Austri - 26.06.1986, Qupperneq 8
Vígsla sumarhúss
Átthagasamtaka Héraðsmanna
Mánudaginn 16. þessa mánaö-
ar vígðu Átthagasamtök Héraðs-
manna sumarhús sitt að Hjalta-
stað. Til samkomunnar voru
mættir um 25 félagar ásamt
þremur oddvitum á Héraði og
nokkrum gestum og velunnurum
félagsins. Við þetta tækifæri af-
henti Sævar Sigbjarnarson, odd-
viti Hjalastaðahrepps, Hreini
Kristinssyni, formanni, Átthaga-
samtakanna 35.000.- króna ávís-
un frá hreppum á Héraði.
Hreinn Kristinsson, formaður
var inntur eftir forsögu þessa og
kom fram eftirfarandi:
Átthagasamtök Héraðsmanna
voru stofnuð árið 1972 af brott-
fluttum Héraðsmönnum í Reykja-
vík og nágrenni. Upphafsmenn
að stofnun þeirra voru Stefán Pét-
ursson frá Bót og Þórarinn Þórar-
insson, fyrrverandi skólastjóri á
Eiðum. Með stjórn samtakanna
fer svokallað félagsráð sem er
skipað einum fulltrúa frá hverju
sveitarfélagi á Fljótsdalshéraði. I
stjórn félagsins eru nú: Hreinn
Kristinsson, formaður, Kristín Árna-
dóttir, varaformaður, Sædís
Karlsdóttir, ritari og Þórhallur Sig-
urjónsson, gjaldkeri. Félagar eru
um 200.
Læknishúsið að Hjaltastað var
byggt 1925-1926 af sveitarfó-
lögum læknishéraðsins, er voru
auk Hjaltastaðaþinghár, Jökul-
dalur, Jökulsárhlíð, Hróarstunga,
Eiðaþinghá og Borgarfjörður.
Húsið er teiknað af Guðjóni Samú-
elssyni, húsameistara ríkisins en
yfirsmiður var Jónas Þórarinsson
frá Hrafnabjörgum. Læknissetur
og sjúkraskýli voru í húsinu frá
hausti 1926-1941. Frá 1942-1961
var húsið leigt af bændum Hjalta-
staða I, en þá var Hjaltastaðurtví-
býlisjörð. Frá 1961 hefur ekki ver-
ið búið í húsinu, þar til Átthaga-
samtökin tóku húsið á leigu. Leigu-
samningurinn var undirritaður 8.
október af Pálma Jónssyni, land-
búnaðarráðherra og Helgu Sig-
björnsdóttur, þáverandi formanni
Átthagasamtakanna. Húsinu fylgja
samkv. þessum samningi 4,5 ha
af landi.
Húsið hefur verið endurreist að
miklu leyti með sjálfboðavinnu og
fjáröflun félagsmanna, auk þess
sem ómetanleg hjálp hefur komið
frá mörgum aðilum á Héraði.
Átthagasamtökin hafa komið
sér upp góðum áfangastað í
fögru umhverfi um leið hafa þau
bjargað einni merkustu byggingu
á Héraði frá tortímingu. Blaðið
óskar þeim til hamingju með
þennan áfanga í starfi. A.S
Mini-golf Hattar
17. júní var vígt mini-golf sem Höttur á og hefur verið komið
fyrir við sundlaugina á Egilsstöðum. Vígsluleikurinn var milli Hatt-
armanna og hreppsliðsins sem var sambland af starfsmönnum
hreppsins og hreppsnefndarmönnum. Hreppsliðið vann fleiri pör,
en Hattarliðið fór á færri höggum [ heildina svo dómsúrskurður
reyndist vera jafntefli. VS
Opinn kynningarfundur
um málefni fatlaðra
Síðastliðinn sunnudag efndu
Landssamtökin Þroskahjálp,
Styrktarfélag vangefinna og
Svæðisstjórn í málefnum fatlaðra
á Austurlandi, til opins fundar að
Vonarlandi þar sem rædd voru
málefni fatlaðra.
