Austri


Austri - 25.09.1986, Side 3

Austri - 25.09.1986, Side 3
Egilsstöðum, 25. september 1986. AUSTRI 3 Sittúrhverri áttinni Landafræði Karls Finnboga- sonar er vafalaust besta kennslu- bók í landafræði sem skrifuð hefur verið á íslensku, hún var kennd í öllum barnaskólum landsins lengi. Höfundurinn, Karl Finnbogason, var skólastjóri á Seyðisfirði marga áratugi. Þessi alkunna vísa Jónasar Hallgrímssonar stóð á fyrstu blað- síðu bókarinnar: Ég er kominn upp á það allra þakka verðast að sitja kyr á sama stað og samt að vera að ferðast. Fyrir 65 árum, eða svo, þegar ég byrjaði að læra landafræði skildi ég þessa vísu svo að Jónas hefði meint, að þegar sest væri við að lesa og læra landafræði, væri lagt upp í eins konar ferðalag um heiminn, hef raunar þennan skilning enn. Skáld- ið í Gljúfrasteini taldi aftur á móti að Jónas hefði átt við snúning jarðar og það þrotlausa ferðalag. En sleppum því. Landafræði er skemmtileg náms- grein og óneitanlega telst það til al- mennrar menntunar að vita nokkur skil á löndum og þjóðum heimsins og það er hægt að verða fróður og vel að sér í landafræði algerlega á eigin spýtur, með nokkrum landa- kortum og lestri bóka og er því kjörið fag til sjálfsmenntunar ef svo mætti að orði komast. Menningar- sjóður gaf út um árabil bókaflokk „Lönd og Lýðir“ og urðu ein 20 bindi, stórfróðlegar bækur og til í öllum bókasöfnum og á fjölda heimila. Átjánda bindið í þessu safni er um Vesur-Asíu og Norður- Afríku. Ólafur Ólafsson, kristni- boði, skrifaði þessa bók, gáfaður maður, víðförull og ágætlega rit- fær. Þarna er sagt frá þeim löndum sem oftast og daglega eru í fréttum, Afganistan, íran, frak, Líbanon, ísrael og smáríkjunum á Arabíu- skaganum og Egyptalandi, Líbíu og öðrum ríkjum Norður-Afríku. 1 og með lýsingu á þessum þjóðum og löndum eru líka nokkurt ágrip af sögu þeirra, enda sögufræg, meðal annars lönd Biblíunnar. Pað var í írak sem Abraham bjó, sem í Bi- blíunni heitir ýmist Babilon eða Mesópótamía eða Kaldea. Fróðir menn segja að um þessar mundir séu um það bil 4.000 ár síðan Abra- ham tók sig upp með fólk sitt og fénað og flutti búferlum alla leið til Egyptalands, 1.100 km leið. En það er önnur saga. Ég var að enda við að lesa þessa bók að nýju, mér til fróðleiks og skemmtunar og vildi vekja á hcnni athygli, sér í lagi þeirra sem ckki vita að hún er til. I’að er hægt að gera margt verra við tómstundir en lesa um fjarlæg lönd og fólkið sem þar býr. ********************** Úr minnisblöðum tunglfara Við siglum frá söndum tunglsins. Svört er festingin þar. Ogstefndum heim aftur hingað. Hve hægt okkur áfram bar! Fögur fannst mér þá Jörðin. Hún framundan bláleit skein rétt eins og daggardropi dottinn af fjarlægri grein. Hannes Pétursson SJAUMST I TÆKA TÍÐ N0TUM UÚS A DAGINN BORN I BILUM ÞURFA VÖRN Með „bílpúða" geta börn allt frá 4 ára aldri notað venjuleg bilbelti iaflursætl. fyrir landbúnað Ábyrgðartryggingar bænda Slysatryggingar bænda Heimilis- og húseigendatryggingar Heytryggingar Gripatryggingar Útihúsatryggingar Vélatryggingar Dráttarvélatryggingar Bifreiðatryggingar Brunabótafélag íslands Umboósmenn um land allt. Fiskikerin: • östærðir: 310 I, 5801, 6601, 760 log 10001. • 2 verðflokkar Notkunarsvið: Smábátar, landróðrar- bátar, humarbátar, gámaflutningar, saltfiskvinnsla og ýmiss konar önnur vinnsla. Vörupallarnir: • 3 stærðir: 80 sm x 120 sm, 100 sm x 120 sm, og „togarapallur“, 89smx 108,5 sm, sérhannaður fyrir 70 I og 90 I fiskikassa. Aðrar framleiðsluvörur okkar: Flotbryggjur, tunnur, tankar, brúsar fyrir matvælaiðnað og einangrunarplast. •Viðgerðarþjónusta. BORGARPLASTIHF Vesturvör 27, Kópavogl Slml: 91-46966 - FRÁBÆR PAKKI — Flug og bíll til Reykjavíkur ódýrara en þig grunar. Notfærið ykkur þægindin. Upplýsingar á Ferðamiðstöð Austurlands 0 97-1510 - Egilsstöðum FLUGBÍLL! ,,x& eíu • a^1 fyrirliggjandi Kaupfélag Héraðsbúa 2001. 23.700.- 2751. 26.500.- 3801. 29.700- Dönsk gæðavara Góðir greiðsluskilmálar

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.