Vísbending


Vísbending - 19.12.2016, Side 4

Vísbending - 19.12.2016, Side 4
1 i % / “V Aörir sálmar Hollenska veikin breiðist út framh. afbls. 3 Samkvæmt upplýsingum frá Aðföng- um og Krónunni þurfa verslanir þeirra svipaða álagningu í krónum á kílógramm matvæla þó innkaupsverð innfluttra mat- væla án tolla sé lægra. Það er álíka um- stang að selja einn kjúkling hvort sem hann er innlendur eða innfluttur. Því er hér gert ráð fyrir að verslunin taki sér sömu krónutöluálagningu pr. einingu á innflutta vöru án tolla og hún fær núna af innlendri framleiðslu. Með öðrum orðum, sama krónuálagning, en hærri prósentuálagning, þannig að verslunin nýtur ekki góðs af tollvernd matvæla ef samkeppni er virk. Að síðustu kemur svo 11 % virðis- aukaskattur ofan á matvælin. Samantekt Þegar framangreindur verðsamanburður á innlendum og innfluttum kjúklingum liggur fyrir er ekki að undra þó stuðning- ur við innlenda kjúklingabændur reikn- ist sá hæsti í bændastéttinni sbr. töflu 1. Matarútgjöld hér á landi gætu verið um 24,2 milljörðum króna lægri ef tollvernd yrði aflétt. Ohætt er að ganga út frá því að sá verðmunur sem ekki gengur til bænda né verslunar gangi til slátur- og vinnslu- aðila samanber töflu 1. Bændur teljast þannig á síðasta ári hafa notið rúmlega 10 milljóna króna stuðnings gegnum toll- verndina, en slátur- og vinnsluaðilar um 14 milljóna króna stuðnings. I Evrópu háttar þannig til að bændur geta skipt við þau sláturhús og þær mat- vælavinnslur sem bjóða best í álfunni og því reiknast ekki óbeinn stuðningur neyt- enda við þá starfsemi milli landa. Slátrun og vinnsla nýtur þannig tollverndarinnar í meira mæli en bændur. Nú kann ýmislegt hvað varðar stað- setningu og stærðarhagkvæmni að skýra þennan verðmun, en það réttlædr ekki að framh. afbls. 1 á ný. Forsætisráðherra lýsir yfir stuðningi við að binda gengi krónunnar við rúblu, enda margt líkt með rússneska hagkerf- inu og því íslenska. Gerðist að hluta: • Gerður er landbúnaðarsamningur til áratuga og lokað fyrir allan innflutning á landbúnaðarvörum sem hægt er að fram- leiða hér á landi. Bananar hækka í verði. Forsetinn lýsir því yfir að hann geti aldrei hætt. Landbúnaðarsamningur til 10 ára. Forsetinn ætlaði að hætta, hætti lögskylda neytendur til talsverðra útgjalda til að halda verndarhendi yfir stórfyr- irtækjum sem í sumum tilvikum flytja ágóða úr landi og geyma í aflandsfélögum eins og dæmin sanna. Það er mál til komið að tollvernd verði aflétt af íslenskum landbúnaði og hann látinn mæta samkeppni innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hér er um gríðarlegt hagsmunamál fyrir íslenska neytendur að ræða því láta mun nærri að matarút- gjöld á mann geti lækkað um 10 þús. kr. á mánuði með afnámi tollverndarinnar. Öðru máli gildir um beinan stuðning. Ekki er óeðlielgt að hafa hann ámóta eða lítillega hærri enn í nágrannalöndunum. Að vísu þarf að hugsa viðmiðun stuðn- ingsins algerlega upp á nýtt til þess meðal annars að hleypa að lögmálum markaðar- ins, einkaframtaki og nýsköpun, þannig að ofan á hóflegan grunnstuðning geti hver og einn bóndi byggt eftir sinni getu, hæfileikum og frumkvæði. Q Heimildaskrd Guðjón Sigurbjartsson. (Mars 2016). Upplýsingar í tölvupósti og samtöl við forstjóra Aðfanga og Krónunnar. Reykja- vík. Hagfræðistofnun Háskóla Islands. (2009). Islensk bú í finnsku umhverfi. Reykjavík: Utanríkisráðuneytið. Hagfræðistofnun HI. (án dags.). Óút- gefið mat. OECD. (24. October 2016). Agricultural support estimates. Sótt 24. October 2016 frá OECD Agricult- ure Statistics: http://www.oecd-ilibrary. org/agriculture-and-food/data/prod- ucer-and-consumer-support-estimates/ agricultural-support-estimates-2015_ data-00737-en Starfshópur um tollamál. (2014). Skýrsla starfshóps um tollamál á sviði land- búnaðar til sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra. Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið, Reykjavík. svo við að hætta og hætti svo. Ókunnugt um verð á bönunum. • Hlutabréfamarkaður hækkar um 60%, evran fer niður í 118 krónur og ríkisstjórnin ákveður að verja öllu fram- laginu frá slitabúunum til lækkunar hús- næðisskulda, en tekur þó frá milljarð sem verja á til þess að kaupa eyðibýli til þess að þingmenn sem hliðhollir eru bændum geti flutt lögheimili sitt. Hlutabréfavísi- talan lækkaði um 10%, evran er um 119 krónur. Ríkisstjórnin féll. Q Váxtalækkun Seðlabankans gæti verið mikil mistök. Ein af röksemdum bank- ans fyrir lækkuninni var sú að hagvöxtur væri mun meiri en hann hafði spáð. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að lögbundið mark- mið bankans er að halda verðlagi stöðugu en ekki að halda hagvexti í hæstu hæðum. Stöðugt verðlag og ofþensla fer aldrei saman. Hagvöxtur mældist 10,2% á þriðja ársfjórð- ungi sem er langt yfir langtímajafnvægi. Mikill undirliggjandi verðbólguþrýstingur er um þessar mundir vegna launahækkana og aukinnar einkaneyslu. Styrking krónunn- ar er eins og mjúk ábreiða yfir vandamálið. Atvinnuleysi á Islandi er um 2,9% og er langlægst í OECD ríkjunum. Til sam- anburðar var atvinnuleysi í Evrópusam- bandinu 8,3% að meðaltali í október síð- astliðnum. Hingað streymir erlent vinnuafl í stórum stíl frá útlöndum. Margt bendir til að við séum að ganga í gegnum það sem kallað hefur verið hol- lenska veikin á tungumáli hagfræðinnar. Þetta hugtak er notað yfir aðstæður sem skapast í efnahag ríkja sem virkja verðmæt- ar náttúruauðlindir - svipað og gerst hefur í ferðaþjónustunni hér á landi. Raungengi hækkar og launahækkanir smitast út til annarra atvinnugreina. Samkeppnisstaða bæði innlendrar framleiðslu og annarra útflutningsgreina versnar. Norðmenn eru reyndar undantekningin sem sannar regluna, en þeim hefur tekist að verja sig gegn veikinni með ráðdeild og sparnaði. Is- lendingar virðast ekki hafa erft það gen frá frændum sínum. Raungengi á mælikvarða neysluverðslags er nú í hæstu hæðum og hefur ekki verið hærra frá því í árslok 2007. Raungengi á mælikvarða launa er enn betri mælikvarði á samkeppnisstöðu fyrirtækja þar sem laun eru stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri þeirra. Þar er svipaða sögu að segja, samkeppn- ishæfnin hefur versnað umtalsvert enda hafa Iaunahækkanir hér á landi verið mun meiri en í nágrannalöndunum á síðustu árum. Oft sannast hið fornkveðna að það sem fer upp kemur yfirleitt aftur niður. Þetta á ekki síður við í efnahagsmálunum eins og íslendingar ættu að vera farnir að þekkja. Þegar styrkingarferli krónunnar tekur enda er hætt við að hinni mjúku hulu verði svipt af og þá mun á ný sjást í hið kunnulega and- lit verðbólgumóra. sg Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimurhf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 41.TBL. 2016

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.