Austri


Austri - 25.09.1986, Síða 1

Austri - 25.09.1986, Síða 1
c • '**v •Jt : þingum eru haldnir fræðslufundir um ýmis efni sem varða nám og kennslu og geta komið kennurum að gagni í starfi þeirra. Reynt að hafa framboð þessara fræðslu- funda sem fjölbreytilegast þannig að sem flestir finni þar eitthvað við sitt hæfi. í tengslum við haust- þingið er einnig haldinn aðal- fundur KSA. Haustþinginu lýkur síðari hluta laugardags 4. október. R.S. Uppeldismálaþing á Austurlandi Að undanförnu hafa uppeldis- málaráð og stjórn Kennarasam- bands íslands gengist fyrir uppeld- ismálaþingum víða um land. Þetta er nýbreytni því að fram að þessu hafa slík þing eingöngu verið haldin í Reykjavík. Aðildarfélög Kl á hverju svæði hafa haft veg og vanda af framkvæmd þinganna. Á 3. fulltrúaþingi Kennarasam- bands íslands 1984 var samþykkt að fela skólamálaráði KÍ að „vinna að mótun heildarstefnu KÍ í skólamálum í samráði við stjórn KÍ og verði hún lögð fyrir 4. full- trúaþing KÍ.“ Það verður haldið næsta sumar. Á. grundvelli þessarar sam- þykktar hefur farið fram umfangs- mikið starf á vegum skólamála- ráðsins og eru uppeldismálaþingin nú liður í því starfi. Með þeim er ætlunin að gefa sem flestum fé- lagsmönnum KÍ, færi á að hafa áhrif á þessa stefnumörkun með því að taka þátt í uppeldismálaþingum. Einnig er ýmsum aðilum sem starfa að skólamálum, s.s. skólanefnd- um, stórnum foreldrafélaga og fræðsluráðsmönnum, boðið að sitja þingið. Uppeldismálaþingið á Austur- landi verður haldið í Alþýðuskól- anum á Eiðum fimmtudaginn 2. október og verður sett kl. 13:00. Þar flytur Erla Kristjánsdóttir, uppeldisfræðingur, framsöguer- indi um skólastefnu, Svanhildur Kaaber, formaður skólamálaráðs KÍ, segir frá starfi skólamálaráðs sem að framan er getið og Berit Johnsen, sérkennslufulltrúi og Einar Már Sigurðsson, kennari, flytja erindi sem tengjast skóla- málum á Austurlandi sérstaklega. Eftir að framsöguerindum lýkur munu umræðuhópar fjalla um ýmis efni sem tengjast stefnumörk- un í skólamálum. Þinginu lýkur síðan með pallborðsumræðum. Uppeldismálaþingið er haldið í tengslum við árlegt haustþing Kennarasambands Austurlands sem haldið verður á Eiðum 3.-4. október. Haustþingið er fastur liður í starfi KSÁ sem og annarra aðildarsambanda KÍ. Á haust- „Allir í röð“. Sjón sem þessi er algeng við skóla víðsvegar um landið, en nú eruflestir skólar byrjaðir. Því fer að vera mikið af smáfólki á göngu um og yfir götur með töskur á bakinu. Er því ekki úr vegi að minna ökumenn vélknúinna ökutœkja á að viðhafa fyllstu aðgæslu í umferðinni. (Mynd: ÖÞE.) Samvinnuskólanum gerbreytt Samvinnuskólinn á Bifröst var settur þriðjudaginn 9. sept- ember og framhaldsdeild skól- ans í Reykjavík mánudaginn 15. september. Inntökuskilyrðum Samvinnu- skólans á Bifröst hefur nú verið breytt. Umsækjandi skal áður hafa lokið tveimur fyrstu árum framhaldsskólastigsins á við- skiptasviði eða a.m.k. með við- skiptagreinum — með a.m.k. 6- 8 námseiningum í bókfærslu, ensku og stærðfræði hverri grein, 6 einingum í íslensku, 5 einingum í hagfræði og vélritun hvorri grein og 4 einingum í dönsku — auk annars náms á 1. og 2. ári í framhaldsskóla. Breyting hefur verið gerð á starfsháttum Samvinnuskólans enda mun skólinn hér eftir ekki starfa á 1. eða 2. ári framhalds- skólastigsins heldur einvörð- ungu á lokaáföngum þess, 3. og 4. ári. Samvinnuskólaprófið verður hliðstætt stúdentsprófi og veitir rétt til inngöngu há- skóla. Kennsluháttum hefur ver- ið