Hvöt - 01.02.1938, Blaðsíða 46

Hvöt - 01.02.1938, Blaðsíða 46
44 H V Ö T Útvarpið var helgað þessum málum um kvöldið. Dagskrá önnuðust S.B.S. og Stórstúka íslands. Af hálfu sambandsins töluðu Magnús Már Lárusson, stud. art., Stefán Júlíusson, kennari, Bjarni Magnússon, Samvinnuskólanum, Páll Páls- son úr Kennaraskólanum las upp. Fyrir hönd Stórstúkunnar fluttu erindi Felix Guðmunds- son og frú Sigríður Sæland. Samkvæmt beiðni S.B.S/var einum kennslutíma varið til fræðslu um þessi mál í öllum barnaskólum Reykjavíkur, og svo mun einnig hafa verið gert víðar út um land þennan dag. VI. Ferðalög og heimsóknir til skóla og víðar nú í haust. Þeir Eiríkur Pálsson, Sig. Ólafs- son fóru austur að Haukadal og fluttu þar erindi. Á Lauga- vatni tölðu þeir Ólafur Einars- son, stud. theol. og Eiríkur Páls- son. Að Reykholti og Hvanneyri fóru þeir Ólafur Einarsson og Páll Pálsson, kennari, og héldu þar ræður. Þá fóru þeir Matthías Ingi- bergsson, stud. art., Bjarhi Magnússon úr Samvinnuskólan- um, Guðmundur Sveinsson, stud. art., og Eiríkur Pálsson, stud. jur.j að Flensborg og suður í unglingaskólann í Keflavík og Garði og fluttu þeir allir ræður í skólunum. Þá hefir forseti sambandsins flutt ræður í ungmennafélögum og stúkum á þess vegum. Sambandið átti tvo fulltrúa á Þingvallafundi bindindis- manna í sumar, þá Daníel Ágústínusson, kennara, og Ste- fán Júlíusson, kennara. Stjórnin og félögin: Aldrei hefir verið jafnmikið samstarf milli stjórnar S.B.S. og félag- anna hér í Reykjavík. Stjórnin hefir, hvenær sem þess hefir verið óskað, sent fulltrúa á fundi hjá félögunum og hafa þeir flutt þar erindi. Það hefir aðallega verið fram- kvæmdarstjórnin, sem mætt hefir þar, og fyrst og fremst íorsetinn. Samkvæmt reglugerð frá kennslumálaráðherra skal veita fræðslu, í ákveðnum kennslu- stundum, um bindindismál. Þetta hafa sumir skólar notfært sér. Iðnskólinn reið á vaðið. — Fluttu þeir Ágúst Pétursson, Eiríkur Pálsson og Hafsteinn Guðmundsson er- indi um þessi mál í öllum deild- um 1. bekkjar eða 3 tíma í röð og gengu um 30 í félagið á eft- ir. Þá flutti og Sigurður Ólafs- son erindi á sama stað, ásamt Ágústi Péturssyni, í 2. bekk. Stjórnarfundir voru 8, auk þess, sem framkvæmdastjórn kom oft saman.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.