Járnsmiðurinn - 07.01.1933, Blaðsíða 4

Járnsmiðurinn - 07.01.1933, Blaðsíða 4
4 JÁRNSMIÐURINN það sem peim sýndist. Var þá enn á ný borin fram tillaga um, hvort halda skyldi frain fyrri samþykt- um félagsins. Að viðhöfðu nafna- kalli var sampykt með öllum at- kvæðum gegn einu, að halda kröf- unum fram til hins ýtrasta. Prátt fyrir pað, að nokkrir peirra manna, sem á síðasta fundi greiddu at- kvæði með tillögunni, voru fjar- verandi, hafði atkvæðatala aukist uin 10%. Ákvarðanir fundarins voru tilkyntar atvinnurekendum daginn eftir. Pannig stendur inálið, pegar petta er ritað. Hvaða samn- ingaleiðir kunna að finnast næstu daga, er ekki gott að segja um. En pað eitt er víst, að eftir anda peim, sem ríkir meðal félagsmanna, munu peir ekki vikja hársbreidd frá kröfum sínum, heldur berjast til hins ýtrasta, uns peir hafa náð peim kjarabótum fyrir nemendurna, sem peir hafa sett sér að takmarki. M. Ferð til Hafnarfjarðar. »Félag járniðnaðarmanna«, sem nú stendur í vinnudeilu við atvinnu- rekendur, komst að pví 3. jan., að verið var að útbúa s.s. »Ármann«. áður »Sæbjörg«, til Hafnarfjarðar. Skipið hafði verið til viðgerða hjá h.f. »Ilamar« í Reykjavík, og hugð- ist verkstæðið að lúka viðgerðinni í útibúi sínu í Hafnarfirði. Uar sem pessi vinna heyrði undir járniðnaoar- menn í Reykjavík, ákvað stjórn fé- lagsins að gera ráðstafanir til pess að viðgerð á skipinu yrði ekki lok- ið annarsstaðar. Skipaði stjórnin pví priggja manna nefnd, til að tala við járniðnaðarmenn í Hafnar- firði. Fór nefnd pessi suðureftir, seinni hluta dags 3. janúar, og hitti að máli svein og nemendur í úti- búi »Hamars«. Sveinninn er með- limur í Félagi járniðnaðarmanna í Reykjavík. Var honum pví tilkynt að hann mætti ekki vinna að nein- um viðgerðum, sem sendar væru frá Reykjavík, og félst hann fús- lega á pað. Einnig skildu nemend- ur og aðrir starfsmenn verkstæðis- ins nauðsyn pess, að taka ekki vinnu frá Reykjavík. Var skilning- ur pessara manna á orsökum verk- fallsins og nauðsyn pess, yfirleitt ágætur. — Síðan fór nefndin í »Vél- smiðju Hafnarfjarðar« og hitti að máli starfsmenn hennar. Voru undir- tektir peirra prýðilegar, eftir að málið hafði verið skýrt fyrir peim. Lofuöu peir einnig að framkvæma enga vinrm frá Reykjavík. Nefnd- armenn hittu pví næst að máli yfir- mann verkstæðisins, og sagði hann að par væri yfirdrifin vinna, og myndi hann eigi, að svo iniklu leyti sem hann fengi við ráðið, taka vinnu frá Reykjavík. Félagið er mjög ánægt með á- rangurinn af ferðinni, og er pess fullvíst, að verkamönnum í vél- smiðjunum í Hafnarfirði má full-

x

Járnsmiðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Járnsmiðurinn
https://timarit.is/publication/1474

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.