Austri - 25.09.1986, Síða 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 25. september 1986.
Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi
Skrifstofa Austra Lyngási 1,700 Egilsstaðir, pósthólf 73 S 97-1984
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson
Útgáfustjóri: Þórhalla Snæþórsdóttir
Auglýsingastjóri: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir
Blaðamenn: Vigdís Sveinbjörnsdóttir, Örvar Þór Einarsson
Auglýsinga- og áskriftasími: 97-1984
Áskrift kr. 105.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 30.00
Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum S 97-1449
Svartsýni
er verst
Það er ekki ósjaldan sem maður heyrir byggðastefnu skil-
greinda á þann hátt að þar sé verið að hygla fallít fyrirtækjum
út á landsbyggðinni á kostnað.skattborgaranna á höfuðborg-
arsvæðinu. Linnulaus áróður hefur verið rekinn um margra
ára skeið um þessi efni, og áhrifa hans verður mjög vart í
umræðu manna á meðal.
Skoðanakönnun, sem félagsvísindadeild Háskóla íslands
vann fyrir SUF, sýndi hins vegar að meirihluti hins almenna
borgara í Reykjavík vill kosta nokkru til þess að byggja
landið allt og telur réttlætanlegt að reka byggðastefnu. Þetta
sýnir að enn hafa áróðursmenn ekki haft erindi sem erfiði.
Staðreyndin er sú að byggðastefna felur ekki í sér útgjöld
fyrir skattborgara þessa lands þegar til lengri tíma er litið.
Miklir flutningar á fólki innanlands eru mjög dýrir fyrir þjóð-
félagið og auðlindir lands og sjávar verða aldrei nýttar með
skynsamlegum og hagkvæmum hætti nema landið allt sé í
byggð.
Því er ekki að neita að ýmsar blikur eru á lofti í atvinnulífi
landsbyggðarinnar. Fiskvinnslufyrirtæki hafa átt í erfið-
leikum, en þau eru burðarásinn í atvinnulífi þéttbýlisstaða
um landsbyggðina. Mörg þessara fyrirtækja hafa tekið mikið
af skammtímalánum þannig að greiðslubyrðin er að sliga þau.
Brýnt er að endurskipuleggja þau fyrirtæki sem þannig er á-
statt um fjárhagslega og lengja lánin. Ríkisstjórnin hefur nú
samþykkt fjárútvegun í þessu skyni.
Samdráttur í hefðbundnum búgreinum var nauðsynlegur
vegna markaðsmálanna og mikilvægt var að verj a útflutnings-
uppbótafé í Framleiðnisjóð til þess að stuðla að breytingu á
búháttum og nýjum búgreinum. Þótt erfiðleikar hafi gengið
í loðdýraræktinni er engin ástæða til þess að láta hugfallast
eða örvænta um að sú atvinnugrein geti orðið mikil lyftistöng
fyrir sveitirnar þegar fyrstu skrefin hafa verið stigin og
bændur hafa náð fullum tökum á þessari framleiðslu. Ferða-
mannaþjónusta í sveitum er staðreynd, en ekki draumórar,
og mun fara vaxandi á næstu árum. Auðvitað mun þessi
breyting á atvinnuháttum í sveitum verða erfið, þó mun sá
grunnur sem lagður hefur verið með harðari stjórnun og efl-
ingu nýrra búgreina verða grundvöllurinn að öflugu atvinnu-
lífi í sveitunum hér eftir sem hingað til.
Landsbyggðin þarf á fjölbreyttara atvinnulífi að halda.
Sjávarútvegur og landbúnaður mun enn um sinn verða kjöl-
festan í atvinnulífi framtíðarinnar og þessar atvinnugreinar
þurfa að vera traustar. Sem betur fer horfir nú vel um ýmsa
þætti. Útgerð gengur nú betur en um árabil og má þakka það
góðri fiskgengd, skynsamlegri stjórn fiskveiða og fjárhags-
legri endurskipulagningu. Verð á sjávarafurðum er hátt nú
um þessar mundir og viðskiptakjör fara batnandi.
