Kosningablað Alþýðuflokksins á Siglufirði - 15.07.1933, Page 3

Kosningablað Alþýðuflokksins á Siglufirði - 15.07.1933, Page 3
KOSNINGABLAÐ 3 Framsókn og Reykholtssáttmálinn. Það er öllum landslýð vitanlegt, að Framsóknarflokkurinn hefir verið mjög sundurleitur. Og síð- an flokkurinn tók íhaldsráðherra í stjórnarsængina, hefir hann ver- ið raunverulega klofinn. Sjálf- stæðisíhaldið hefir enda lagt alla sína pólitík inn á það eitt síðan, að kljúfa Framsókn, til þess að reyna að tryggja sér öruggan meirihluta í þinginu til þess að geta tafarlaust drepið öll fram- faramál, haldið óhindrað við sköttum á alþýðunni og ausið úr bönkunum eftir vild, án þess að eiga á hættu að þurfa að taka tillit til auranna. Þetta hefir nú gengið býsna vel með þessi á- form, því þeir hafa alltaf getað náð nógu mörgum Framsóknar- mönnum með skemmdarmálum sínum, og þessir flokkar hafa alltaf gengið óklofnir frá fjárlög- unum þannig, að útiloka alþýðu- stéttina í landinu frá öllum fjár- veitingum henni til hagsbóta, eða til verklegra framkvæmda, sem auka mættu atvinnu í landinu. En nú er það vitanlegt, að fjöldi Framsóknarkjósenda kunna þess- ari sambúð illa, og þykir flokkur sinn nú vera í varga-kjöptum og vilja ekki hlíta því. Glöggt dæmi þess er hin svonefnda Reykholts- samþykkt. í henni stendur meðal annars: »Fulltrúaráð og stjórn líta svo á, aö þingfl. hafi brugðizt kjós- endum og stefnu flokksins með stjórnarmyndun með Ihalds- flokknum, lýsir fullu vantrausti á Magnúsi Guðmundssyni, en láta Ásgeir Ásgeirsson og Þorstern Briem hlutlausa, meðan ekki verð- ur séð hvort stjórnin í störfum sínum fylgir stefnu Framsóknar- flokksins. Ummæli Tr. Þórhalls- sonar í Tímanum 11. júní um, að Framsóknarmönnum sé skylt að styðja Magnús Guðmundsson, eru ósæmandi flokksforingja og verða að engu metin. Fulltrúaráð og stjórn telja sér skylt að vara Framsóknarmenn við friðarhug- leiðingum Tr. Þ. og Ásg. Ásg. í Tímanum, eftir stjórnarskiftin, þar sem vitanlegt er að friðsam- leg samvinna milli Framsóknarfl. og íhaldsfl. getur ekki átt sér stað nema því aðeins að Fram- sóknarmenn falli frá stefnumál- um sínum og veiti íhaldsflokknum hlutdeild í stjórn landsins eins og gerðist á síðasta þingi«. Svo lítur fulltrúaráð Borgar- fjarðarsýslu, 12 menn flest bænd- ur, á mök þingfl. Framsóknar við íhaldið. Án efa er mikill meiri hluti kjósenda þeim samþykkur. Sjálfstœðið og „hreyfingin.“ Eins og sagt er frá hér á öðr- um stað í blaðinu, afneitaði M. G. ráðherra »hreyfingunni« ný- lega. Það er eins og hann trúi lít- ið á að hún veiti kjörfylgi. Það er öðruvísi hér á Siglufirði, á frambjóðendafundinum hér sagð- ist Garðar skilja hana og »sym- patisera« með henni. Einn eða tveir »hreyfingar«-menn töluðu með honum, í blaði »hreyfingar- innar«, sem út kom hér þann 12. þ. m., hrósar ritstjórinn mjög Garðari fyrir góða og rökfasta!! ræðu á fundinum. Þá er það vit- anlegt að ritstjóri »hreyfingar«- blaðsins hér, Brekkan, kom að blaðinu beint frá blaði sjálfstæð- isins og er nú, eða hefir verið, daglega starfandi á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins hér. Þai-f fleiri vitna? En'hvað segja Sigl- firðingar og Eyfirðingar um þetta föruneyti? Stráka greyin ! Á fundinum á Haganesvík sór Magnús Guðmundsson dómsmála- ráðherra fyrir »hreyfinguna«, þ. e. Fasistana, sagði að »hreyfing- in« væri svívirðileg og ætti engan tilverurétt, já, og yrði að uppræt- ast. Um »fánaliðið« þeirra íhalds- mannanna sagði hann að þeir hefðu orðið að lofa stráka-greyj- unum að fá treyju eða blússu eða hvað það nú heitir, því komnnin- istar hefðu verið komnir í treyju og ef ekki þeirra strákar hefðu fengið hið sama hefðu þeir misst þá til »bolsanna« (þótt íhaldið Kjósi fuiltrua verkalýðsins Felix og Jóhann. væri nú ekki minna hégómlegtl). Annars hefðu blússurnar ekki kostað nema 5 kall og jafnvel Magnús sá ekki eftir því. Útyfir gröf og dauða. Hingað til hefir það þótt ærið nóg að naga mannorðið af þeim lifandi mönnum, er þátt taka í opinberum málum, með lygum og óhróðri. En foringja Kommún- istaflokksins, Einari Olgeirssyni, er það ekki lengur nóg. Á frambjóðendafundinum, sem haldinn var á Akureyri, fór Einar að vekja upp svívirðingar Sveins Benediktssonar um Guðmund sál. Skarphéðinsson. Þegar sagt var frá þessu á frambjóðendafundin- um á Siglufirði, sögðu flokks- menn Einars þar að þetta munclí ósatt um Einar, og var ekki að furða, þar sem Siglfirðingar höfðu einróma dæmt skrif Sveins og félagar E. 0. gert hann bæjar- rækann. En hvað munar Einar Olgeirsson og kommúnista um það, að ganga þvert á sjálfa sig eða svívirða látinn foringja verkalýðsins, ef þeir halda að það verði til að sundra alþýðunni? Og Einar er ekki af baki dottínn, því í Verkamanninum gerir hann fyr- irspurn til Stefáns Jóh. Stefáns- sonar um eignaframtal Guðmund- ar sál. og uppgerð bús hans. St. Jóh. St. svarar því í Alþýðu- manninum og ættu allir Siglfirð- ingar að lesa með eigin augum fyrirspurn Einars og svar St. Jóh. St. En hvað segir Siglfirsk- ur verkalýður um svona níðings- lega bardagaaðferð ? Eða hvað segja Siglfirðingar yfirleitt? Jeg þarf varla að spyrja, svo kær og ógleymanleg sem þeim er minning Guðmundar Skarphéðinssonar. Þeir svara því auðvitað einróma með því að sýna foringjanum og flokki hans fullkomna fyrirlitn- ingu. — Og þeir munu heiöra minningu G. Skarp. með því að láta atkvæðin sín á flokkinn, sem hann vann fyrir. F. G.

x

Kosningablað Alþýðuflokksins á Siglufirði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kosningablað Alþýðuflokksins á Siglufirði
https://timarit.is/publication/1468

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.