Hvöt - 01.02.1938, Blaðsíða 39

Hvöt - 01.02.1938, Blaðsíða 39
H V Ö T og ástina; trúna á hæfileika sína og framtíð; trúna á sjálf- an sig. Hann var orðinn einn hinna hugsjónalausu vesalinga, og þótt hann reyndi að taka sér eitthvað þarflegt fyrir hendur, þá var honum allt slíkt ómögu- legt til lengdar. Hann var fyr en varði orðinn útlagi þjóðfé- lagsins, og enginn vildi lengur kannast við hann sem vin og félaga, engir nema þeir, sem höfðu orðið sömu döpru örlög- um að bráð. Hann var orðinn fórnardýr Bakkusar, hins vold- uga vínguðs. Hann var kross- festur á kvalakross ofdrykkj- unnar. — Hann var einn hinna glötuðu sona hinnar íslenzku þjóðar. Freysteinn Fínnbogason, þannig enduðu þínir glæstu framtíðardraumar. Þú, sem íorðum varst gæddur heitri trú á menningu og framsóknar- þrám, trú á þroska mannsins, hversu döpur urðu ekki örlög þín; hversu sorgleg er ekki eymd þín og niðurlæging. En ég dæmi þig samt ekki, en ég hryggist yfir að sjá þig í slíku ástandi og mig tekur sárt að sjá, að þessi maður, sem situr við borðið í horninu við dyrn- ar og leitar að gleymsku sorga sinna og stundargleði í faðmi vínguðsins, er enginn annar en þú. Vínið er tál og blekking, og mér liggur við að fullyrða, að 3? það hefði verið betra, að þú hefðir dáið með alla þína drauma, þrár og fyrirætlanir, en að verða slíkum forlögum að bráð. Þú áttir forðum yfirburði yfir alla þína jafnaldra, og allir töldu víst að þú, yrðir mikill maður, — og barn ham- ingjunnar. En hver fær skynj- að duttlunga örlaganna? Hver fær ráðið gátur hinna ókomnu tíma? Enginn. Dómur örlag- anna er stundum strangur. Nornirnar hafa reiðst þér og refsing þeirra er þung. Þú þekkir mig ekki, en ég þekki þig. Ég veit að þú ert glataður; þú, sem ég hugði að yrðir þér og öðrum til frægðar og sóma. Saga þín er mér kunn, og saga þín er vissulega réttnefnd sorg- arsaga. Þannig eru í stuttu máli þættir úr sögu Freysteins Finn- bogasonar, sem ég rifjaði upp þarna í kránni, á þessu húmríka vetrarkveldi. Og nú er Frey- steinn dáinn. Hann var efni í mikinn mann, en lífið lék hann hart. — Fegurstu draumaborg- ir sínar varð hann að sjá hrynja að jörðu. Æskudraumar hans, er stefndu í sólarátt, urðu myrkri lífsins að bráð. — Hann átti næmar tilfiníningar. !Ást hans var heit var heit, og sorg hans varð djúp. — Löstur for- feðra hans varð líka löstur

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.