Kosningablað Alþýðuflokksins á Siglufirði - 15.07.1933, Blaðsíða 1

Kosningablað Alþýðuflokksins á Siglufirði - 15.07.1933, Blaðsíða 1
ALÞYÐIJFIiOKKSINS A SIGL.UFIRÐI Siglufirði 15. Júlí 1933. — Ábyrgðarm. GUNNLAUGUR SIGURÐSSON Til verkalýðsins á Siglufirði. Annir hamla því að hægt sé að halda fjölmenna verkalýðs- fundi eða ná eyrum ykkar á ann- an hátt. Þetta er bjargræðistím- inn og tekjurnar reynast ekki svo háar, að sléppa megi nokk- urri stund, sem vinnu er að fá, þess vegna gerði ég engar tilraun- ir til fundahalda, svo mjög sem mig þó langaði til að fá tækixæri ti að ræða við ykkur. En þrátt fyrir annir, og þrátt fyrir alit, er og verður þó nauðsyn hinna vinnandi stétta, til gamtaka og samstarfs jafn knýjandi, og þess vegna má enginn vinnandi mað- ur" eða kona gleyma því að við- gangur verkalýðssamtakanna, starf þeirra gegnum félagsleg á- hrif og löggjöf er og verður þeirra einasta hjálp í baráttunni fyrir betra lífi. í baráttunni um það að sólin megi líka skína á þá stétt þjóðfélagsins, sem dag- lega stritar og leggur lífið í hættu til þess að öðrum líði vel. Fyrir 11 árum hafði ég þá á- nægju að heimsækja verkalýðinn á Siglufirði og víðar norðan- og austanlands, ég naut þeirrar gleði að fá góðar viðtökur og sjá starf mitt og annara, er störfuðu fyr- ir verkalýðinn, bera góðan árang- ur. Eg hafði þá um nokkur ár starfað í þágu verkalýðssamtak- anna, og ég hefi gert það nokk- urnveginn óslitið síðan. Og í gegnum mitt 15—16 ára starf hefi ég fengið mjög ábreif- anleg dæmi þess hversu mikið veltur á samtökunum, og ekki sízt höfuðvígi þeirra Alþýðusam- bandinu, sem nú er orðið það vald í landi hér sem erfitt mun reyn- ast að brjóta á bak aftur, svo fremi að félög þau er það saman- stendur af reynast traust og sam- taka. Síðan alþýðan fyrst fékk full- trúa inn á Alþingi, hefir verið stanslaust unnið að því að fá bætta löggjöf verkalýðnum til handa, og þótt' að skammt sé komið, hefir þó nokkuð áunnizt, og því meir sem fulltrúum alþýðu hefir fjölgað. Hvíldartími á tog- urum er fenginn 8 stundir í sól- arhring, var fyrst 6 og mætti feikna mótþróa. Spor í áttina til sj ómannatrygginga, verkamanna- bústaðir, slysatryggingar, dálítið löguð fátækralöggjöf og ýmislegt fleira, þar á meðal rýmkaður kosningarréttur og væntaniega bráðlega bætt kjördæmaskipun. Allar þessar umbætur hafa feng- izt fyrir samtök verkalýðsins og alþýðu, og hefði fengizt mikhi meir ef samtökin hefðu verið enn- þá víðtækari og sterkari, og þá hefði og mátt hindra ýms skemmdarverk, sem unnin hafa verið á sama tíma. En það sem þó mestu máli skiptir er það, að kaupgjaldi í landinu hefir verið haldið uppi, hindrað gengisfall og fleiri óbeinar árásir á kaup og samtök vinanndi stéttanna, þarf ekki annað en að líta á skýrslu fyrrverandi sambandsstjórnar cg Verkamálaráðs til þess að sann- færast um það, fjöldi kaupdeila, sem allflestar unnust voru háðar á tímabilinu og smáu félögunum, sem erfiðast eiga uppdráttar varð hjálpað. Þarf ekki annað en að benda á Hvammstanga, Bolur.g- arvíkur- og Blönduósdeiluna til að sanna það, svo og járnsmiðadeil- Una í Reykjavík. Skal ekki farið frekar út í það en öllum bent á að lesa þingtíðindi Sambandsins, þar sem umræddar skýrslur eru birtar. Hugsið ykkur hvað kaupið h.ejði verið og hver afstaða verkalýðs- ins væri nú, hefðu félögin verið fá og léleg í Iandinu og eklxert allsherjar samband. Eg á bágt með að trúa því að til sé nokkur verkakona eða verkamaður sem ekki skilji það, að það er Alhýðii- sambaudið og þau félög sem það sumanstenöur af, sem hafa unnið það, sem unnizt hefir til handa verkalýðnum og alþýðustéttinni í landinu. Að það er alþýðusamtök- unum að þakka, að ekki er allt miklu verra en það þó er. Svo sem lægra kaup, meira atvinnu- leysi, minni tryggingar, í einu orði sagt alþýða manna gjörsam- lega varnarlaus. Og sé nú svo, að allflestir skilji þetta og viti, þá hljóta þeir líka að vita það að verkalýðsfélögin og Alþýðusam- bandið eru fjöregg verkalýðsins, sem ekki má brjóta, og að n'llir þeír er gera tilraunir til þess eða vinna að slíku, skulu frá hendi verkalýðsins reynast óalandi og ófriðhelgir öllum verkalýðs- eða alþýðusamtökum. Og því er það skylda alls verkalýðs, allrar al- þýðu, að styrkja verkalýðsfélögin hver á sínúm stað, og skylda félaganna að styðja Alþýðusam- bandið, á þann eina hátt má fá kjörum vinnandi stéttanna borg- ið. — En þetta verður að gerast oftar en bara í kaupdeilum, það verð- ur að gerast alltaf þegar samtök- in koma fram sem heild. Það duga engin mistök í því efni, eng- ar afsakanir. — Það verður að gilda í kaupdeilum og kosningvm, í öllu sem samtökin taka sér fyrir hendur. Enginn einstaklingur má hugsa sem svo, að ekki muni um sig. Allir verða að hugsa um að gera skyldu sína, og skylda allra í verkalýðs- og alþýðustétt er að vinna að velfarnaði sínum og annara á allan þann hátt senl verða má. Þar mega engar trufl- anir komast að, engin óánægja eða mistök, og sízt af öllu mega menn láta aðra flokka villa sér sýn eða spilla árangri þeim, er fenginn er eða fá má. Látlð ekki

x

Kosningablað Alþýðuflokksins á Siglufirði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kosningablað Alþýðuflokksins á Siglufirði
https://timarit.is/publication/1468

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.