Hvöt - 01.02.1938, Blaðsíða 36

Hvöt - 01.02.1938, Blaðsíða 36
34 H y Ö T A drykkjukrármi S má sa g a Ettir Helga ! Eg hafði veitt því eftirtekt strax og ég kom inn í krána, að' maðurinn, sem sat við borðið í horninu við dyrnar, var enginn annar en æskuvinur minn og leikbróðir, Freysteinn Finn- bogason.Útlit hans var að vísu mjög breytt. Hann, sem áður var fríður og beinvaxinn, með dökkt og vel hirt hár, festulega andlitsdrætti og frjálslega fram komu, var nú orðinn hrukkótt- ur og dökkur í andliti og sat lotinn yfir vínglasinu. Hann, sem var aðeins að byrja fjórða tug æfiáranna, var orðinn grá- hærður, eins og gamall maður; óregla og heilsuleysi höfðu skráð rúnir sínar á útlit hans; en augun voru hið eina sem ekki hafði gjörbreytzt, þau voru dökk og tindrandi, gáfuleg eins og í gamla daga. Þetta voru auðsýnilega augu Freysteins, míns forna vinar, sem ungur hafði farið út í heiminn úr fá- tæktinni, sem foreldrar hans höfðu búið við heima í fæðing- arþorpi okkar. I sálu hans ríkti Sæmundsson útþrá æskumannsins. Hann ' hafði ætlað að vinna sér fé og frama, og brjóta sér nýjar brautir, en orðið döprum örlög- um að bráð; — orðið skipbrots- maður í lífinu. Mér var saga hans vel kunn, þó að við hefðum ekki sézt í mörg ár. Ég hafði kynnzt mörg- um, sem höfðu þekkt hann og verið með honum, og þeir höfðu ekki látið á sér standa að lýsa ferli hans niður á við; niður í djúp glötunar og auðnuleysis. Og nú þegar ég rakst á hann hér í drykkjukránni þetta húm- ríka vetrarkvöld, rifjaði ég upp þá þætti í lífi þessa manns, sem ég hafði kynnzt, og örlagarík- astir voru, og nú ætla ég að leyfa mér að skrifa þessar end- urminningar, og senda þær fyr- ir almenningssjónir, ekki til að iýsa eymd Freysteins og um- komuleysi, af ásettu ráði í þeim vesæla tilgangi að gera lítið úr þeim manni, sem ég hafði forð- um talið með mínum beztu vin- um, heldur til þess að sýna og

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.