breytt til samræmis við það sem tíðkast í háskólum og raun- hæf verkefni aukin. í vetur verða 111 nemendur í Samvinnuskólanum, ogvæntan- lega um 1.000 nemendur á starfs- fræðslunámskeiðum skólans sem haldin eru víðs vegar um land í tengslum við vinnustaði. (Fréttatilkynning) Ný flugvél Flugfélag Austurlands Nýlega keypti Flugfélag Aust- urlands flugvél af Piper Chieftain gerð. Hún kemur til með að bera einkennisstafina TF-EGU, en fyrst í stað mun hún fljúga undir gamla skráninganúmerinu sem er N27895, eða þar til að endanlega hefur verið gengið frá umskráningu. Vélin er árgerð 1979 og tekur 9 farþega eða tveim farþegum fleira en Navajo vél og kemur það sér vel, sérlega á lengri leiðum s.s. um Hornafjörð til Reykjavíkur. Hún er einnig hentugri í sjúkra- og leiguflug, því á henni er svokölluð frakthurð, einnig er hurð að framan fyrir flugmann. Vélin er keypt frá Air Tulsa í Oklahoma, og er vel tækjum búin m.a. með Loran staðsetningartæki og radar en hann gerir það m.a. að verkum að auðveldara er að fljúga við skástu veðurskilyrðin á flugleið sé veður slæmt. Flugvél þessi er öll hin snyrtilegasta, þó hún sé notuð, ný áklæði, nýsprautuð og yfirfar- in. Fyrirátti FA tvær PiperNavajo vélar TF-EGS og TF-EGT og verð- ur sú fyrrnefnda seld úr Iandi og fer hún hvern næsta dag, eftir 5 ára dygga þjónustu við Austfirðinga í áætlunar-, sjúkra- og leiguflugi. í vetur verður FA með áætlun á Bakkafjörð, Vopnafjörð, Borgar- fjörð, Norðfjörð, Fáskrúðsfjörð, Breiðdalsvík, Höfn og Reykjavík. Samdráttur varð á milli áranna 1984-85 en það sem af er árinu Mánudaginn 22.9 mættu nem- endur í Fellabæ úr forskóla, 1., 2., 3., og 4. ári í fyrsta sinn í skólasel Egilsstaðaskóla. í skólaselinu eru skráðir 33 nemendur af áðurnefnd- um árum og er þeim skipt í tvo námshópa, þ.e.a.s. forskóli og 1. bekkur eru saman í námshóp og 2., 3. og 4. eru saman í námshóp, 16 nemendur í þeim fyrri og 17 í þeimseinni. Kennararviðskólann verða aðallega tveir, þær Sigur- laug Jónasdóttir, sem verður með yngri námshópinn og hefur jafn- framt umsjón með selinu og Harpa Höskuldsdóttir, sem 1986 virðist stefna í 20% aukn- ingu. Nú eru starfandi þrír flug- menn hjá FA og einn flugvirki. Um daglegan rekstur sér Rúnar Páls- son og starfsmenn Flugleiða á Eg- ilsstöðum sjá um afgreiðslu vél- anna. BV verður með eldri árgangana. Það var haustið 1982 sem fram- kvæmdir hófust við byggingu hússins, en þá tók fyrrverandi oddviti Fellabæjar, Helgi Gísla- son, fyrstu skóflustunguna. Síðan hefur verið unnið af fullum krafti í fjögur ár og nú er byggingu húss- ins nær alveg lokið. Húsið er 500 fermetrar að gólffleti, með þrem kennslustofum og stórum fjölnýt- ingasal sem hægt er að nota til ým- issa nota, jafnvel koma þar fyrir fleiri kennslustofum í framtíðinni ef þörf krefur. Að sögn Helga Halldórssonar, Kennsla hafin í skólaseli 33 nemendur í selinu Við nýju flugvélina standa; f.h. Rúnar Pálsson umdœmisstjóri, Jóhannes Fossdalþjálf- unarjlugmaður, Steinar Steinarsson flugmaður, Gústaf Guðmundsson flugmaður, Stefán Friðleifsson flugmaður og Porkell Þorkelsson flugvirki. (Mynd: ÖÞE.) skólastjóra Egilsstaðaskóla, er stefnt að því að mestöll kennsla fyrir Fellabæ geti farið fram þar og strax á næsta ári verður bekkjum fjölgað og þá jafnframt námshóp- um. Þó er víst að íþróttakennsla fer fram um óákveðinn tíma á Eg- ilsstöðum. ÖÞE |jj 1)11» 1441; s ml * ' • 4 ' ' 's' V' Skólaselið (Mynd: ÖÞE.)

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.