Á fundinum héldu erindi, Ásgeir
Sigurgestsson, framkvæmda-
stjóri Samtakanna Þroskahjálpar,
Eggert Jóhannesson, formaður
samtakanna, Stefán Hreiðars-
son, forstöðumaður greiningar-
og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Sig-
ríður Þorvaldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Svæðisstjórar fyrir
fatlaða á Austurlandi og Kristján
Gissurarson, formaður Styrktar-
félags vangefinna á Austurlandi.
Þessir framsögumenn gáfu yfir-
lit yfir einstaka þætti þessa mála-
flokks og var það mál manna að
á fundinum hefði fengist mjög gott
yfirlit yfir stöðu þessara mála hér
á Austurlandi og á landsvísu.
Fjármál og stefnumótun
( erindi þeirra Ásgeirs og
Eggerts, kom fram að nokkuð
vantar á að farið sé eftir lögum um
málefni fatlaðra hvað varðar fjár-
mögnun og markvissari stefnu-
mótun hins opinbera væri nauð-
synleg. í máli Eggerts kom fram
sú skoðun að nauðsynlegt væri
að skipuleggja húsnæðismál fatl-
aðra að nýju og að húsnæðislána-
kerfið tæki þátt í þessum mála-
flokki. Æskilegt væri að byggja
einstaklingsíbúðir með sameigin-
legri þjónustu sem fatlaðir gætu
átt sjálfir og væri það næsta stig
við sambýlin, sem nú eru rekin
með góðum árangri. Eggert
ræddi einnig um skólakerfið og
gagnrýndi of mikla samþjöppun
skóla fyrir fatlaða á einum stað.
Hann kvað heilsugæslu eiga að
miða að auknu forvarnarstarfi og
lét að lokum í Ijós þá skoðun að
varasamt væri að draga ýmsa hópa
þjóðfélagsins svo sem sjúka, fatl-
aða og aldraða í dilka í löggjöf.
Greiningar- og ráðgjafarstöð
ríkisins
í máli Stefáns Hreiðarssonar,
kom fram að nú er langur biðlisti
hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð
ríkisins. Um síðustu áramót fór
yfirstjórn þessara mála undir fél-
agsmálaráðuneytið og hefur nú
fengist leyfi fyrir þremur stöðum til
viðbótar. Með því er stefnt að því
að enginn biðlisti verði að fimm
árum liðnum. Greiningar- og ráð-
gjafarstöðin er móðurskipið fyrir
starf að málefnum fatlaðra sagði
Stefán og mikil nauðsyn á að
kippa þessari starfsemi í lag, en
hún er fólgin í því að greina fötlun
barna sem allra fyrst og gefa ráð
um meðferð. Þetta starf krefst
mikillar og flókinnar sérfræði-
þekkingar.
Málefni fatlaðra á Austurlandi
Sigríður Þorvaldsdóttir, rakti
starf svæðisstjórnar á Austur-
landi og kom fram í hennar máli
að miklir áfangar hafa náðst á
undanförnum árum, í miðstöð
starfsins, sem er á Egilsstöðum.
Auk Vonarlands, þar sem eru
nú 11 vistmenn, er starfandi á Eg-
ilsstöðum, sambýli með 6 ein-
staklingum og verndaður vinnu-
staður verður tekinn í notkun í
næsta mánuði og það hyllir undir
að leikfangasafni verði komið á
fót og fái starfsmann.
Kristján Gissurarson, rakti mál-
efni Styrktarfélags vangefinna á
Austurlandi og afskipti félagsins
af málefnum fatlaðra og þroska-
heftra, sem hafa verið mjög mikil
í gegnum tíðina.
Framtíðarplön
Á eftir erindum gesta voru
frjálsar umræður og fyrirspurnir
og þar tóku m.a. til máls alþingis-
mennirnir, Helgi Seljan og Jón
Kristjánsson og Stefán Þórarins-
son, læknir, formaður svæðis-
stjórnar. Næstu skref í málefnum
fatlaðra á Austurlandi báru á
góma í þessum umræðum og lét
Stefán Þórarinsson í Ijós þá
skoðun að þau skref ættu að vera
í því fólgin að koma upp fleiri
sambýlum, víðar á Austurlandi,
en á Egilsstöðum.
Einnig voru á fundinum fyrir-
spurnir til framsögumanna en til-
gangur fundarins var eins og áður
segir að kynna málefni fatlaðra
fyrir almenningi. Fundarstjóri var
séra Davíð Baldursson.
J.K.