Þróun - 24.03.1943, Blaðsíða 3

Þróun - 24.03.1943, Blaðsíða 3
ÞRÓUN 3 var með svarta gæru um bolinn og hvíta gæru á hausnum, annar var mjög tötralega klæddur, og sá þriðji var i dragsíðri olíukápu og drattaðist á eftir hinum. N. N. Fyrstu deild A. ★ Siígandafjörður. ilann er mjög lítill fjörður, og fjarska grunnur. Mörgum linnst hann ekki fallegur við fyrstu sýn, en mér og flestum Súgfirðingum finnst hann fallegur og þykir vænt um hann. tíeggja, megin fjarðarins cm há ljoll. Fyrir handan fjörðinn eru hííðarnar vaxnar skógi, og á sumrin er þar oft mikið um her, sérstaklega í Selárdal, Gilshrekku og i Botni. 1 Vatnadal eru líka oft mikil her, en þangað verður að fara fyrir Spitli, og er sú leið oft hættuleg, sérstaklega ef rigningar hafa gengið, þvi að þá eru olt skriðu- föll og grjótköst niður af honum. Frammi i dalnum hinum megin við Spilli er mjög fallegt. Fyrsti hærinn þar er Staður, jjrests- setrið. Næsti hærinn er Langhóll en svo Vatnadalur. Fyrir framan þann hæ eru miklar liraunhreið- ur, en er yfir þær kemur, tekur við stórt vatn, og eru íagrar græn- ar sléttur umhverfis það. Suð- ureyrarþorp er mjög lítið. Munu vera þar eitthvað um 300 manns. Það stendur á samnelndri cyri, sem skerst lit í fjörðinn utanverð- an. -— Heima á túninu stendur kirkjan, og er mjög mikil prýði að henni. Fyrir ofan eyrina eru grænir hjallar, og er huið að girða þar af dálítinn ]>lett, sem skólabörnin ætla að rækta, og vona ég, að í framliðinni geti orð- ið þar fallegur garður. Nokkuð inn með firðinum eiga Súgfirðingar myndarlega sund- lang. A sumrin eru haldin þar sundnámskeið, og standa þau venjulega mánaðartíma. Er þar alltaf fjöldi barna, sem lærir að synda. Nú er i ráði að byggja skála fyrir börnin til þess að dvelja i meðan sundið stendur yfir, því að það er mjög langt að ganga 4 km. kannske tvisvar á dag, bæði úteftir og inneftir.. Fiskiveiðar er aðalatvinnan i ! Súgandafirði eins og víðast vest- i anlands. Þar eru nokkrir vélhát- ar, en nllir fremur litlir. Allur fiskur er sem stendur látinn i skip, en samt er þar hraðfrysti- hús. Starfar það víst lítið húna. Bændurnir eiga nokkuð af fé, en oft eru vandræði að verja það fyrir tófunni. Sumir bændurnir við fjörðinn eru góðar tófuskytt- ur, og eru sagðar af þeim ýmsar skemmtilegar sögur. Einu sinni var einn bóndinn að eiga við greni, og var orðinn mjög leið- ur á því, af því að hann liafði alltaf misst af tófunni, þó að hann sæi lnma. Dag nokkurn kom liann heim til konu sinnar og sagði: „Ja, maður, nú er það ljótt, nú liefði ég nóð henni, hefði ég verið á léttari skóm“. öðru sinni var hann að koma utan frá Suðureyri, og \-ar orðið nokkuð hvasst, þegar hann kom inneftir, en svona sagði liann konu sinni frá: „Þegar ég var að lenda, þá kom svo stór hviða,- að báturinn tókst á loft, en ég greip hann á lofti, og það get ég sagt þér, lieill- in, a.ð ég lield, að ég hafi ekki náð andanum í hálftíma ó eftir“. Annar bóndi sagði svo frá, þegar hann var nýbúinn að skjóta tófu: „Ja, nú hefi ég gert það, sem fáir munu leika eftir, því að ég skaut hana á flugi“. — Margt mætti fleira segja skennntilegt frá Súg- firðingum, því þeir eru menn glaðir — og félagslyndir eru þeir í liezta lagi. G. S. ★ íslenzk náttúra. Það er fögur sjón að sigla inn fjörð á Islandi á heiðríkum sum- ardegi. Eigi er þó fegurðin minni á veturna, því að sigling inn á milli hárra, hrikalegra, snæviþakinna fjalla á stjörnubjartri vetrar- nóttu, er máninn breiðir sina silf- urglitrandi tunglskinsslæðu yfir náttúruna, lilýtur að hrífa livern óspilltan liug. Hver væri fegurð Islands án fjalla? Engin, eða að minnsta kosti öll ó annan veg. Við Islendingar eigum marga fagra fossa. Hverju í íslenzkri náttúru er það að þakka? — Fjöllunum Hvernig væru fossarnir og straumhörðu árnar okkar, ef eng- in væru fjöllin? Þá væru bókstaflega engir foss- ar til hér á landi, og árnar yltu fram lýgnar og læpulegar. — Þá væri sá þáttur íslenzkrar náttúru- fegurðar þurrkaður út. j Og hverju er að þakka hátign 1 íslenzkra jökla? — Aftur fjöllun- um okkar. Með fjölhmum hyrfi mjallhvitt lielgilín jöklanna ís- leiizkum augum. Við Islendingar eigum þó nokk- uð af fögrum skógum. Það er líka að verulegu leyti fjöllunum að þakka, að skógar geta vaxið hér. Þau hlífa þeim fyrir köldum vindum, sem mundu gera trjátegundum ófært að lifa hér á landi. Trjágróður- inn er fóstraður í fjallalaðmi ís- lands. Hver er það, sem ekki elskar fegurð náttúrunnar? Því miður kunna margir Islendingar ekki að meta hana sem skyldi. Fólk utan af landi sækist eftir þvi, að kom- ast til Revkjavíkur í sumarfríi sínu. Þar eyðir það svo sínum eft- irsótta hvíldartíma í troðfullum danssölum, þungu lofti þrungnu af daun vindlinga ög vina. Eða þá, að það gengur um göt- ur Reykjavíkur og andar að sér göturykinu, sein getur borið með sér allskonar sóttkveikjur. Væri nú ckki heilnæmara að ferðast um landið, skoða fagra og sögu- lcga staði og anda að sér liinu liressandi tæra lofti, sem sveitir og öræfi landsins hafa að bjóða? Það eru einmitt Reykvikingar, sem einna bezt kunna að meta lireina sveitaloftið, og leita fram til fjalla öðrum frenmr, þegar tóm gefst til. Daglega fá þeir nóg af svælunni í Reykjavílc. Islendingar, þið sem sitjið inni

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.