 -36%
Nautalund 7% 5.998 3.346 2.652 -44%
Veginn verðmunur 65% 900 -37%
Heimildir: Tölvupóstar og samtöl viöframkvæmdastjóra Aðfatiga og Krónunnar.
aðarráðherra skýrslu árið 2014, þar sem
sambærilegur verðmunur kemur fram.
Ofangreindar upplýsingar frá fjórum
ótengdum aðilum sýna því að verð inn-
fluttrar matvöru getur án tolla verið um
35% lægra en innlendrar, eins og staðan
lítur út um þessar mundir.
Eðlilega voru félögin ekki tilbúin til
að opinbera álagningarprósentur og verð-
Kjúklingur, heill
■ Virðisaukaskattur 11%
& Verslun, smásala
■ Vöruhús, dreifing
■ Sláturkostnaður og
heiidsölulcostnaður
■ Bóndi
kjúklingabændur og viðkomandi slát-
uraðilar og -vinnslur tengdir aðilar í flest-
um tilfellum. Höfundar gerðu tilraun til
að skipta framleiðslukostnaðinum á milli
þessara aðila og notuðust við evrópsku
hlutföllin, samanber mynd 1. Hvað
kjúklingabringurnar varðar er ekki gerð
tilraun til að skipta milli framleiðslustiga
og myndin sýnir því ósundurliðaðann
framleiðslukostnað.
Aðföng annast sem fyrr segir innflutn-
ing matvæla fyrir Hagkaup og Bónus og
dreifingu í verslanir, en innlendir mat-
vælaframleiðendur dreifa vörunum hins
vegar beint í verslanir. Kostnaður Að-
fanga við innflutning og dreifingu mat-
væla er mismunandi eftir tegundum en
hvað kjúklinga varðar mun hann ekki
Kjúklingabringur
Irmlendur kr Irmfluttur kr
Uppruni
Mynd 1
samninga við erlenda birgja. Þegar eftir
því var gengið voru félögin þó tilbúin til
að gefa innsýn í verðmyndun kjúklinga.
Innfluttir kjúklingar eru um 20% af
heildarneyslunni um þessar mundir.
Myndir 1 og 2 sýna verðmuninn á heilum
kjúklingi og kjúklingabringum eins og
hann var í febrúar 2016 og áætlaða skipt-
ingu milli aðila í virðiskeðjunni frá bænd-
um og upp úr.
Verðmunur bænda er sem fyrr grein-
ir reiknaður út af OECD í samvinnu
við Hagstofu Islands. Hér á landi eru
2 000
kr kr
■ Virðisaukaskattur
11%
aVerelun, smásala
■ Vöruhús, dreifing
■ Verð frá framleiðanda
Uppruni
Mynd 2
vera langt frá 8%. Kostnaðurinn fæst ekki
nákvæmlega uppgefinn. Samsvarandi
kostnað segir Krónan um 5% hjá sér.
framh. á bls. 4
VÍSBENDING 41. TBl. 2016 3