Þróun - 24.03.1943, Blaðsíða 2

Þróun - 24.03.1943, Blaðsíða 2
Þ R Ó U N munuð áreiðanlega ekki sjá eftir því, þegar fram liða stundir. Þær munu gera yður lífið ánægju- legra, þær halda betur við æsku- blóma yðar heldur en nokkurt fegurðarmeðal, og síðast en ekki sizt munu þær reynast yður góður félagi í mótlæti og erfiðleikum lífsins og auka trú yðar á sjálfan yður, á framtíðina og á landið. Jón Magnússon II. deild. ★ Æskan og- bindindið. Af því ég er í bindindisfélagi skólans, finnst mér vel til fallið, að ég skrifi í skólablaðið um þetta málefni og það höl, sem það hef- ur valdið þjóðinni, og á eflaust eftir að valda henni. Vín og tóhak eru hinir verstu skaðræðisgripir, *og geta fáir gert sér í hugarlund, hvílíkt tjón og ógagn þessi nautnalyf hafa gert yngri sem eldri, spillt heilsu þeirra, dregið úr starfsþreki þeirra, hrifsað til sín peninga þeirra og oftlega um- breytt góðu og almennilegu fólki í æðisleg villidýr. Undir áhrifum víns gerir fólk einmitt ýanislegt, sem það iðrast máske eftir alla æfi og vildi fegið gefa mikið fyr- ir að það hefði aldrei komið fyr- ir. En töluð orð verða ekki aftur tekin né unnin verk, það er áhj'ggilegt. Er það líka ekki ægi- legt að sjá unga og myndarlega menn, er varla geta staðið á fót- unum, veltast um í foraði og ejrmd og geta enga björg sér veitt, slást eins og dýr, svo máske komi þeir blóðugir og marðir úr bardaganum. Þetta á nú við þá, sem illastir eru og verstir viðureignar. Hinir verða það, sem kallað er „út úr“ undir eins, og eru þá ósjálfbjarga aumingjar. Tekur það ekki minna upp á taugarnar að horfa á þá. Sem betur fer eru ekki nærri allir tóbaks og vínnautna- menn. Þeir, sem ekki neyta víns eða tóbaks, gera margir hverjir allt hvað þeir geta til að hjálpa nautnasjúklingunum og leiðaþáá aðrar brautir. — Tekst það stund- um en ekki alltaf. Og hafi þeir þökk fyrir sín verk. Enn aðrir standa hjá og hugleiða þetta ekki og reyna ekki að skilja, hve brýn nauðsyn það er fyrir íslenzku þjóðina sem aðrar þjóðir, að drylckj umönnum fækki og helzt hverfi að öllu. Þá væri það nokk- uð æskilegra, að fé það, sem fer í súginn hjá þessum aumingja mönnum færi fyrst og fremst til að bæta úr þörfum heimilisins og barna þeirra. Eða hugsum okkur að fj ármunirnir, sem fórnað er á altari nautnasýkinnar, væri lát- ið i sjóð, og síðan rynni féð aftur út til menntastofnana eða til að gera litla hrjóstruga landið okkar betra yfirferðar, og svo margt fleira gagnlegt mætti telja, sem viturlegra væri og hetra að verja fjármunum til. Að endingu bið ég svo islenzk- an æslculýð að athuga þessi atriði, sem ég hefi drepið á, og að fylla • aldrei flokk þessara manna, held- | ur hinna, sem bæta úr fyrir þeim i og hjálpa þeim og stuðla að því j að minna verði af þcirn í land- inu, því að ef hver piltur og hver stúlka bcitir sér fyrir því, sem að gagni má koma í þessu sem öðru, þá á landið sér góða framtið fyrir höndum. N. N. Fgrstu deild A. ★ Hvítu mennirnir. Svertingjaprestur einn var að halda ræðu. Hann segir við sókn- arbörn sín: „Varið ykkur á livítu mönnunum! Því, kæru bræður, elztu synir Adams og Evu hétu Kain og Abel. Kain var garð- yrkjumaður en Abel fjárhirðir. Eitt sinn, er þeir voru báðir úti á akri, drap Kain Abel bróður sinn. En er hann hafði drepið hann, hrópaði guð til hans: „Kain, Kain! livað hefur þú gjört?“ En er Kain heyrði rödd drottins, varð hann svo hræddur, að hann hvítnaði upp“. — Kæru tilheyrendur, þetta er forfaðir hvítu mannanna. Þannigstendur á litarhætti þeirra. N. N. Fyrstu deild A. Makleg málagjöld. Það var fyrir mörgum árum, að þetta hrekkjabragð var leikið. Það var glaða tunglslj ós, og veður var hlýtt. Tvær stúlkur, sem nú eru komnar yfir þrítugt, voru að tína saman rekavið niðri í fjöru og voru búnar að fylla tvo stóra strigapoka af spýtum. Voru þær nú að leggja af stað heim, en það var alllöng leið. Þá sjá þær, að einhver j ar ógurlegar ófreskj ur rísa upp í flæðarmálinu og stefna beint til þeirra. Þær verða. mjög óttaslegnar og standa þarna svo hræddar, að þær geta ekki einu sinni flúið. Þegar þetta nálgast þær smátt og smátt jafna þær sig þó nokkuð og leggja frá sér pok- ana í skugga ofan við fjöruna svq þetta sést mjög óglöggt. Síðan ganga þær mjög hægt heim á leið og reyna að láta sem minnst á hræðslu sinni bera, en það tókst þeim þó illa. Maðurinn, sem stúlkurnar voru hjá, sá, að þær voru svo náfölar og aumingjalegar, að hann spurði þær, livort nokkuð hefði komið fyrir þær. Þær kváðu nei við því, en hann sagði, að það þyrftu þær ekki að segja sér neitt um. Svo fóru þær að hátta, og rétt á eftir gengu aðrir á bænum einnig til náða. Ekki hafði fólk lengi sofið, þeg- ar ógurlegur hávaði heyrðist úti fyrir — líkast því sem verið væri að renna spýtu eftir húsi, sem klætt er utan bárujárni. Hús- bóndi og vinnumaður klæða sig þá og fara út, en þegar þangað köm, sáu þeir þrjá drengi vera að ólmast úti. Húsbóndi skilur nú, hvernig i öllu liggur og spyr drengina, hvort þeir hafi verið að hræða stúlkurnar, sem hafi ver- ið að vinna. Þeir játtu því og báðu fyrirgefningar. En fyrir að hafa hrætt stúlkurnar og narrað þá út, urðu þeir að tina sinn pok- ann hver af spýtum, og fengu þeir þar makleg málagjöld. Það skal tekið fram, að þegar þeir léku á stúlkurnar, komu þeir fram sem hér segir: Einn þeirra

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.