Það er nauðsynlegt fyrir landsbyggðarmenn að nýta batn-
andi ytri skilyrði til þess að treysta grundvöll atvinnulífsins
sem fyrir er, og til frekari átaka. Botnlaus svartsýni um
framtíð landsbyggðarinnar er engum til góðs, því þegar
grannt er skoðað hefur hún flest fram yfir höfuðborgina til
búsetu. Landsbyggðarmenn þurfa heldur ekki að bera kinn-
roða fyrir framlag sitt til þjóðarbúsins, með alla framleiðsluna
og gjaldeyrisöflunina sem þar fer fram.
J.K.
(L--L r £
iþróttir
Örvar Þ. Einarsson skrifar um íþróttir o.fl.
43 tóku þátt í
Hattarhlaupinu 1986
Þá er Bikarkeppni U.Í.A. lokið
og það var Einherji sem varð bikar-
meistari í ár. Annars urðu einstök
úrslit sem hér segir:
A-RIÐILL:
Höttur - Egill r. 1:0
Höttur - Leiknir 1:1
Egill r. - Leiknir 2:2
Egill r. - Höttur 1:2
Leiknir - Höttur 1:0
Leiknir - Egill r. 3;l
B-RIÐILL:
U.M.F.B. - S.E. 1:0
U.M.F.B. - Einherji 2:4
S.E. - Einherji 1:8
S.E. - U.M.F.B. 2:7
Einherji - U.M.F.B. 4:2
Einherji - S.E. 3:0
U.M.F.B. var með ólöglegt lið
og tapaði þar með öllum leikjum
sínum.
Efstu liðin í riðlunum urðu því:
í A-riðli Leiknir, í B-riðli Einherji.
Leiknir gaf úrslitaleikinn og urðu
Einherjar því bikarmeistarar
U.Í.A. 1986.
Hlaupið fór fram laugardaginn
13. sept. í besta veðri. Hlaupið var
í kring um Löginn og nokkra hringi
um kauptúnið á Egilsstöðum alls
um 100 km. Þegar í mark var
komið síðdegis biðu tertur og
annað góðgæti hlauparanna, sem
nokkrar Hattarkonur höfðu bakað.
Tóku menn vel til matar síns sem
von var. í áheitum söfnuðust um 38
þúsund krónur. Þegar áheitum var
safnað var fólki gefinn kostur á að
geta hve hlaupið tæki langan tíma.
Niðurstaðan varð 8 klst. og 5 sek.
og gátu átta upp á 8 klst. Dregin
voru út tvö nöfn af þessum átta og
komu upp nöfn þeirra Unnar Hall-
dórsdóttur, Miðgarði 6 og Helgu
Jóhannsdóttur, Hjarðarhlíð 6 og
hlýtur hvor þeirra að launum
hljómplötu fyrir þúsund krónur að
eigin vali.
Frjálsíþróttaráð Hattar vill
koma á framfæri þökkum til allra
sem eitthvað lögðu af mörkum svo
hlaupið gæti farið fram og svo vel
tókst til sem raun varð á.
ME.
ISLENSKAR GETRAUNIR
Sala Austfjarðafélaganna í 4. leikviku var þessi:
Raðir: Heildars.: Sölul.
Þróttur, Neskaupstað 1.044 5.220 1.305.00
Huginn, Seyðisfirði 832 4.160 1.040.00
Súlan, Stöðvarfirði 740 3.700 925.00
Neisti, Djúpavogi 734 3.670 917.50
Valur, Reyðarfirði 660 3.300 825.00
UÍA 0.97% af sölunni 4.010 20.050 5.012.50
Salan alls 412.319 2.061.595 515.398.75
(L ELDVARNIR s/f
Reykjavíkurvegi 16 - Pósthólf 159 220 Hafnarf jörður - Sími 651675
BRUNAVARNAKERFI
• Sérhæfum okkur í hönnun og uppsetningu á brunavarna-
kerfum.
• Búnaðurinn er viðurkenndur af Lloyd’s Norsk Veritas og
Siglingamálastofnun ríkisins.
• Útvegum teikningar.
• Afgreiðsla af lager.
• Leitið tilboða yður að kostnaðarlausu.
SLÖKKVIKERFI HALON 1301
Einnig til afgreiðslu.
Umboösmaöur á Vesturlandi:
Eldvarnir og rafmagn
Silfurgötu 19,340 Stykkishólmi. |
simi: 93-8299. »
O
z
Z)
z
z
ÚELDVARNIRs/f
Reykjavíkurvegi 16 - Pósthólf 159